Nánasti vandamaður getur virt fyrirmæli hins látna að vettugi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 7. júní 2018 08:00 Rúmlega tíu prósent þjóðarinnar hafa skráð sig á lista Landlæknis fyrir líffæragjafa frá 2014. Vísir/Getty Frá og með næstu áramótum verða allir þeir sem ekki hafa hug á að líffæri þeirra, að þeim látnum, verði notuð við læknismeðferð annars einstaklings að gefa andstöðu sína upp meðan þeir lifa. Frumvarp um ætlað samþykki við líffæragjöf, í stað ætlaðrar neitunar, var samþykkt á Alþingi í gær. Lögin taka gildi fyrsta dag ársins 2019. Í upphafi gerði frumvarpið ráð fyrir því að ætlað samþykki lægi fyrir hjá einstaklingum sem væru sjálfráða en sú breyting var felld úr lögunum við meðferð þingsins. Í frumvarpinu felst hins vegar að óheimilt sé að slík aðgerð fari fram leggist nánasti vandamaður hans gegn því. Slíkt gildir óháð því hvort um yfirlýst samþykki er að ræða eða ætlað samþykki.Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins„Þetta varð niðurstaðan í nefndinni, að reka þennan varnagla. Almennt er það mikill léttir fyrir aðstandendur að þekkja vilja hins látna og nær undantekningalaust virða þeir afstöðu hans,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, en hún var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.Sjá einnig: Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Meðan á undirbúningi málsins stóð var meðal annars rætt við líffæragjafarteymi á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Í þeim viðræðum kom fram að aðeins er eitt þekkt tilfelli í Svíþjóð þar sem aðstandendur viku frá vilja hins látna. „Þessi lög eru mjög ánægjulegur áfangi,“ segir Runólfur Pálsson, umsjónarmaður líffæraígræðsluteymis Landspítalans. Tölur og gögn frá ríkjum heimsins benda til þess að í löndum þar sem ætlað samþykki er lögfest sé gjafatíðni líffæra hærri en í ríkjum sem búa ekki við slík lög. Hingað til hefur sú leið verið farin hér á landi að fólk þurfi að láta vilja sinn til líffæragjafar skýrt í ljós. Stjórnvöld hafa meðal annars ráðist í herferðir til að fjölga á lista líffæragjafa en það hefur skilað sér í því að rétt rúm tíu prósent landsmanna eru á þeim lista. „Staðreyndin er sú að í flestum tilfellum liggur ekkert fyrir um afstöðu mögulegs gefanda. Liggi slíkt ekki fyrir hefur verið leitað til aðstandenda til að kanna hvort afstaða hins látna hafi legið fyrir meðan hann lifði,“ segir Runólfur. Í lögunum er kveðið á um að velferðarráðuneytið þurfi að kynna innihald þeirra fyrir landsmönnum áður en þau taka gildi um næstu áramót. Þeir sem eindregið leggjast gegn því að líffæri þeirra séu notuð verða að gefa þá afstöðu sína upp á þar til gerðu skráningarformi Embættis landlæknis. „Ég vil ítreka við fólk að ræða um afstöðu sína við eldhúsborðið heima. Slíkt getur komið í veg fyrir að fólk lendi í erfiðri stöðu ef slys eða sjúkdóm aðstandanda ber að,“ segir Silja Dögg. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 6. júní 2018 14:57 Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist. 6. júní 2018 19:15 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Frá og með næstu áramótum verða allir þeir sem ekki hafa hug á að líffæri þeirra, að þeim látnum, verði notuð við læknismeðferð annars einstaklings að gefa andstöðu sína upp meðan þeir lifa. Frumvarp um ætlað samþykki við líffæragjöf, í stað ætlaðrar neitunar, var samþykkt á Alþingi í gær. Lögin taka gildi fyrsta dag ársins 2019. Í upphafi gerði frumvarpið ráð fyrir því að ætlað samþykki lægi fyrir hjá einstaklingum sem væru sjálfráða en sú breyting var felld úr lögunum við meðferð þingsins. Í frumvarpinu felst hins vegar að óheimilt sé að slík aðgerð fari fram leggist nánasti vandamaður hans gegn því. Slíkt gildir óháð því hvort um yfirlýst samþykki er að ræða eða ætlað samþykki.Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins„Þetta varð niðurstaðan í nefndinni, að reka þennan varnagla. Almennt er það mikill léttir fyrir aðstandendur að þekkja vilja hins látna og nær undantekningalaust virða þeir afstöðu hans,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, en hún var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.Sjá einnig: Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Meðan á undirbúningi málsins stóð var meðal annars rætt við líffæragjafarteymi á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Svíþjóð. Í þeim viðræðum kom fram að aðeins er eitt þekkt tilfelli í Svíþjóð þar sem aðstandendur viku frá vilja hins látna. „Þessi lög eru mjög ánægjulegur áfangi,“ segir Runólfur Pálsson, umsjónarmaður líffæraígræðsluteymis Landspítalans. Tölur og gögn frá ríkjum heimsins benda til þess að í löndum þar sem ætlað samþykki er lögfest sé gjafatíðni líffæra hærri en í ríkjum sem búa ekki við slík lög. Hingað til hefur sú leið verið farin hér á landi að fólk þurfi að láta vilja sinn til líffæragjafar skýrt í ljós. Stjórnvöld hafa meðal annars ráðist í herferðir til að fjölga á lista líffæragjafa en það hefur skilað sér í því að rétt rúm tíu prósent landsmanna eru á þeim lista. „Staðreyndin er sú að í flestum tilfellum liggur ekkert fyrir um afstöðu mögulegs gefanda. Liggi slíkt ekki fyrir hefur verið leitað til aðstandenda til að kanna hvort afstaða hins látna hafi legið fyrir meðan hann lifði,“ segir Runólfur. Í lögunum er kveðið á um að velferðarráðuneytið þurfi að kynna innihald þeirra fyrir landsmönnum áður en þau taka gildi um næstu áramót. Þeir sem eindregið leggjast gegn því að líffæri þeirra séu notuð verða að gefa þá afstöðu sína upp á þar til gerðu skráningarformi Embættis landlæknis. „Ég vil ítreka við fólk að ræða um afstöðu sína við eldhúsborðið heima. Slíkt getur komið í veg fyrir að fólk lendi í erfiðri stöðu ef slys eða sjúkdóm aðstandanda ber að,“ segir Silja Dögg.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 6. júní 2018 14:57 Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist. 6. júní 2018 19:15 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Alþingi samþykkti lög um ætlað samþykki til líffæragjafa Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um líffæraflutninga þannig að framvegis verður gert ráð fyrir að allir séu samþykkir brottnámi líffæris að sér látnum nema tilefni sé til að ætla annað. 6. júní 2018 14:57
Silja vonar að líffæragjöfum fjölgi með nýju lögunum Frumvarp um ætlað samþykki fyrir líffæragjöf eftir andlát varð að lögum á Alþingi í dag. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins vonar að lögin muni fjölga líffæragjöfum og að umræða og fræðla um þessi mál aukist. 6. júní 2018 19:15