Minnst 200 leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. júní 2018 20:45 Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. Leikskólamál voru flestum ef ekki öllum flokkum ofarlega í huga í aðdraganda kosninga og í gær kynnti nýr meirihluti í Reykjavík stefnu sína í leikskólamálum. Meðal annars hyggst nýr meirihluti fjölga ungbarnadeildum, byggja fleiri leikskóla, auka faglegt frelsi kennara og hafa sumaropnun í tilraunaskyni í einum leikskóla í hverju hverfi. Það gæti þó reynst þrautin þyngri að fá fólk til starfa til að mæta þessari fjölgun plássa sem stefnt er að, að mati nokkurra leikskólastjórnenda sem fréttastofa ræddi við í dag. Ein þeirra er Guðrún Jóna Thorarensen, leikskólastjóri á leikskólanum Sólborg. „Síðasta haust þá vantaði 130 stöðugildi. Núna eftir síðustu talningu sem að við leikskólastjórarfengum þá vantar 200 stöðugildi fyrir næsta haust,” segir Guðrún Jóna. „Við þurfum ekki stækkun akkúrat núna, við þurfum að passa upp á það sem að við höfum.” Hún fagnar því að til standi að stytta vinnuvikuna og bæta kjör leikskólakennara líkt og kveðið er á um í meirihlutasáttmálanum en annað telur hún skjóta skökku við. Til að mynda hafi gengið það illa að manna að launaafgangi hafi verið skilað.Hlutfall faglærðra leikskólakennara lægst í Reykjavík „Það sem af er komið af árinu 2018 þá liggur eftir svona um 25 milljónir á mánuði í launaafgangi. Og það sýnir okkur að aukningin frá síðasta ári er um sjö milljónir á mánuði sem er í launaafgang,” útskýrir Guðrún, en árið 2017 var launaafgangurinn um 18 milljónir á mánuði. Þá segir hún nýliðun í stéttinni gríðarlegt áhyggjuefni en aðeins 4% leikskólakennara í landinu eru undir 32 ára aldri. „Leikskólakennarar sem að starfa á gólfinu, þá er ég að meina leikskólakennarar sem eru ekki stjórnendur, leikskólastjórar eða aðstoðarleikskólastjórar, þeir eru bara að verða um 25% af starfsmannahópnum.” Sérstaklega sé þetta áhyggjuefni í Reykjavík. „Við erum með lægsta faghlutfallið inni á leikskólum á öllu landinu og við erum höfuðborgin og ættum að standa mun betur að vígi í þessum málum,” segir Guðrún Jóna. Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Að minnsta kosti tvö hundruð leikskólakennara vantar til starfa í Reykjavík í haust að sögn leikskólastjóra. Leikskólastjórnendur undrast að nýr borgarstjórnarmeirihluti ætli að fjölga leikskólaplássum á sama tíma og illa gengur að manna lausar stöður. Leikskólamál voru flestum ef ekki öllum flokkum ofarlega í huga í aðdraganda kosninga og í gær kynnti nýr meirihluti í Reykjavík stefnu sína í leikskólamálum. Meðal annars hyggst nýr meirihluti fjölga ungbarnadeildum, byggja fleiri leikskóla, auka faglegt frelsi kennara og hafa sumaropnun í tilraunaskyni í einum leikskóla í hverju hverfi. Það gæti þó reynst þrautin þyngri að fá fólk til starfa til að mæta þessari fjölgun plássa sem stefnt er að, að mati nokkurra leikskólastjórnenda sem fréttastofa ræddi við í dag. Ein þeirra er Guðrún Jóna Thorarensen, leikskólastjóri á leikskólanum Sólborg. „Síðasta haust þá vantaði 130 stöðugildi. Núna eftir síðustu talningu sem að við leikskólastjórarfengum þá vantar 200 stöðugildi fyrir næsta haust,” segir Guðrún Jóna. „Við þurfum ekki stækkun akkúrat núna, við þurfum að passa upp á það sem að við höfum.” Hún fagnar því að til standi að stytta vinnuvikuna og bæta kjör leikskólakennara líkt og kveðið er á um í meirihlutasáttmálanum en annað telur hún skjóta skökku við. Til að mynda hafi gengið það illa að manna að launaafgangi hafi verið skilað.Hlutfall faglærðra leikskólakennara lægst í Reykjavík „Það sem af er komið af árinu 2018 þá liggur eftir svona um 25 milljónir á mánuði í launaafgangi. Og það sýnir okkur að aukningin frá síðasta ári er um sjö milljónir á mánuði sem er í launaafgang,” útskýrir Guðrún, en árið 2017 var launaafgangurinn um 18 milljónir á mánuði. Þá segir hún nýliðun í stéttinni gríðarlegt áhyggjuefni en aðeins 4% leikskólakennara í landinu eru undir 32 ára aldri. „Leikskólakennarar sem að starfa á gólfinu, þá er ég að meina leikskólakennarar sem eru ekki stjórnendur, leikskólastjórar eða aðstoðarleikskólastjórar, þeir eru bara að verða um 25% af starfsmannahópnum.” Sérstaklega sé þetta áhyggjuefni í Reykjavík. „Við erum með lægsta faghlutfallið inni á leikskólum á öllu landinu og við erum höfuðborgin og ættum að standa mun betur að vígi í þessum málum,” segir Guðrún Jóna.
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira