Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. júní 2018 20:45 Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. Leikskólamál voru flestum ef ekki öllum flokkum ofarlega í huga í aðdraganda kosninga og í gær kynnti nýr meirihluti í Reykjavík stefnu sína í leikskólamálum. Meðal annars hyggst nýr meirihluti fjölga ungbarnadeildum, byggja fleiri leikskóla, auka faglegt frelsi kennara og hafa sumaropnun í tilraunaskyni í einum leikskóla í hverju hverfi. Það gæti þó reynst þrautin þyngri að fá fólk til starfa til að mæta þessari fjölgun plássa sem stefnt er að, að mati nokkurra leikskólastjórnenda sem fréttastofa ræddi við í dag. Ein þeirra er Guðrún Jóna Thorarensen, leikskólastjóri á leikskólanum Sólborg. „Síðasta haust þá vantaði 130 stöðugildi. Núna eftir síðustu talningu sem að við leikskólastjórarfengum þá vantar 200 stöðugildi fyrir næsta haust,” segir Guðrún Jóna. „Við þurfum ekki stækkun akkúrat núna, við þurfum að passa upp á það sem að við höfum.” Hún fagnar því að til standi að stytta vinnuvikuna og bæta kjör leikskólakennara líkt og kveðið er á um í meirihlutasáttmálanum en annað telur hún skjóta skökku við. Til að mynda hafi gengið það illa að manna að launaafgangi hafi verið skilað.Hlutfall faglærðra leikskólakennara lægst í Reykjavík „Það sem af er komið af árinu 2018 þá liggur eftir svona um 25 milljónir á mánuði í launaafgangi. Og það sýnir okkur að aukningin frá síðasta ári er um sjö milljónir á mánuði sem er í launaafgang,” útskýrir Guðrún, en árið 2017 var launaafgangurinn um 18 milljónir á mánuði. Þá segir hún nýliðun í stéttinni gríðarlegt áhyggjuefni en aðeins 4% leikskólakennara í landinu eru undir 32 ára aldri. „Leikskólakennarar sem að starfa á gólfinu, þá er ég að meina leikskólakennarar sem eru ekki stjórnendur, leikskólastjórar eða aðstoðarleikskólastjórar, þeir eru bara að verða um 25% af starfsmannahópnum.” Sérstaklega sé þetta áhyggjuefni í Reykjavík. „Við erum með lægsta faghlutfallið inni á leikskólum á öllu landinu og við erum höfuðborgin og ættum að standa mun betur að vígi í þessum málum,” segir Guðrún Jóna. Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. Leikskólamál voru flestum ef ekki öllum flokkum ofarlega í huga í aðdraganda kosninga og í gær kynnti nýr meirihluti í Reykjavík stefnu sína í leikskólamálum. Meðal annars hyggst nýr meirihluti fjölga ungbarnadeildum, byggja fleiri leikskóla, auka faglegt frelsi kennara og hafa sumaropnun í tilraunaskyni í einum leikskóla í hverju hverfi. Það gæti þó reynst þrautin þyngri að fá fólk til starfa til að mæta þessari fjölgun plássa sem stefnt er að, að mati nokkurra leikskólastjórnenda sem fréttastofa ræddi við í dag. Ein þeirra er Guðrún Jóna Thorarensen, leikskólastjóri á leikskólanum Sólborg. „Síðasta haust þá vantaði 130 stöðugildi. Núna eftir síðustu talningu sem að við leikskólastjórarfengum þá vantar 200 stöðugildi fyrir næsta haust,” segir Guðrún Jóna. „Við þurfum ekki stækkun akkúrat núna, við þurfum að passa upp á það sem að við höfum.” Hún fagnar því að til standi að stytta vinnuvikuna og bæta kjör leikskólakennara líkt og kveðið er á um í meirihlutasáttmálanum en annað telur hún skjóta skökku við. Til að mynda hafi gengið það illa að manna að launaafgangi hafi verið skilað.Hlutfall faglærðra leikskólakennara lægst í Reykjavík „Það sem af er komið af árinu 2018 þá liggur eftir svona um 25 milljónir á mánuði í launaafgangi. Og það sýnir okkur að aukningin frá síðasta ári er um sjö milljónir á mánuði sem er í launaafgang,” útskýrir Guðrún, en árið 2017 var launaafgangurinn um 18 milljónir á mánuði. Þá segir hún nýliðun í stéttinni gríðarlegt áhyggjuefni en aðeins 4% leikskólakennara í landinu eru undir 32 ára aldri. „Leikskólakennarar sem að starfa á gólfinu, þá er ég að meina leikskólakennarar sem eru ekki stjórnendur, leikskólastjórar eða aðstoðarleikskólastjórar, þeir eru bara að verða um 25% af starfsmannahópnum.” Sérstaklega sé þetta áhyggjuefni í Reykjavík. „Við erum með lægsta faghlutfallið inni á leikskólum á öllu landinu og við erum höfuðborgin og ættum að standa mun betur að vígi í þessum málum,” segir Guðrún Jóna.
Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira