Mikil snjóflóðahætta á Austfjörðum Birgir Olgeirsson og Gissur Sigurðsson skrifa 24. janúar 2018 12:57 Veðurstofan vaktar Seyðisfjörð sérstaklega vegna snjóflóðahættu. Vísir Mikil snjóflóðahætta hefur verið á Austfjörðum frá því í gærkvöldi og er enn. Rautt hættustig, eða næst hæsta hættustig er í gildi, en útlit er fyrir að frekari hætta muni jafnvel líða hjá í dag. Nokkrar þjóðleiðir norðaustanlands eru enn lokaðar síðan í gærkvöldi vegna óveðurs og ófærðar.Svört viðvörun er hæsta viðvörunarstig, en ætli að við séum að stefna þangað? „Nei, það er frekar ólíklegt því það dregur frekar úr úrkomunni í dag smám saman og vindur hægir í kvöld og samfara því höldum við að það dragi verulega úr hættunni,“ segir Harpa Grímsdóttir, forstöðumaður Snjóflóðasetursins á Ísafirði. Hún segir mikla úrkomu hafa verið síðastliðinn sólarhring á Seyðisfirði. 100 millimetrar hafa fallið þar síðan í gærmorgun. Um er að ræða snjókomu til fjalla en slyddu og rigningu á láglendi. Því er þurr snjór efst í fjöllunum en krapi neðar og við þannig aðstæður eru minni líkur en annars á stórum þurrum flekaflóðum sem fara hratt, að sögn Hörpu. Tvö flóð féllu í sunnanverðum Seyðisfirði fyrir utan byggð í gærkvöldi en um var að ræða meðalstór flóð. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa nokkur flóð fallið á Vestfjörðum og Vesturlandi í dag, en ekkert þeirra nærri byggð. Byggðin í Seyðisfirði er varin að hluta fyrir snjóflóðum með varnargörðum en enn á eftir að klára einhverja áfanga þannig að hún verði varin að fullu. „Við metum það þannig að það sé ekki mikil hætta í byggð og teljum að það dragi frekar úr hættunni en hitt,“ segir Harpa. Hún hvetur útivistarfólk sem ætlar að nýta sér snjóinn sem hefur fallið síðastliðna daga til að fara varlega ef haldið er á fjöll. Vegirnir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Mývatns - og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði eru lokaðir vegna veðurs, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Óljóst er hvenær mokstur hefst en heldur á að draga úr snjókomu þegar líður á daginn en hvasst verður langt fram á kvöld Seyðisfjörður Veður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Mikil snjóflóðahætta hefur verið á Austfjörðum frá því í gærkvöldi og er enn. Rautt hættustig, eða næst hæsta hættustig er í gildi, en útlit er fyrir að frekari hætta muni jafnvel líða hjá í dag. Nokkrar þjóðleiðir norðaustanlands eru enn lokaðar síðan í gærkvöldi vegna óveðurs og ófærðar.Svört viðvörun er hæsta viðvörunarstig, en ætli að við séum að stefna þangað? „Nei, það er frekar ólíklegt því það dregur frekar úr úrkomunni í dag smám saman og vindur hægir í kvöld og samfara því höldum við að það dragi verulega úr hættunni,“ segir Harpa Grímsdóttir, forstöðumaður Snjóflóðasetursins á Ísafirði. Hún segir mikla úrkomu hafa verið síðastliðinn sólarhring á Seyðisfirði. 100 millimetrar hafa fallið þar síðan í gærmorgun. Um er að ræða snjókomu til fjalla en slyddu og rigningu á láglendi. Því er þurr snjór efst í fjöllunum en krapi neðar og við þannig aðstæður eru minni líkur en annars á stórum þurrum flekaflóðum sem fara hratt, að sögn Hörpu. Tvö flóð féllu í sunnanverðum Seyðisfirði fyrir utan byggð í gærkvöldi en um var að ræða meðalstór flóð. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hafa nokkur flóð fallið á Vestfjörðum og Vesturlandi í dag, en ekkert þeirra nærri byggð. Byggðin í Seyðisfirði er varin að hluta fyrir snjóflóðum með varnargörðum en enn á eftir að klára einhverja áfanga þannig að hún verði varin að fullu. „Við metum það þannig að það sé ekki mikil hætta í byggð og teljum að það dragi frekar úr hættunni en hitt,“ segir Harpa. Hún hvetur útivistarfólk sem ætlar að nýta sér snjóinn sem hefur fallið síðastliðna daga til að fara varlega ef haldið er á fjöll. Vegirnir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Mývatns - og Möðrudalsöræfi og Vopnafjarðarheiði eru lokaðir vegna veðurs, samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar. Óljóst er hvenær mokstur hefst en heldur á að draga úr snjókomu þegar líður á daginn en hvasst verður langt fram á kvöld
Seyðisfjörður Veður Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira