Landsliðsmarkverðirnir Rúnar Alex Rúnarsson og Hannes Þór Halldórsson mættust í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar Nordsjælland heimsótti Randers.
Þeir félagar höfðu mismikið að gera því Hannes Þór hafði í nógu að snúast í marki Randers á meðan vaktin var nokkuð róleg hjá Rúnari.
Fór að lokum svo að Nordsjælland vann öruggan 0-3 sigur og styrkti þar með stöðu sína í 3.sæti deildarinnar. Hannes og félagar í Randers hins vegar enn í 5.sæti.
