„Krakkar sem ég þekki vilja taka samræmdu prófin“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. mars 2018 19:45 Nemendum í níunda bekk gefst kostur á að þreyta að nýju könnunarpróf í ensku og íslensku sem fresta þurfti í síðustu viku en niðurstöður prófanna verða ekki notaðar við mat á umsóknum um framhaldsskólavist. Menntamálaráðherra fundaði í morgun með helstu hagsmunaaðilum þar sem komist var að niðurstöðu um hvernig bregðast skyldi við. Fulltrúar nemenda sem sátu fundinn segja það sína upplifun að nemendur vilji almennt þreyta prófin. Þátttaka í könnunarprófunum verður valkvæð samkvæmt ákvörðun ráðherra en þeir nemendur sem luku prófunum í liðinni viku fá afhentar niðurstöður úr þeim. Þá verður vinnuhópi falið að gera tillögu að framtíðarstefnu um samræmd könnunarpróf. „Við erum ekki kannski endilega alltaf alveg sammála um hvaða ákvörðun eða hvaða nálgun sé best. En hins vegar þegar við erum að taka ákvörðun þá þarf að gæta meðalhófs, þá þarf að gæta jafnræðis,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra í samtali við Stöð 2 að fundi loknum í morgun. Fulltrúar ungmennaráðs umboðsmanns barna voru meðal þeirra sem sátu fund ráðherra. „Alla vega krakkar sem ég þekki þau vilja taka samræmdu prófin, þau vilja vita hvar þau standa á landinu,“ segir Rakel Sól Pétursdóttir, nemandi í 10. bekk. „Ég held algjörlega að þeir sem að vilja taka prófið aftur eiga að fá að taka prófið aftur og fá niðurstöðu sína þannig,“ segir stalla hennar, Auður Bjarnadóttir, en hún segir það hafa verið nemendum mikið áfall hversu illa til tókst í síðustu viku. Þær setja einnig spurningamerki við það hvort prófin eigi að vera rafræn. „Mín skoðin er náttúrlega að þau ættu ekki að vera haldin á tölvu rafrænt þar sem það getur verið erfitt að lesa í lesskylningi og reikna stærðfræðina,“ segir Auður. Öllum mun bjóðast að þreyta sambærileg könnunarpróf að nýju en þeir nemendur sem kjósa að taka ekki umrædd próf aftur verða leystir undan prófskyldu. Þá munu stjórnendur í hverjum skóla ákveða hvort þeir leggja prófin fyrir nemendur sína í vor eða haust. Menntamálastofnun hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir hvernig staðið var að framkvæmdinni en það er bandarískt fyrirtæki sem þjónustar prófakerfið sem brást í síðustu viku. „Við höfum þegar sett af stað tæknihóp sem er núna að skoða hvað fór úrskeiðis við þessa fyrirlögn, tæknilega skoða gagnagrunninn, eins alla ferla hjá okkur, gerðum við einhver mistök í samskiptum við þetta fyrirtæki og í öðrum undirbúningi?“ segir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar. Tengdar fréttir Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17 Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. 14. mars 2018 17:22 Mistök við framkvæmd samræmdra prófa: „Sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum“ Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. 9. mars 2018 12:30 Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Sjá meira
Nemendum í níunda bekk gefst kostur á að þreyta að nýju könnunarpróf í ensku og íslensku sem fresta þurfti í síðustu viku en niðurstöður prófanna verða ekki notaðar við mat á umsóknum um framhaldsskólavist. Menntamálaráðherra fundaði í morgun með helstu hagsmunaaðilum þar sem komist var að niðurstöðu um hvernig bregðast skyldi við. Fulltrúar nemenda sem sátu fundinn segja það sína upplifun að nemendur vilji almennt þreyta prófin. Þátttaka í könnunarprófunum verður valkvæð samkvæmt ákvörðun ráðherra en þeir nemendur sem luku prófunum í liðinni viku fá afhentar niðurstöður úr þeim. Þá verður vinnuhópi falið að gera tillögu að framtíðarstefnu um samræmd könnunarpróf. „Við erum ekki kannski endilega alltaf alveg sammála um hvaða ákvörðun eða hvaða nálgun sé best. En hins vegar þegar við erum að taka ákvörðun þá þarf að gæta meðalhófs, þá þarf að gæta jafnræðis,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra í samtali við Stöð 2 að fundi loknum í morgun. Fulltrúar ungmennaráðs umboðsmanns barna voru meðal þeirra sem sátu fund ráðherra. „Alla vega krakkar sem ég þekki þau vilja taka samræmdu prófin, þau vilja vita hvar þau standa á landinu,“ segir Rakel Sól Pétursdóttir, nemandi í 10. bekk. „Ég held algjörlega að þeir sem að vilja taka prófið aftur eiga að fá að taka prófið aftur og fá niðurstöðu sína þannig,“ segir stalla hennar, Auður Bjarnadóttir, en hún segir það hafa verið nemendum mikið áfall hversu illa til tókst í síðustu viku. Þær setja einnig spurningamerki við það hvort prófin eigi að vera rafræn. „Mín skoðin er náttúrlega að þau ættu ekki að vera haldin á tölvu rafrænt þar sem það getur verið erfitt að lesa í lesskylningi og reikna stærðfræðina,“ segir Auður. Öllum mun bjóðast að þreyta sambærileg könnunarpróf að nýju en þeir nemendur sem kjósa að taka ekki umrædd próf aftur verða leystir undan prófskyldu. Þá munu stjórnendur í hverjum skóla ákveða hvort þeir leggja prófin fyrir nemendur sína í vor eða haust. Menntamálastofnun hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir hvernig staðið var að framkvæmdinni en það er bandarískt fyrirtæki sem þjónustar prófakerfið sem brást í síðustu viku. „Við höfum þegar sett af stað tæknihóp sem er núna að skoða hvað fór úrskeiðis við þessa fyrirlögn, tæknilega skoða gagnagrunninn, eins alla ferla hjá okkur, gerðum við einhver mistök í samskiptum við þetta fyrirtæki og í öðrum undirbúningi?“ segir Arnór Guðmundsson, forstjóri Menntamálastofnunar.
Tengdar fréttir Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17 Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. 14. mars 2018 17:22 Mistök við framkvæmd samræmdra prófa: „Sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum“ Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. 9. mars 2018 12:30 Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Sjá meira
Óháður aðili fer yfir framkvæmd samræmdra prófa Verða niðurstöður þeirrar athugunar gerðar opinberar þegar þær liggja fyrir. 12. mars 2018 12:17
Vilja skoða hvort leggja eigi niður samræmd próf Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur lagt fram tillögu um að fyrirkomulag samræmdra prófa verði tekið til endurskoðunar og komið verði af stað vinnu við endurmat. 14. mars 2018 17:22
Mistök við framkvæmd samræmdra prófa: „Sárt að valda nemendum, foreldrum og skólafólki vonbrigðum“ Sverrir Óskarsson, sviðsstjóri matssviðs Menntamálastofnunar, sem sér um framkvæmd samræmdra könnunarprófa, segir það gríðarleg vonbrigði að tæknilegir örðugleikar hafi komið við framkvæmd samræmds prófs í ensku í morgun. 9. mars 2018 12:30
Aftur vandræði með samræmdu prófin: „Þarf ekki bara að endurræsa Menntamálastofnun?“ Svo virðist sem að aftur hafi komið upp vandræði með framkvæmd samræmdra prófa í níunda bekk. Þriðja og síðasta prófið átti að hefjast klukkan níu en prófakerfið virkar ekki sem skyldi. 9. mars 2018 09:24