England vann 2-0 sigur á Kosta Ríka og Portúgal rúllaði yfir Alsír 3-0 en þetta voru síðustu vináttulandsleikir liðanna fyrir HM.
Fyrsta mark leiksins kom á þrettándu mínútu er Marcus Rashford skoraði stórkostlegt mark. Hann þrumaði boltanum í netið af löngu færi.
Annað markið lét svo bíða eftir sér en það kom ekki fyrr en á 76. mínútu. Markið skoraði Danny Welbeck eftir undirbúning Dele Alli en báðir komu þeir inn af bekknum. Lokatölur 2-0.
Englendingar halda nú til Rússlands þar sem liðið er með Belgum, Túnis og Panama í riðli. Kosta-Ríka er með Serbíu, Brasilíu og Sviss í riðli í Rússlandi.
Goncalo Guedes, leikmaður Valencia, kom Portúgölum yfir á sautjándu mínútu og tuttugum mínútum síðar tvöfaldaði Bruno Fernandes, leikmaður Sporting, forystuna.
Goncalo Guedes skoraði annað mark sitt og þriðja mark Portúgals á 55. mínútu en Portúgalar eru í riðli Spáni, Marokkó og Íran á HM.
England og Portúgal með sigur í farteskinu á HM
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik
Enski boltinn

„Ég hélt að við værum komin lengra“
Enski boltinn


„Betra er seint en aldrei“
Enski boltinn



Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs
Enski boltinn



Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast
Enski boltinn