Fékk þyngri dóm fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. desember 2018 19:45 Landsréttur féllst ekki á að konan hefði ráðist á fólkið í nauðvörn. Vísir/vilhelm Landsréttur hefur þyngt dóm yfir ástralskri konu, sem m.a. var ákærð fyrir að hafa bitið tungu eiginmanns síns í sundur. Konan var dæmd í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði í mars en hefur nú verið dæmd í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna.Fjallað var um málið á Vísi á sínum tíma en lögreglu barst tilkynning um atvikið aðfararnótt miðvikudagsins 1. nóvember í fyrra. Farið var fram á farbann yfir konunni vegna málsins.Býr við afleiðingar tungubitsins um ókomna tíð Konan var dæmd í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði í mars. Henni var gefið að sök stórfellt ofbeldisbrot í nánu sambandi og líkamsárás með því að hafa umrædda nótt veist með ofbeldi að eiginmanni sínum, klórað hann í andlit, slegið hann og bitið í tungu hans þannig að hún fór í sundur. Þá er henni einnig gefið að sök að hafa ítrekað veist með ofbeldi að konu, sem kom með ákærðu og eiginmanni hennar heim í íbúðina umrætt kvöld. Sauma þurfti 30 spor til að festa tunguhlutann sem konan beit af aftur á. Aðgerðin skilaði ekki árangri og var tunguhlutinn úrskurðaður ónýtur. Í vitnisburði sínum fyrir Landsrétti lýsti maðurinn afleiðingum áverkans en við þær mun hann búa um ókomna tíð. 1,8 milljón í miskabætur vegna bitsins Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 9. apríl síðastliðinn og krafðist ákæruvaldið þess að refsingin yrði þyngd. Eiginmaðurinn krafðist jafnframt fjögurra milljóna í miskabætur og konan sem ákærða veittist að krafðist einnar milljónar. Í niðurstöðu Landsréttar segir að miðað við framburð ákærðu og frásögn þolenda verði lagt til grundvallar að ákærða hafi unnið þær líkamsárásir sem henni eru gefnar að sök. Ekki er unnt að fallast á að viðbrögð hennar hafi byggt á neyðarvörn. Í dómsorðum segir að ákærða skuli sæta fangelsi í átján mánuði og þar af eru fimmtán mánuðir skilorðsbundnir. Þá greiði hún eiginmanni sínum 1,8 milljón krónur og allan áfrýjunarkostnað málsins. Hervör Þorvaldsdóttir Landsréttardómari skilaði sératkvæði í málinu. Hún sagðist samþykk niðurstöðunni utan þess að ekki ætti að binda refsingu ákærðu skilorði. Þar sé einkum litið til hinna alvarlegu afleiðinga sem brot hennar hafði í för með sér Dómsmál Tengdar fréttir Segist hafa bitið tungu eiginmannsins óvart og ekki skilið eigin styrk Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur gagnvartkonu sem grunuð er um að hafa bitið tunguna af eiginmanni sínum. Konan segir að hún hafi óvart bitið í tungu mannsins. 3. nóvember 2017 18:11 Beit tunguna úr manni sínum Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt. 1. nóvember 2017 16:53 Dæmd í 12 mánaða fangelsi fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Þá hefur konunni verið gert að greiða bæði eiginmanni sínum og konu, sem hún veittist einnig að með ofbeldi, miskabætur. 13. mars 2018 21:15 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Landsréttur hefur þyngt dóm yfir ástralskri konu, sem m.a. var ákærð fyrir að hafa bitið tungu eiginmanns síns í sundur. Konan var dæmd í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði í mars en hefur nú verið dæmd í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundna.Fjallað var um málið á Vísi á sínum tíma en lögreglu barst tilkynning um atvikið aðfararnótt miðvikudagsins 1. nóvember í fyrra. Farið var fram á farbann yfir konunni vegna málsins.Býr við afleiðingar tungubitsins um ókomna tíð Konan var dæmd í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi í héraði í mars. Henni var gefið að sök stórfellt ofbeldisbrot í nánu sambandi og líkamsárás með því að hafa umrædda nótt veist með ofbeldi að eiginmanni sínum, klórað hann í andlit, slegið hann og bitið í tungu hans þannig að hún fór í sundur. Þá er henni einnig gefið að sök að hafa ítrekað veist með ofbeldi að konu, sem kom með ákærðu og eiginmanni hennar heim í íbúðina umrætt kvöld. Sauma þurfti 30 spor til að festa tunguhlutann sem konan beit af aftur á. Aðgerðin skilaði ekki árangri og var tunguhlutinn úrskurðaður ónýtur. Í vitnisburði sínum fyrir Landsrétti lýsti maðurinn afleiðingum áverkans en við þær mun hann búa um ókomna tíð. 1,8 milljón í miskabætur vegna bitsins Ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar 9. apríl síðastliðinn og krafðist ákæruvaldið þess að refsingin yrði þyngd. Eiginmaðurinn krafðist jafnframt fjögurra milljóna í miskabætur og konan sem ákærða veittist að krafðist einnar milljónar. Í niðurstöðu Landsréttar segir að miðað við framburð ákærðu og frásögn þolenda verði lagt til grundvallar að ákærða hafi unnið þær líkamsárásir sem henni eru gefnar að sök. Ekki er unnt að fallast á að viðbrögð hennar hafi byggt á neyðarvörn. Í dómsorðum segir að ákærða skuli sæta fangelsi í átján mánuði og þar af eru fimmtán mánuðir skilorðsbundnir. Þá greiði hún eiginmanni sínum 1,8 milljón krónur og allan áfrýjunarkostnað málsins. Hervör Þorvaldsdóttir Landsréttardómari skilaði sératkvæði í málinu. Hún sagðist samþykk niðurstöðunni utan þess að ekki ætti að binda refsingu ákærðu skilorði. Þar sé einkum litið til hinna alvarlegu afleiðinga sem brot hennar hafði í för með sér
Dómsmál Tengdar fréttir Segist hafa bitið tungu eiginmannsins óvart og ekki skilið eigin styrk Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur gagnvartkonu sem grunuð er um að hafa bitið tunguna af eiginmanni sínum. Konan segir að hún hafi óvart bitið í tungu mannsins. 3. nóvember 2017 18:11 Beit tunguna úr manni sínum Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt. 1. nóvember 2017 16:53 Dæmd í 12 mánaða fangelsi fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Þá hefur konunni verið gert að greiða bæði eiginmanni sínum og konu, sem hún veittist einnig að með ofbeldi, miskabætur. 13. mars 2018 21:15 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Segist hafa bitið tungu eiginmannsins óvart og ekki skilið eigin styrk Hæstiréttur hefur staðfest farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur gagnvartkonu sem grunuð er um að hafa bitið tunguna af eiginmanni sínum. Konan segir að hún hafi óvart bitið í tungu mannsins. 3. nóvember 2017 18:11
Beit tunguna úr manni sínum Farið verður fram á farbann yfir konu eftir óhefðbundna líkamsárás í Reykjavík í nótt. 1. nóvember 2017 16:53
Dæmd í 12 mánaða fangelsi fyrir að bíta tungu eiginmanns síns í sundur Þá hefur konunni verið gert að greiða bæði eiginmanni sínum og konu, sem hún veittist einnig að með ofbeldi, miskabætur. 13. mars 2018 21:15
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent