Bragi kjörinn í barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. júní 2018 16:19 Bragi Guðbrandsson. vísir/vilhelm Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var í dag kjörinn í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins til næstu fjögurra ára. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en atkvæðagreiðslan fór fram á fundi aðildarríkja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem haldinn var í New York í dag. Bragi fékk 155 atkvæði af 195. Átján frambjóðendur sóttust eftir níu sætum í nefndinni. Bragi, ásamt fulltrúa Samóa, fékk næstflest atkvæði allra en fulltrúi Marokkó hlaut 160 atkvæði. Bragi hefur verið í leyfi frá starfi sínu sem forstjóri Barnaverndarstofu frá því í febrúar en þar sem hann hefur nú náð kjöri í barnaréttarnefndina mun hann láta af starfi forstjóra. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, fagnar úrslitum atkvæðagreiðslunnar. „Ég er ánægður með þessa niðurstöðu. Ísland hefur nú fengið rödd á þessum mikilvæga vettvangi þar sem talað er fyrir réttindum barna og bættri stöðu þeirra á grundvelli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Áratuga reynsla og þekking Braga Guðbrandssonar á málefnum barna og þátttaka hans í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði mun án efa nýtast vel í störfum barnaréttarnefndarinnar,“ er haft eftir Ásmundi á vef Stjórnarráðsins.Kvartað til ráðuneytisins vegna starfa Braga Nokkur styr stóð um framboð Braga í nefndina eftir að Stundin fjallaði um að Bragi hefði sem forstjóri Barnaverndarstofu hlutast til í máli sem var til meðferðar hjá barnaverndarnefnd á höfuðborgarsvæðinu. Í umfjölluninni kom fram að Ásmundur Einar hefði haft ítarlegar upplýsingar um afskipti Braga og þrýsting sem hann var sakaður um að hafa beitt barnaverndarstarfsmann. Þá var ráðherra sagður ekki hafa tekið tillit til þessa þegar Bragi var tilnefndur sem fulltrúi Íslands í barnaréttarnefndina af ríkisstjórninni. Þá bárust velferðarráðuneytinu kvartanir frá barnaverndarnefndum í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi vegna Barnaverndarstofu og sérstaklega vegna starfa Braga. Eitt þeirra mála sem kvartað yfir var málið sem fjallað var um í Stundinni. Fór velferðarráðuneytið í athugun á þessum kvörtunum og var niðurstaða ráðuneytisins sú að Bragi hefði ekki gerst brotlegur í starfi heldur farið út fyrir starfssvið sitt. Í byrjun maí var síðan greint frá því að Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari, myndi stýra óháðri úttekt á málsmeðferð og efnislegri athugun velferðarráðuneytisins á kvörtunum barnaverndarnefndanna í garð Barnaverndarstofu og Braga. Var það niðurstaða úttektarinnar að velferðarráðuneytið hefði brotið á Braga við athugun sína þar sem málsmeðferðin hefði ekki samræmst grundvallarreglum stjórnsýsluréttar. Tengdar fréttir „Ekkert tilefni til að vantreysta mér“ Bragi Guðbrandsson segist eiga fullt erindi til starfa sem fulltrúi Íslands hjá Barnaréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Hann njóti mikils trausts á erlendum vettvangi. 2. maí 2018 12:28 Ber traust til Braga þrátt fyrir að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, segist bera fullt traust til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 22:53 Velferðarráðuneytið brást ekki nógu vel við Niðurstaða óháðrar úttektar kynnt. 8. júní 2018 10:57 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, var í dag kjörinn í nefnd Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins til næstu fjögurra ára. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins en atkvæðagreiðslan fór fram á fundi aðildarríkja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem haldinn var í New York í dag. Bragi fékk 155 atkvæði af 195. Átján frambjóðendur sóttust eftir níu sætum í nefndinni. Bragi, ásamt fulltrúa Samóa, fékk næstflest atkvæði allra en fulltrúi Marokkó hlaut 160 atkvæði. Bragi hefur verið í leyfi frá starfi sínu sem forstjóri Barnaverndarstofu frá því í febrúar en þar sem hann hefur nú náð kjöri í barnaréttarnefndina mun hann láta af starfi forstjóra. Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra, fagnar úrslitum atkvæðagreiðslunnar. „Ég er ánægður með þessa niðurstöðu. Ísland hefur nú fengið rödd á þessum mikilvæga vettvangi þar sem talað er fyrir réttindum barna og bættri stöðu þeirra á grundvelli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Áratuga reynsla og þekking Braga Guðbrandssonar á málefnum barna og þátttaka hans í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði mun án efa nýtast vel í störfum barnaréttarnefndarinnar,“ er haft eftir Ásmundi á vef Stjórnarráðsins.Kvartað til ráðuneytisins vegna starfa Braga Nokkur styr stóð um framboð Braga í nefndina eftir að Stundin fjallaði um að Bragi hefði sem forstjóri Barnaverndarstofu hlutast til í máli sem var til meðferðar hjá barnaverndarnefnd á höfuðborgarsvæðinu. Í umfjölluninni kom fram að Ásmundur Einar hefði haft ítarlegar upplýsingar um afskipti Braga og þrýsting sem hann var sakaður um að hafa beitt barnaverndarstarfsmann. Þá var ráðherra sagður ekki hafa tekið tillit til þessa þegar Bragi var tilnefndur sem fulltrúi Íslands í barnaréttarnefndina af ríkisstjórninni. Þá bárust velferðarráðuneytinu kvartanir frá barnaverndarnefndum í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi vegna Barnaverndarstofu og sérstaklega vegna starfa Braga. Eitt þeirra mála sem kvartað yfir var málið sem fjallað var um í Stundinni. Fór velferðarráðuneytið í athugun á þessum kvörtunum og var niðurstaða ráðuneytisins sú að Bragi hefði ekki gerst brotlegur í starfi heldur farið út fyrir starfssvið sitt. Í byrjun maí var síðan greint frá því að Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari, myndi stýra óháðri úttekt á málsmeðferð og efnislegri athugun velferðarráðuneytisins á kvörtunum barnaverndarnefndanna í garð Barnaverndarstofu og Braga. Var það niðurstaða úttektarinnar að velferðarráðuneytið hefði brotið á Braga við athugun sína þar sem málsmeðferðin hefði ekki samræmst grundvallarreglum stjórnsýsluréttar.
Tengdar fréttir „Ekkert tilefni til að vantreysta mér“ Bragi Guðbrandsson segist eiga fullt erindi til starfa sem fulltrúi Íslands hjá Barnaréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Hann njóti mikils trausts á erlendum vettvangi. 2. maí 2018 12:28 Ber traust til Braga þrátt fyrir að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, segist bera fullt traust til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 22:53 Velferðarráðuneytið brást ekki nógu vel við Niðurstaða óháðrar úttektar kynnt. 8. júní 2018 10:57 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
„Ekkert tilefni til að vantreysta mér“ Bragi Guðbrandsson segist eiga fullt erindi til starfa sem fulltrúi Íslands hjá Barnaréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Hann njóti mikils trausts á erlendum vettvangi. 2. maí 2018 12:28
Ber traust til Braga þrátt fyrir að hann hafi farið út fyrir valdsvið sitt Ásmundur Einar Daðason, félags-og jafnréttismálaráðherra, segist bera fullt traust til Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu. 30. apríl 2018 22:53