Hópferðir farnar til að sækja tannlæknaþjónustu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 27. ágúst 2018 21:00 Þekkt dæmi eru um að Íslendingar fari í hópferðir til Austur - Evrópu til að sækja sér hagstæðari tannlæknaþjónustu en talsverður munur getur verið á kostnaði. Algengt er að ungt fólk með illa farnar tennur fari þessa leið. Tannlæknastofur í Evrópu hafa ráðið til starfa íslenska umboðsmenn til að ná til Íslendinga og bjóða þeim tannlæknaþjónustu ytra. En talsverður munur getur verið á kostnaði á tannlæknaþjónustu hér á landi og í sumum öðrum löndum. Í Morgunblaðinu í dag sagði formaður tannlæknafélagsins að ódýrari vinnuafl og hráefni gæti skýrt verðmuninn. Hún segir ljóst að ferðirnar séu að færast í aukanna. Tannlæknastofurnar eru farnar að herja á íslenskan auglýsingamarkað og nota ýmsar leiðir til að fá hópa til sín. Þóra Guðmundsdóttir sótti þjónustuna út fyrir landsteinana. Í kjölfarið stofnaði hún hópinn tannlæknar í útlöndum á Facebook til að fólk geti deilt reynslusögum. „Auðvitað getur þessu fylgt áhætta. En ég meina þetta er ekki þriðja heimsríki. Þetta eru lönd sem eru með mjög vel menntaða tannlækna og vel útbúnar stofur. Það er líka aðgangur að öðrum læknum ef þarf á að halda,” segir hún. Sjálf hafði Þóra ekki efni á að leita til tannlæknis í mörg ár og þekkir marga með sömu reynslu. „Ég myndi segja að þessi hópur sem fer skiptist í tvennt. Annars vegar þeir sem hafa ekki annarra kosta völ, það er annað hvort spurning um að gera þetta svona og fara, eða bara gera ekki neitt. Svo eru hinir sem eiga pening sem sjá kannski ekki ástæðu til borga 500 þúsund þegar þú kemst upp með að borga 120 þúsund,” segir hún. Hún segir tannheilsu Íslendinga almennt lélega. „Það sem kom mér hryllilega á óvart er að það eru ungar stelpur sem eru komnar með heilgóma, bara af því tennurnar á þeim voru svo illa farnar og þær gátu ekki ráðið við það. Höfðu ekki efni á svona implanti og fíneríi. Til þess bara að geta opnað munninn og brosað eru þær komnar með heilgóma, í dag árið 2018,” segir hún. Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira
Þekkt dæmi eru um að Íslendingar fari í hópferðir til Austur - Evrópu til að sækja sér hagstæðari tannlæknaþjónustu en talsverður munur getur verið á kostnaði. Algengt er að ungt fólk með illa farnar tennur fari þessa leið. Tannlæknastofur í Evrópu hafa ráðið til starfa íslenska umboðsmenn til að ná til Íslendinga og bjóða þeim tannlæknaþjónustu ytra. En talsverður munur getur verið á kostnaði á tannlæknaþjónustu hér á landi og í sumum öðrum löndum. Í Morgunblaðinu í dag sagði formaður tannlæknafélagsins að ódýrari vinnuafl og hráefni gæti skýrt verðmuninn. Hún segir ljóst að ferðirnar séu að færast í aukanna. Tannlæknastofurnar eru farnar að herja á íslenskan auglýsingamarkað og nota ýmsar leiðir til að fá hópa til sín. Þóra Guðmundsdóttir sótti þjónustuna út fyrir landsteinana. Í kjölfarið stofnaði hún hópinn tannlæknar í útlöndum á Facebook til að fólk geti deilt reynslusögum. „Auðvitað getur þessu fylgt áhætta. En ég meina þetta er ekki þriðja heimsríki. Þetta eru lönd sem eru með mjög vel menntaða tannlækna og vel útbúnar stofur. Það er líka aðgangur að öðrum læknum ef þarf á að halda,” segir hún. Sjálf hafði Þóra ekki efni á að leita til tannlæknis í mörg ár og þekkir marga með sömu reynslu. „Ég myndi segja að þessi hópur sem fer skiptist í tvennt. Annars vegar þeir sem hafa ekki annarra kosta völ, það er annað hvort spurning um að gera þetta svona og fara, eða bara gera ekki neitt. Svo eru hinir sem eiga pening sem sjá kannski ekki ástæðu til borga 500 þúsund þegar þú kemst upp með að borga 120 þúsund,” segir hún. Hún segir tannheilsu Íslendinga almennt lélega. „Það sem kom mér hryllilega á óvart er að það eru ungar stelpur sem eru komnar með heilgóma, bara af því tennurnar á þeim voru svo illa farnar og þær gátu ekki ráðið við það. Höfðu ekki efni á svona implanti og fíneríi. Til þess bara að geta opnað munninn og brosað eru þær komnar með heilgóma, í dag árið 2018,” segir hún.
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Sjá meira