Æskilegra að ytri hringur verði í forgangi líkt og annars staðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. júlí 2018 07:00 Það þekkist varla erlendis að bifreiðar á innri akrein á hringtorgum njóti forgangs Fréttablaðið/sigtryggur Í drögum að nýjum umferðarlögum er stefnt að því að lögfesta þá venju að ökumaður í innri hring tveggja akreina hringtorgs eigi forgang á umferð á ytri hring. Reglan er andstæð því sem þekkist í mörgum nágrannalöndum okkar. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), segir skorta á víðsýni hjá stjórnvöldum. Drög að nýjum umferðarlögum voru kynnt í febrúar á þessu ári og var fólki gefinn kostur á að gera athugasemdir við drögin. Fjölmargar athugasemdir bárust en fyrir skemmstu voru birt ný drög þar sem tekið hafði verið tillit til margra þeirra athugasemda sem fram komu. Athugasemdir um akstursreglur í hringtorgum bárust í fyrra skiptið en ákvæðið stendur óbreytt. Í gildandi umferðarlögum eru engar reglur til um akstur í hringtorgum. Í frumvarpsdrögunum er stefnt að því að festa í lög þá óskráðu venju sem myndast hefur um að ökumaður á ytri hring skuli veita innri hringnum forgang og að óheimilt sé að skipta um akrein inni í hringtorgum.Sjá einnig: Hringtorgasaga túrista á Íslandi dapurleg Bifreiðar í hringtorginu eiga áfram forgang á þá bíla sem vilja komast inn í það. „Þessi séríslenska regla er ekki góð og við ættum að aðlagast því sem er víðast í gildi. Flest lönd í kringum okkur miða við hægri regluna en vinstri rétturinn er arfleifð frá því að breytt var yfir í hægri umferð,“ segir Runólfur.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍBVísir/AuðunnVíða erlendis, til að mynda á Norðurlöndunum, gildir sú regla að ökumenn í ytri hring eigi forgang á innri hringinn. Ökumenn í innri hring þurfa því að skipta um akrein til að koma sér út úr hringtorginu. Í frumvarpsdrögunum hinum síðari, sem nú eru til umsagnar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar, segir að skiptar skoðanir hafi verið meðal umsagnaraðila um hvort samræma ætti reglur um akstur í hringtorgum því sem tíðkast erlendis. Ákveðið hafi verið að halda í venjuna í ljósi þess hve rótgróin hún er enda væri um grundvallarbreytingu að ræða. „Hér á landi erum við að upplifa stóraukna umferð erlendra aðila á vegum. Þeir eru í óvissu í hringtorgunum okkar. Við erum einnig ferðaþyrst þjóð og það ætti að vera gott að samræma þetta til að við séum sem öruggust erlendis,“ segir Runólfur. Að sögn Runólfs hafa mál komið inn á borð lögreglu og tryggingafélaga sem varða óhöpp sem orðið hafa vegna séríslenskra reglna um hringtorg. Flest óhöppin eru minniháttar enda hringtorg þess eðlis að þau hægja á umferð. „Ég tel að það sé æskilegt að taka upp hjá okkur þá siði sem víða þekkjast erlendis. Reynslan á erlendri grund hefur leitt í ljós að þetta hefur virkað ágætlega ytra. Það er einfaldlega skortur á víðsýni að ætla sér að ríghalda í þær hefðir sem hér hafa myndast,“ segir Runólfur Birtist í Fréttablaðinu Bílar Samgöngur Tengdar fréttir Hringtorgasaga túrista á Íslandi dapurleg Engin sérákvæði eru um hringtorg í íslenskum lögum fyrir utan að þar er bannað að leggja. Erlendir ferðamenn kunna lítið á hefðina um að innri akrein eigi réttinn og komu við sögu í 102 árekstrum á fimm árum. 30. desember 2016 07:00 Bíleigendur komi í veg fyrir lögbrot annarra: "Skemmtileg bjartsýni hjá löggjafanum“ Hægt verður að sekta bíleigendur fyrir lögbrot sem aðrir fremja við notkun bílsins verði drög að nýjum umferðarlögum að veruleika. Sérfræðingur telur ýmislegt athugavert við frumvarpið og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir óásættanlegt að setja lög sem miða beinlínis að því að refsa röngum aðilum. 22. júlí 2018 20:00 Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektir Hlutlæg ábyrgð vegna sekta úr hraðamyndavélum hefur mikinn kostnað í för með sér fyrir bílaleigur. Minnst 160 milljónir vegna slíkra sekta innheimtust ekki 2016. Varað er við að breytingin verði afar íþyngjandi fyrir eigendur bíla. 10. maí 2018 07:15 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Fleiri fréttir Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Sjá meira
Í drögum að nýjum umferðarlögum er stefnt að því að lögfesta þá venju að ökumaður í innri hring tveggja akreina hringtorgs eigi forgang á umferð á ytri hring. Reglan er andstæð því sem þekkist í mörgum nágrannalöndum okkar. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB), segir skorta á víðsýni hjá stjórnvöldum. Drög að nýjum umferðarlögum voru kynnt í febrúar á þessu ári og var fólki gefinn kostur á að gera athugasemdir við drögin. Fjölmargar athugasemdir bárust en fyrir skemmstu voru birt ný drög þar sem tekið hafði verið tillit til margra þeirra athugasemda sem fram komu. Athugasemdir um akstursreglur í hringtorgum bárust í fyrra skiptið en ákvæðið stendur óbreytt. Í gildandi umferðarlögum eru engar reglur til um akstur í hringtorgum. Í frumvarpsdrögunum er stefnt að því að festa í lög þá óskráðu venju sem myndast hefur um að ökumaður á ytri hring skuli veita innri hringnum forgang og að óheimilt sé að skipta um akrein inni í hringtorgum.Sjá einnig: Hringtorgasaga túrista á Íslandi dapurleg Bifreiðar í hringtorginu eiga áfram forgang á þá bíla sem vilja komast inn í það. „Þessi séríslenska regla er ekki góð og við ættum að aðlagast því sem er víðast í gildi. Flest lönd í kringum okkur miða við hægri regluna en vinstri rétturinn er arfleifð frá því að breytt var yfir í hægri umferð,“ segir Runólfur.Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍBVísir/AuðunnVíða erlendis, til að mynda á Norðurlöndunum, gildir sú regla að ökumenn í ytri hring eigi forgang á innri hringinn. Ökumenn í innri hring þurfa því að skipta um akrein til að koma sér út úr hringtorginu. Í frumvarpsdrögunum hinum síðari, sem nú eru til umsagnar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar, segir að skiptar skoðanir hafi verið meðal umsagnaraðila um hvort samræma ætti reglur um akstur í hringtorgum því sem tíðkast erlendis. Ákveðið hafi verið að halda í venjuna í ljósi þess hve rótgróin hún er enda væri um grundvallarbreytingu að ræða. „Hér á landi erum við að upplifa stóraukna umferð erlendra aðila á vegum. Þeir eru í óvissu í hringtorgunum okkar. Við erum einnig ferðaþyrst þjóð og það ætti að vera gott að samræma þetta til að við séum sem öruggust erlendis,“ segir Runólfur. Að sögn Runólfs hafa mál komið inn á borð lögreglu og tryggingafélaga sem varða óhöpp sem orðið hafa vegna séríslenskra reglna um hringtorg. Flest óhöppin eru minniháttar enda hringtorg þess eðlis að þau hægja á umferð. „Ég tel að það sé æskilegt að taka upp hjá okkur þá siði sem víða þekkjast erlendis. Reynslan á erlendri grund hefur leitt í ljós að þetta hefur virkað ágætlega ytra. Það er einfaldlega skortur á víðsýni að ætla sér að ríghalda í þær hefðir sem hér hafa myndast,“ segir Runólfur
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Samgöngur Tengdar fréttir Hringtorgasaga túrista á Íslandi dapurleg Engin sérákvæði eru um hringtorg í íslenskum lögum fyrir utan að þar er bannað að leggja. Erlendir ferðamenn kunna lítið á hefðina um að innri akrein eigi réttinn og komu við sögu í 102 árekstrum á fimm árum. 30. desember 2016 07:00 Bíleigendur komi í veg fyrir lögbrot annarra: "Skemmtileg bjartsýni hjá löggjafanum“ Hægt verður að sekta bíleigendur fyrir lögbrot sem aðrir fremja við notkun bílsins verði drög að nýjum umferðarlögum að veruleika. Sérfræðingur telur ýmislegt athugavert við frumvarpið og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir óásættanlegt að setja lög sem miða beinlínis að því að refsa röngum aðilum. 22. júlí 2018 20:00 Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektir Hlutlæg ábyrgð vegna sekta úr hraðamyndavélum hefur mikinn kostnað í för með sér fyrir bílaleigur. Minnst 160 milljónir vegna slíkra sekta innheimtust ekki 2016. Varað er við að breytingin verði afar íþyngjandi fyrir eigendur bíla. 10. maí 2018 07:15 Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Fleiri fréttir Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Sjá meira
Hringtorgasaga túrista á Íslandi dapurleg Engin sérákvæði eru um hringtorg í íslenskum lögum fyrir utan að þar er bannað að leggja. Erlendir ferðamenn kunna lítið á hefðina um að innri akrein eigi réttinn og komu við sögu í 102 árekstrum á fimm árum. 30. desember 2016 07:00
Bíleigendur komi í veg fyrir lögbrot annarra: "Skemmtileg bjartsýni hjá löggjafanum“ Hægt verður að sekta bíleigendur fyrir lögbrot sem aðrir fremja við notkun bílsins verði drög að nýjum umferðarlögum að veruleika. Sérfræðingur telur ýmislegt athugavert við frumvarpið og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir óásættanlegt að setja lög sem miða beinlínis að því að refsa röngum aðilum. 22. júlí 2018 20:00
Bílaleigur kvíða nýjum reglum um hraðasektir Hlutlæg ábyrgð vegna sekta úr hraðamyndavélum hefur mikinn kostnað í för með sér fyrir bílaleigur. Minnst 160 milljónir vegna slíkra sekta innheimtust ekki 2016. Varað er við að breytingin verði afar íþyngjandi fyrir eigendur bíla. 10. maí 2018 07:15