Tveir tugir athugasemda í síðara samráði um umferðarlög Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. ágúst 2018 06:00 Heimilt verður að takmarka umferð eftir bílnúmerum. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Samráði um drög að nýjum umferðarlögum lauk um helgina. Alls bárust 22 umsagnir um frumvarpið sem lúta að hinum ýmsu öngum þess. Í frumvarpinu er meðal annars gert ráð fyrir því að sveitarstjórnir eða Vegagerðin geti um stundarsakir bannað umferð á vegi eða svæði sé mengun yfir heilsufarsmörkum.Ein þeirra leiða sem lagðar eru til er að þá verði bílum með bílnúmerum sem enda á oddatölu, eða eftir atvikum sléttri tölu, bannað að aka um svæðið um stundarsakir. Í umsögn Viðskiptaráðs er bent á að slík útfærsla geti við tilteknar aðstæður haft öfug áhrif. Einnig sé auðvelt fyrir fólk að komast í kringum bannið með því að eiga tvo bíla, annan með oddatölunúmeri en hinn með sléttu. Lagt er til að í staðinn verði rafræn tollahlið tekin í notkun og rafræn gjaldtaka fyrir ekna kílómetra. Í sameiginlegri umsögn Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu, Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka atvinnulífsins er fundið að því að gildistími ökuskírteina verði skertur. Einnig er sett út á það að ökunemum verði gert skylt að sækja um námsheimild hjá lögreglustjóra áður en kennsluakstur getur hafist. Í umsögn Strætó er síðan lagt til að heimilt verði að setja reiðhjólafestingar framan og aftan á strætisvagna. Slíkt sé til þess fallið að auka möguleika almennings á að tengja saman vistvæna ferðamáta. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Ekki hægt að velta sektum út í verðlagið Gera má ráð fyrir að kostnaður upp á hundruð milljóna lendi á bílaleigum verði ný umferðarlög samþykkt óbreytt. Ekki tekið tillit til athugasemda SAF um málið. Framkvæmdastjóranum finnst óeðlilegt að bílaleigur beri ábyrgð á hraðakstri viðskiptavina sinna. 16. júlí 2018 06:00 Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Samráði um drög að nýjum umferðarlögum lauk um helgina. Alls bárust 22 umsagnir um frumvarpið sem lúta að hinum ýmsu öngum þess. Í frumvarpinu er meðal annars gert ráð fyrir því að sveitarstjórnir eða Vegagerðin geti um stundarsakir bannað umferð á vegi eða svæði sé mengun yfir heilsufarsmörkum.Ein þeirra leiða sem lagðar eru til er að þá verði bílum með bílnúmerum sem enda á oddatölu, eða eftir atvikum sléttri tölu, bannað að aka um svæðið um stundarsakir. Í umsögn Viðskiptaráðs er bent á að slík útfærsla geti við tilteknar aðstæður haft öfug áhrif. Einnig sé auðvelt fyrir fólk að komast í kringum bannið með því að eiga tvo bíla, annan með oddatölunúmeri en hinn með sléttu. Lagt er til að í staðinn verði rafræn tollahlið tekin í notkun og rafræn gjaldtaka fyrir ekna kílómetra. Í sameiginlegri umsögn Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu, Samtaka ferðaþjónustunnar og Samtaka atvinnulífsins er fundið að því að gildistími ökuskírteina verði skertur. Einnig er sett út á það að ökunemum verði gert skylt að sækja um námsheimild hjá lögreglustjóra áður en kennsluakstur getur hafist. Í umsögn Strætó er síðan lagt til að heimilt verði að setja reiðhjólafestingar framan og aftan á strætisvagna. Slíkt sé til þess fallið að auka möguleika almennings á að tengja saman vistvæna ferðamáta.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Ekki hægt að velta sektum út í verðlagið Gera má ráð fyrir að kostnaður upp á hundruð milljóna lendi á bílaleigum verði ný umferðarlög samþykkt óbreytt. Ekki tekið tillit til athugasemda SAF um málið. Framkvæmdastjóranum finnst óeðlilegt að bílaleigur beri ábyrgð á hraðakstri viðskiptavina sinna. 16. júlí 2018 06:00 Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Ekki hægt að velta sektum út í verðlagið Gera má ráð fyrir að kostnaður upp á hundruð milljóna lendi á bílaleigum verði ný umferðarlög samþykkt óbreytt. Ekki tekið tillit til athugasemda SAF um málið. Framkvæmdastjóranum finnst óeðlilegt að bílaleigur beri ábyrgð á hraðakstri viðskiptavina sinna. 16. júlí 2018 06:00
Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Ólögfest venja um forgang umferðar í innri hring hringtorga verður að lögum fari ný umferðarlög óbreytt í gegnum ráðuneyti og þing. Sú séríslenska regla hefur valdið óhöppum hér á landi. Framkvæmdastjóri FÍB segir það skort á víðsýni að halda í forgang innri akreinar og vill sömu reglur og tíðkast í öðrum löndum. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 24. júlí 2018 07:00