Sky Sports: Af hverju er Gylfi Sigurðsson ennþá að ströggla hjá Everton? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2018 10:30 Gylfi Þór Sigurðsson skoraði eina mark sitt á tímabilinu á móti Rotherham United í enska deildabikarnum. Vísir/Getty Gylfi Þór Sigurðsson hafði ekkert að segja við íslensku þjóðina eftir tapið á móti Belgíu á Laugardalsvellinum í gær en enski risafjölmiðillinn Sky Sports hefur ýmislegt að segja um íslenska landsliðsmanninn í dag. Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað um næstu helgi og þar verður Gylfi Þór Sigurðsson í sviðsljósinu með liði Everton. Everton keypti Gylfa fyrir metfé frá Swansea City fyrir einu ári síðan og það er óhætt að segja að íslenski miðjumaðurinn hafi ekki staðið undir þeim verðmiða á fyrstu tólf mánuðum sínum á Goodison Park. Matt Cheetham hjá Sky Sports skoðar tölfræði Gylfa í grein sinni á heimsíðu Sky Sports og reynir að komast að því af hverju Gylfi sé að strögla hjá Everton. Cheetham nefnir það sérstaklega að Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, hafi tekið Gylfa af velli fjórtán mínútum fyrir leikslok þegar liðið þurfti mark. Marco Silva tók þá manninn af velli sem var einmitt keyptur til félagsins til að opna þéttar varnir mótherjanna.Why is Gylfi Sigurdsson still struggling at Everton? We take a look at the stats... https://t.co/R2JuXU4M3Wpic.twitter.com/p7a3Y4EDln — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 12, 2018 Gylfi átti aðeins 10 heppnaðar sendingar í leiknum og skapaði bara eitt færi fyrir félaga sína. Hann náði ekki einu skoti í leiknum, sólaði engan og kom aldrei við boltann í vítateig Huddersfield. Ekki beint glæsilegar tölur. Gylfi átti aðeins 10 af 328 heppnuðum sendingum þær 76 mínútur sem hann spilaði á móti Huddersfield en það eru aðeins þrjú prósent sendinganna hjá manni sem þarf að vera mikið í boltanum. Varamaðurinn Ademola Lookman náði fleiri heppnuðum sendingum en Gylfi. Í grein Sky Sports er nefnt sérstaklega hvað Gylfa gengur illa að skapa færi í opnum leik en hann skapaði aðeins sextán færi í opnum leik allt síðasta tímabil. Mörkin voru fjögur og stoðsendingarnar þrjár. Liðsfélagar hans Dominic Calvert-Lewin og Leighton Baines bjuggu til fleiri marktækifæri hjá Everton og það gerðu líka menn eins og Mark Noble, Darren Fletcher og Jake Livermore. Það kemur vel fram í greininni að eitt af stærstu vandamálum Gylfa er að komast hreinlega í boltann. Hann er með 15 heppnaðar sendingar að meðaltali á hverjar 90 mínútur en þar er hann aðeins í 79. sæti af þeim 83 miðjumönnum sem spila alvöru mínútur í ensku úrvalsdeildinni.Mynd/Tafla Sky SportsDæmi um sömu tölur hjá „tíum“ liðanna eru 63,3 heppnaðar sendingar á 90 mín. hjá David Silva í lið Manchester City, 48,5 heppanaðar á 90 mín, hjá Christian Eriksen hjá Tottenham og 39,0 heppnaðar á hverjar 90 mínútur hjá Aaron Ramsey hjá Arsenal. Gylfi er líka á eftir mönnum eins og James Maddison hjá Leicester (37,7 heppnaðar á 90 mín.) og Pascal Gross hjá Brighton & Hove Albion (20,6). Hingað til á tímabilinu á Gylfi aðeins 4,6 prósent af heppnuðum sendingum Everton-liðsins og aðeins 6,3 prósent af heppnuðum sendingum Everton á síðasta þriðjungnum. Þetta er mjög sláandi tölur og lýsa í raun aðalavandamáli Gylfa. Það efast enginn um sparkgetu hans eða sendingagetu en vandamálið hjá honum er hreinlega að komast í boltann í leikjum Everton. Matt Cheetham hjá Sky Sports hrósar Gylfa fyrir falleg mörk og öflugar fyrirgjafir úr föstum leikatriðum sem og fyrir vinnusemi sína þegar liðið er ekki með boltann. Hann segir líka að framlag frá Gylfa sé lykilatriði ætli Everton liðið að gera eitthvað á leiktíðinni. Á meðan þeir koma honum ekki í boltann þá verður mjög erfutt fyrir Everton liðið að stýra leiknum og opna varnir mótherjanna. Það má lesa alla grein Matt Cheetham á vef Sky Sports með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson hafði ekkert að segja við íslensku þjóðina eftir tapið á móti Belgíu á Laugardalsvellinum í gær en enski risafjölmiðillinn Sky Sports hefur ýmislegt að segja um íslenska landsliðsmanninn í dag. Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað um næstu helgi og þar verður Gylfi Þór Sigurðsson í sviðsljósinu með liði Everton. Everton keypti Gylfa fyrir metfé frá Swansea City fyrir einu ári síðan og það er óhætt að segja að íslenski miðjumaðurinn hafi ekki staðið undir þeim verðmiða á fyrstu tólf mánuðum sínum á Goodison Park. Matt Cheetham hjá Sky Sports skoðar tölfræði Gylfa í grein sinni á heimsíðu Sky Sports og reynir að komast að því af hverju Gylfi sé að strögla hjá Everton. Cheetham nefnir það sérstaklega að Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, hafi tekið Gylfa af velli fjórtán mínútum fyrir leikslok þegar liðið þurfti mark. Marco Silva tók þá manninn af velli sem var einmitt keyptur til félagsins til að opna þéttar varnir mótherjanna.Why is Gylfi Sigurdsson still struggling at Everton? We take a look at the stats... https://t.co/R2JuXU4M3Wpic.twitter.com/p7a3Y4EDln — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) September 12, 2018 Gylfi átti aðeins 10 heppnaðar sendingar í leiknum og skapaði bara eitt færi fyrir félaga sína. Hann náði ekki einu skoti í leiknum, sólaði engan og kom aldrei við boltann í vítateig Huddersfield. Ekki beint glæsilegar tölur. Gylfi átti aðeins 10 af 328 heppnuðum sendingum þær 76 mínútur sem hann spilaði á móti Huddersfield en það eru aðeins þrjú prósent sendinganna hjá manni sem þarf að vera mikið í boltanum. Varamaðurinn Ademola Lookman náði fleiri heppnuðum sendingum en Gylfi. Í grein Sky Sports er nefnt sérstaklega hvað Gylfa gengur illa að skapa færi í opnum leik en hann skapaði aðeins sextán færi í opnum leik allt síðasta tímabil. Mörkin voru fjögur og stoðsendingarnar þrjár. Liðsfélagar hans Dominic Calvert-Lewin og Leighton Baines bjuggu til fleiri marktækifæri hjá Everton og það gerðu líka menn eins og Mark Noble, Darren Fletcher og Jake Livermore. Það kemur vel fram í greininni að eitt af stærstu vandamálum Gylfa er að komast hreinlega í boltann. Hann er með 15 heppnaðar sendingar að meðaltali á hverjar 90 mínútur en þar er hann aðeins í 79. sæti af þeim 83 miðjumönnum sem spila alvöru mínútur í ensku úrvalsdeildinni.Mynd/Tafla Sky SportsDæmi um sömu tölur hjá „tíum“ liðanna eru 63,3 heppnaðar sendingar á 90 mín. hjá David Silva í lið Manchester City, 48,5 heppanaðar á 90 mín, hjá Christian Eriksen hjá Tottenham og 39,0 heppnaðar á hverjar 90 mínútur hjá Aaron Ramsey hjá Arsenal. Gylfi er líka á eftir mönnum eins og James Maddison hjá Leicester (37,7 heppnaðar á 90 mín.) og Pascal Gross hjá Brighton & Hove Albion (20,6). Hingað til á tímabilinu á Gylfi aðeins 4,6 prósent af heppnuðum sendingum Everton-liðsins og aðeins 6,3 prósent af heppnuðum sendingum Everton á síðasta þriðjungnum. Þetta er mjög sláandi tölur og lýsa í raun aðalavandamáli Gylfa. Það efast enginn um sparkgetu hans eða sendingagetu en vandamálið hjá honum er hreinlega að komast í boltann í leikjum Everton. Matt Cheetham hjá Sky Sports hrósar Gylfa fyrir falleg mörk og öflugar fyrirgjafir úr föstum leikatriðum sem og fyrir vinnusemi sína þegar liðið er ekki með boltann. Hann segir líka að framlag frá Gylfa sé lykilatriði ætli Everton liðið að gera eitthvað á leiktíðinni. Á meðan þeir koma honum ekki í boltann þá verður mjög erfutt fyrir Everton liðið að stýra leiknum og opna varnir mótherjanna. Það má lesa alla grein Matt Cheetham á vef Sky Sports með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira