Dæmi um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður í leikskólum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. júlí 2018 22:00 Enn á eftir að manna fjölmörg stöðugildi leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og dæmi eru um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður. Foreldrar bíða margir í óvissu um það hvort og þá hvenær börnin þeirra fái leikskólapláss í haust, jafnvel þeir sem höfðu fengið vilyrði fyrir plássi. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu margar stöður á eftir að manna á leikskólum Reykjavíkurborgar í haust og mun það ekki liggja fyrir fyrr en eftir miðjan ágúst samkvæmt svörum frá borginni. Samkvæmt síðustu tölum frá því í júní vantaði 175 leikskólakennara til starfa í Reykjavík. Leikskólakennara vantar einnig til starfa í öðrum sveitarfélögum en í fæstum tilfellum hafa verið teknar saman tölur yfir það hversu marga vantar til starfa. Foreldrar þurfa margir að gera aðrar ráðstafanir, jafnvel þeir sem höfðu fengið vilyrði fyrir leikskólaplássi í haust. Þeirra á meðal eru Sigrún Erla Ólafsdóttir og Albert Hauksson, foreldrar Margrétar Maríu sem er 15 mánaða, en þau eru búsett í Kópavogi. „Við vorum í þeirri stöðu að við fengum leikskólapláss fyrir hana núna í vor, sem sagt hún átti að fá inn í haust, með fyrirvara um að myndi nást að manna,“ segir Sigrún.Margrét María er 15 mánaða.Vísir/skjáskotFyrr í sumar fengu þau póst um að ekki væri búið að manna lausar stöður og þeim ráðlagt að gera aðrar ráðstafanir þar sem óljóst væri hvenær hægt yrði að hefja aðlögun. Ráðlagt væri að segja ekki upp núverandi plássi hjá dagmömmu. „Þá í rauninni varð manni aðeins um því að við vorum ekki með neitt pláss til að segja ekki upp af því við höfðum ekki fengið neitt dagmömmu pláss um vorið. Þannig það leið og beið og við ætluðum bara aðeins að sjá hvernig þetta myndi fara í sumar og krossuðum alla fingur og tær að einhver myndi sækja um,“ segir Sigrún. Í ljós kom svo að fyrir mistök hafði gleymst að framlengja umsóknarfrest um lausar stöður á leikskólanum. Sigrún og Albert leituðu á mátt samfélagsmiðla og tókst þannig að fá pláss fyrir Margréti Maríu hjá dagmömmu í fyrsta sinn. Þau telja sig þó heppin því ekki séu allir í sömu stöðu. „Við höfum skipst á að vera með stelpuna heima eða taka hana með okkur í vinnuna, bara reynt að láta þetta virka,“ segir Albert. Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. 13. júní 2018 20:45 Sækja um pláss hjá uppbókuðum dagforeldrum daginn eftir jákvætt óléttupróf Tvö hitamál brenna á Akureyringum í aðdraganda kosninganna, dagvistunarmál og húsnæðismál. 17. maí 2018 10:00 Leggja fram tillögur til að bæta dagforeldrakerfið Starfshópur um dagforeldrakerfið í Reykjavík hefur skilað inn tillögum til skóla- og frístundaráðs borgarinnar. 28. júní 2018 13:30 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Enn á eftir að manna fjölmörg stöðugildi leikskóla á höfuðborgarsvæðinu og dæmi eru um að gleymst hafi að auglýsa lausar stöður. Foreldrar bíða margir í óvissu um það hvort og þá hvenær börnin þeirra fái leikskólapláss í haust, jafnvel þeir sem höfðu fengið vilyrði fyrir plássi. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hversu margar stöður á eftir að manna á leikskólum Reykjavíkurborgar í haust og mun það ekki liggja fyrir fyrr en eftir miðjan ágúst samkvæmt svörum frá borginni. Samkvæmt síðustu tölum frá því í júní vantaði 175 leikskólakennara til starfa í Reykjavík. Leikskólakennara vantar einnig til starfa í öðrum sveitarfélögum en í fæstum tilfellum hafa verið teknar saman tölur yfir það hversu marga vantar til starfa. Foreldrar þurfa margir að gera aðrar ráðstafanir, jafnvel þeir sem höfðu fengið vilyrði fyrir leikskólaplássi í haust. Þeirra á meðal eru Sigrún Erla Ólafsdóttir og Albert Hauksson, foreldrar Margrétar Maríu sem er 15 mánaða, en þau eru búsett í Kópavogi. „Við vorum í þeirri stöðu að við fengum leikskólapláss fyrir hana núna í vor, sem sagt hún átti að fá inn í haust, með fyrirvara um að myndi nást að manna,“ segir Sigrún.Margrét María er 15 mánaða.Vísir/skjáskotFyrr í sumar fengu þau póst um að ekki væri búið að manna lausar stöður og þeim ráðlagt að gera aðrar ráðstafanir þar sem óljóst væri hvenær hægt yrði að hefja aðlögun. Ráðlagt væri að segja ekki upp núverandi plássi hjá dagmömmu. „Þá í rauninni varð manni aðeins um því að við vorum ekki með neitt pláss til að segja ekki upp af því við höfðum ekki fengið neitt dagmömmu pláss um vorið. Þannig það leið og beið og við ætluðum bara aðeins að sjá hvernig þetta myndi fara í sumar og krossuðum alla fingur og tær að einhver myndi sækja um,“ segir Sigrún. Í ljós kom svo að fyrir mistök hafði gleymst að framlengja umsóknarfrest um lausar stöður á leikskólanum. Sigrún og Albert leituðu á mátt samfélagsmiðla og tókst þannig að fá pláss fyrir Margréti Maríu hjá dagmömmu í fyrsta sinn. Þau telja sig þó heppin því ekki séu allir í sömu stöðu. „Við höfum skipst á að vera með stelpuna heima eða taka hana með okkur í vinnuna, bara reynt að láta þetta virka,“ segir Albert.
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. 13. júní 2018 20:45 Sækja um pláss hjá uppbókuðum dagforeldrum daginn eftir jákvætt óléttupróf Tvö hitamál brenna á Akureyringum í aðdraganda kosninganna, dagvistunarmál og húsnæðismál. 17. maí 2018 10:00 Leggja fram tillögur til að bæta dagforeldrakerfið Starfshópur um dagforeldrakerfið í Reykjavík hefur skilað inn tillögum til skóla- og frístundaráðs borgarinnar. 28. júní 2018 13:30 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. 13. júní 2018 20:45
Sækja um pláss hjá uppbókuðum dagforeldrum daginn eftir jákvætt óléttupróf Tvö hitamál brenna á Akureyringum í aðdraganda kosninganna, dagvistunarmál og húsnæðismál. 17. maí 2018 10:00
Leggja fram tillögur til að bæta dagforeldrakerfið Starfshópur um dagforeldrakerfið í Reykjavík hefur skilað inn tillögum til skóla- og frístundaráðs borgarinnar. 28. júní 2018 13:30