Slaka á innflytjendalöggjöf vegna skorts á vinnuafli Samúel Karl Ólason skrifar 2. október 2018 13:53 Ráðherrar ríkisstjórnar Þýskalands eftir blaðamannafund í dag. EPA/Clemens Bilan Yfirvöld í Þýskalandi ætla að slaka á innflytjendalöggjöf landsins vegna mikillar vöntunar á verkafólki þar í landi. Meðal annars fela breytingarnar í sér að farandfólki sem aðlagast samfélaginu og er í vinnu verður gert kleift að halda til í Þýskalandi. Þetta var niðurstaða stífra fundarhalda stjórnarflokka Þýskalands á dögunum en breytingarnar þurfa að komast í gegnum þingið áður en þær taka gildi.Samkvæmt AFP fréttaveitunni var ráðherrum ríkisstjórnar Þýskalands mikið í mun að aðskilja verkafólk og hælisleitendur þegar breytingarnar voru tilkynntar. Rúmlega milljón manns hafa sótt um hæli í Þýskalandi frá 2015 og hefur það leitt til deilna í landinu og málefni innflytjenda eru orðin verulega umdeild.Við kynninguna var ítrekað að ekki væri verið að gera fólki, sem hefur sótt um hæli og verið hafnað, kleift að vera áfram í Þýskalandi. Þess í stað væri um að ræða raunsæja lausn fyrir farandfólk sem hefur verið í Þýskalandi til langs tíma. Ekki er hægt að senda aftur til heimalands þess vegna hættu sem þau standa þar frammi fyrir. Atvinnuleysi er í sögulegu lágmarki í Þýskalandi og forsvarsmenn fyrirtækja í landinu, sem státar af stærsta efnahagi Evrópu, hafa lengi kvartað yfir mikilli þörf á verkafólki. Þeir segja þörfina ógna hagvexti. Petar Altmaier, efnahagsráðherra Þýskalands, segir að breytingarnar á innflytjendalöggjöfinni muni sérstaklega hjálpa smærri og meðalstærri fyrirtækjum sem eiga erfitt með að keppa um starfsmenn við stærri fyrirtæki. Vandinn snýr hvað sérstaklega að störfum í vísindum, tölvukerfum og tækni. Hæfu starfsfólki utan Evrópusvæðisins verður hleypt inn í Þýskaland, tímabundið, en þau verða að geta talað þýsku. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
Yfirvöld í Þýskalandi ætla að slaka á innflytjendalöggjöf landsins vegna mikillar vöntunar á verkafólki þar í landi. Meðal annars fela breytingarnar í sér að farandfólki sem aðlagast samfélaginu og er í vinnu verður gert kleift að halda til í Þýskalandi. Þetta var niðurstaða stífra fundarhalda stjórnarflokka Þýskalands á dögunum en breytingarnar þurfa að komast í gegnum þingið áður en þær taka gildi.Samkvæmt AFP fréttaveitunni var ráðherrum ríkisstjórnar Þýskalands mikið í mun að aðskilja verkafólk og hælisleitendur þegar breytingarnar voru tilkynntar. Rúmlega milljón manns hafa sótt um hæli í Þýskalandi frá 2015 og hefur það leitt til deilna í landinu og málefni innflytjenda eru orðin verulega umdeild.Við kynninguna var ítrekað að ekki væri verið að gera fólki, sem hefur sótt um hæli og verið hafnað, kleift að vera áfram í Þýskalandi. Þess í stað væri um að ræða raunsæja lausn fyrir farandfólk sem hefur verið í Þýskalandi til langs tíma. Ekki er hægt að senda aftur til heimalands þess vegna hættu sem þau standa þar frammi fyrir. Atvinnuleysi er í sögulegu lágmarki í Þýskalandi og forsvarsmenn fyrirtækja í landinu, sem státar af stærsta efnahagi Evrópu, hafa lengi kvartað yfir mikilli þörf á verkafólki. Þeir segja þörfina ógna hagvexti. Petar Altmaier, efnahagsráðherra Þýskalands, segir að breytingarnar á innflytjendalöggjöfinni muni sérstaklega hjálpa smærri og meðalstærri fyrirtækjum sem eiga erfitt með að keppa um starfsmenn við stærri fyrirtæki. Vandinn snýr hvað sérstaklega að störfum í vísindum, tölvukerfum og tækni. Hæfu starfsfólki utan Evrópusvæðisins verður hleypt inn í Þýskaland, tímabundið, en þau verða að geta talað þýsku.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira