Fótbolti

Veisla hjá Roma en Bayern í vandræðum á heimavelli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Roma fagna einu af fimm mörkum sínum í kvöld.
Leikmenn Roma fagna einu af fimm mörkum sínum í kvöld. vísir/getty
Það var veisla á Ólympíuleikvanginum í Róm er heimamenn skelltu Viktoria Plzen, 5-0, í G-riðli Meistaradeildar Evrópu. Bayern gerði jafntefli á heimavelli við Ajax í E-riðlinum.

Roma bauð upp á sýningu í kvöld í G-riðlinum en Edin Dzeko skoraði þrjú mörk, Cengiz Under eitt mark og Justin Kluivert eitt. Roma með þrjú stig en Viktoria Plzen eitt eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Lyon og Shaktar Donetsk gerðu 2-2 jafntefli í F-riðlinum en Shaktar komst í 2-0 með mörkum Junior Moraes. Mousse Dembele og Leo Dubois björguðu stig fyrir Lyon sem unnu Man. City í fyrstu umferðinni.

Í E-riðlinum vann Benfica öflugan útisigur á AEK Aþenu, 3-2. Benfica komst í 2-0, AEK jafnaði í 2-2 en mar Alfa Semedo stundarfjórðung fyrir leikslok tryggði gestunum frá Portúgal sigur.

Það er hökt á Bayern. Þeir gerðu í kvöld 1-1 jafntefli við Ajax á heimavelli. Mats Hummels kom Bayern yfir en Noussair Mazraoui jafnaði fyrir Ajax.

Ajax er á toppi E-riðilsins með fjögur stig, jafn mörg og Bayern Munchen, Benfica er með þrjú og AEK Aþena er án stiga á botninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×