Sky Sports: Af hverju er Gylfi Sigurðsson ennþá að ströggla hjá Everton? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2018 10:30 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eina mark sitt á tímabilinu á móti Rotherham United í enska deildabikarnum. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson hafði ekkert að segja við íslensku þjóðina eftir tapið á móti Belgíu á Laugardalsvellinum í gær en enski risafjölmiðillinn Sky Sports hefur ýmislegt að segja um íslenska landsliðsmanninn í dag. Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað um næstu helgi og þar verður Gylfi Þór Sigurðsson í sviðsljósinu með liði Everton. Everton keypti Gylfa fyrir metfé frá Swansea City fyrir einu ári síðan og það er óhætt að segja að íslenski miðjumaðurinn hafi ekki staðið undir þeim verðmiða á fyrstu tólf mánuðum sínum á Goodison Park. Matt Cheetham hjá Sky Sports skoðar tölfræði Gylfa í grein sinni á heimsíðu Sky Sports og reynir að komast að því af hverju Gylfi sé að strögla hjá Everton. Cheetham nefnir það sérstaklega að Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, hafi tekið Gylfa af velli fjórtán mínútum fyrir leikslok þegar liðið þurfti mark. Marco Silva tók þá manninn af velli sem var einmitt keyptur til félagsins til að opna þéttar varnir mótherjanna.Why is Gylfi Sigurdsson still struggling at Everton? We take a look at the stats... https://t.co/R2JuXU4M3Wpic.twitter.com/p7a3Y4EDln — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 12, 2018 Gylfi átti aðeins 10 heppnaðar sendingar í leiknum og skapaði bara eitt færi fyrir félaga sína. Hann náði ekki einu skoti í leiknum, sólaði engan og kom aldrei við boltann í vítateig Huddersfield. Ekki beint glæsilegar tölur. Gylfi átti aðeins 10 af 328 heppnuðum sendingum þær 76 mínútur sem hann spilaði á móti Huddersfield en það eru aðeins þrjú prósent sendinganna hjá manni sem þarf að vera mikið í boltanum. Varamaðurinn Ademola Lookman náði fleiri heppnuðum sendingum en Gylfi. Í grein Sky Sports er nefnt sérstaklega hvað Gylfa gengur illa að skapa færi í opnum leik en hann skapaði aðeins sextán færi í opnum leik allt síðasta tímabil. Mörkin voru fjögur og stoðsendingarnar þrjár. Liðsfélagar hans Dominic Calvert-Lewin og Leighton Baines bjuggu til fleiri marktækifæri hjá Everton og það gerðu líka menn eins og Mark Noble, Darren Fletcher og Jake Livermore. Það kemur vel fram í greininni að eitt af stærstu vandamálum Gylfa er að komast hreinlega í boltann. Hann er með 15 heppnaðar sendingar að meðaltali á hverjar 90 mínútur en þar er hann aðeins í 79. sæti af þeim 83 miðjumönnum sem spila alvöru mínútur í ensku úrvalsdeildinni.Mynd/Tafla Sky SportsDæmi um sömu tölur hjá „tíum“ liðanna eru 63,3 heppnaðar sendingar á 90 mín. hjá David Silva í lið Manchester City, 48,5 heppanaðar á 90 mín, hjá Christian Eriksen hjá Tottenham og 39,0 heppnaðar á hverjar 90 mínútur hjá Aaron Ramsey hjá Arsenal. Gylfi er líka á eftir mönnum eins og James Maddison hjá Leicester (37,7 heppnaðar á 90 mín.) og Pascal Gross hjá Brighton & Hove Albion (20,6). Hingað til á tímabilinu á Gylfi aðeins 4,6 prósent af heppnuðum sendingum Everton-liðsins og aðeins 6,3 prósent af heppnuðum sendingum Everton á síðasta þriðjungnum. Þetta er mjög sláandi tölur og lýsa í raun aðalavandamáli Gylfa. Það efast enginn um sparkgetu hans eða sendingagetu en vandamálið hjá honum er hreinlega að komast í boltann í leikjum Everton. Matt Cheetham hjá Sky Sports hrósar Gylfa fyrir falleg mörk og öflugar fyrirgjafir úr föstum leikatriðum sem og fyrir vinnusemi sína þegar liðið er ekki með boltann. Hann segir líka að framlag frá Gylfa sé lykilatriði ætli Everton liðið að gera eitthvað á leiktíðinni. Á meðan þeir koma honum ekki í boltann þá verður mjög erfutt fyrir Everton liðið að stýra leiknum og opna varnir mótherjanna. Það má lesa alla grein Matt Cheetham á vef Sky Sports með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson hafði ekkert að segja við íslensku þjóðina eftir tapið á móti Belgíu á Laugardalsvellinum í gær en enski risafjölmiðillinn Sky Sports hefur ýmislegt að segja um íslenska landsliðsmanninn í dag. Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað um næstu helgi og þar verður Gylfi Þór Sigurðsson í sviðsljósinu með liði Everton. Everton keypti Gylfa fyrir metfé frá Swansea City fyrir einu ári síðan og það er óhætt að segja að íslenski miðjumaðurinn hafi ekki staðið undir þeim verðmiða á fyrstu tólf mánuðum sínum á Goodison Park. Matt Cheetham hjá Sky Sports skoðar tölfræði Gylfa í grein sinni á heimsíðu Sky Sports og reynir að komast að því af hverju Gylfi sé að strögla hjá Everton. Cheetham nefnir það sérstaklega að Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, hafi tekið Gylfa af velli fjórtán mínútum fyrir leikslok þegar liðið þurfti mark. Marco Silva tók þá manninn af velli sem var einmitt keyptur til félagsins til að opna þéttar varnir mótherjanna.Why is Gylfi Sigurdsson still struggling at Everton? We take a look at the stats... https://t.co/R2JuXU4M3Wpic.twitter.com/p7a3Y4EDln — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 12, 2018 Gylfi átti aðeins 10 heppnaðar sendingar í leiknum og skapaði bara eitt færi fyrir félaga sína. Hann náði ekki einu skoti í leiknum, sólaði engan og kom aldrei við boltann í vítateig Huddersfield. Ekki beint glæsilegar tölur. Gylfi átti aðeins 10 af 328 heppnuðum sendingum þær 76 mínútur sem hann spilaði á móti Huddersfield en það eru aðeins þrjú prósent sendinganna hjá manni sem þarf að vera mikið í boltanum. Varamaðurinn Ademola Lookman náði fleiri heppnuðum sendingum en Gylfi. Í grein Sky Sports er nefnt sérstaklega hvað Gylfa gengur illa að skapa færi í opnum leik en hann skapaði aðeins sextán færi í opnum leik allt síðasta tímabil. Mörkin voru fjögur og stoðsendingarnar þrjár. Liðsfélagar hans Dominic Calvert-Lewin og Leighton Baines bjuggu til fleiri marktækifæri hjá Everton og það gerðu líka menn eins og Mark Noble, Darren Fletcher og Jake Livermore. Það kemur vel fram í greininni að eitt af stærstu vandamálum Gylfa er að komast hreinlega í boltann. Hann er með 15 heppnaðar sendingar að meðaltali á hverjar 90 mínútur en þar er hann aðeins í 79. sæti af þeim 83 miðjumönnum sem spila alvöru mínútur í ensku úrvalsdeildinni.Mynd/Tafla Sky SportsDæmi um sömu tölur hjá „tíum“ liðanna eru 63,3 heppnaðar sendingar á 90 mín. hjá David Silva í lið Manchester City, 48,5 heppanaðar á 90 mín, hjá Christian Eriksen hjá Tottenham og 39,0 heppnaðar á hverjar 90 mínútur hjá Aaron Ramsey hjá Arsenal. Gylfi er líka á eftir mönnum eins og James Maddison hjá Leicester (37,7 heppnaðar á 90 mín.) og Pascal Gross hjá Brighton & Hove Albion (20,6). Hingað til á tímabilinu á Gylfi aðeins 4,6 prósent af heppnuðum sendingum Everton-liðsins og aðeins 6,3 prósent af heppnuðum sendingum Everton á síðasta þriðjungnum. Þetta er mjög sláandi tölur og lýsa í raun aðalavandamáli Gylfa. Það efast enginn um sparkgetu hans eða sendingagetu en vandamálið hjá honum er hreinlega að komast í boltann í leikjum Everton. Matt Cheetham hjá Sky Sports hrósar Gylfa fyrir falleg mörk og öflugar fyrirgjafir úr föstum leikatriðum sem og fyrir vinnusemi sína þegar liðið er ekki með boltann. Hann segir líka að framlag frá Gylfa sé lykilatriði ætli Everton liðið að gera eitthvað á leiktíðinni. Á meðan þeir koma honum ekki í boltann þá verður mjög erfutt fyrir Everton liðið að stýra leiknum og opna varnir mótherjanna. Það má lesa alla grein Matt Cheetham á vef Sky Sports með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Enski boltinn Fleiri fréttir Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira