Helgi Kolviðsson verður ekki hluti af nýju þjálfarateymi íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu en hann staðfestir þetta í viðtali í Morgunblaðinu í dag.
Helgi kom inn í þjálfarateymi íslenska landsliðsins sem aðstoðarþjálfari Heimis Hallgrímssonar sumarið 2016 en mun nú stíga til hliðar í kjölfar þess að Heimir hætti með liðið á dögunum.
„Minn samningur rann út. Ljóst er að ég er ekki inni í myndinni í nýja þjálfarateyminu. Hjá KSÍ hafa menn tekið ákvörðun um að fara aðrar leiðir sem er skiljanlegt. Nýr þjálfari gæti viljað búa til sitt eigið teymi,“ er haft eftir Helga í viðtalinu.
Leit að nýjum landsliðsþjálfara stendur nú yfir en eins og greint hefur verið frá á Vísi hefur KSÍ átt í viðræðum við Svíann Erik Hamren.
Næsta verkefni íslenska karlalandsliðsins er eftir fimm vikur þegar Þjóðadeild UEFA hefst með leik gegn Sviss í St.Gallen.
Helgi Kolviðs hættur hjá KSÍ

Tengdar fréttir

Heimir hættur að þjálfa íslenska landsliðið
Heimir Hallgrímsson semur ekki áfram við KSÍ.

Hafa rætt við Hamrén
KSÍ gæti farið sænsku leiðina á nýjan leik og ráðið Erik Hamrén sem næsta þjálfara íslenska karlalandsliðsins. Viðræður við Hamrén hafa átt sér stað.

Hver verður eftirmaður Heimis?
Gera má ráð fyrir því að margir muni verða áhugasamir um starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar það verður auglýst.