Segja eina stærstu stjörnu franska landsliðsins líta á sig sem hálfan Úrúgvæa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2018 12:00 Antoine Griezmann heilsar Lionel Messi fyrir leik Frakka og Argentínu í 16 liða úrslitum HM. Vísir/Getty Franski framherjinn Antoine Griezmann verður í sviðsljóinu á morgun þegar Frakkar mæta Úrúgvæ í átta liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi. Í aðdraganda leiksins hafa komið fram í dagsljósið sérstök tengsl Antoine Griezmann við Úrúgvæ. Antoine Griezmann verður í strangri gæslu þeirra Diego Godin og Jose Gimenez sem eru liðsfélagar hans hjá Atletico Madrid. Þeir þekkjast vel og eru miklir félagar ekki síst þar sem að Griezmann hefur náð mjög vel saman við Úrúgvæmennina tvo. Dæmi um ást Griezmann á Úrúgvæ er að eftir að Úrúgvæ tryggði sig inn á HM þá tók Griezmann á móti þeim Godin og Gimenez á flugvellinum í Madrid klæddur landsliðsteyju Úrúgvæ. Annað mjög gott dæmi um vinskap þeirra er að Diego Godin er guðfaðir dóttur Antoine Griezmann. BBC segir frá. Griezmann hefur sjálfur talað um það í viðtölum að honum líði eins og hann sé hálfur Úrúgvæi. „Þetta er þjóðin sem ég elska og landið sem ég elska. Þetta verður mjög tilfinningaþrungið fyrir mig,“ sagði Griezmann. Nahitan Nandez, leikmaður Úrúgvæ, hefur einnig tjáð sig um sterk tengsl Antoine Griezmann og Úrúgvæ. „Griezmann er mikill Úrúgvæmaður og hann lítur á sig sem Úrúgvæa. Þetta verður sérstakur leikur fyrir hann alveg eins og fyrir okkur,“ sagði Nahitan Nandez. „Það eina sem ég vil segja er að ég vona að hann hagi sér vel á vellinum og gleymi því ekki að hann er hálfur Úrúgvæi,“ bætti Nandez við. Luis Suarez hafði aftur á móti engan húmor fyrir svona pælingum. „Hann er Frakki og veit ekkert hvað það er að vera Úrúgvæmaður,“ sagði Luis Suarez og bætti við: „Hann veit ekkert um það hverjir við erum og hvað við þurfum að leggja á okkur til að ná árangri í fótbolta. Hann hefur gaman af okkar siðum og talar okkar tungumál. Okkur líður samt öðruvísi,“ sagði Luis Suarez.Antoine Griezmann fagnar sigri í Evrópudeildinni með Diego Godin.Vísir/Getty HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Sjá meira
Franski framherjinn Antoine Griezmann verður í sviðsljóinu á morgun þegar Frakkar mæta Úrúgvæ í átta liða úrslitum HM í fótbolta í Rússlandi. Í aðdraganda leiksins hafa komið fram í dagsljósið sérstök tengsl Antoine Griezmann við Úrúgvæ. Antoine Griezmann verður í strangri gæslu þeirra Diego Godin og Jose Gimenez sem eru liðsfélagar hans hjá Atletico Madrid. Þeir þekkjast vel og eru miklir félagar ekki síst þar sem að Griezmann hefur náð mjög vel saman við Úrúgvæmennina tvo. Dæmi um ást Griezmann á Úrúgvæ er að eftir að Úrúgvæ tryggði sig inn á HM þá tók Griezmann á móti þeim Godin og Gimenez á flugvellinum í Madrid klæddur landsliðsteyju Úrúgvæ. Annað mjög gott dæmi um vinskap þeirra er að Diego Godin er guðfaðir dóttur Antoine Griezmann. BBC segir frá. Griezmann hefur sjálfur talað um það í viðtölum að honum líði eins og hann sé hálfur Úrúgvæi. „Þetta er þjóðin sem ég elska og landið sem ég elska. Þetta verður mjög tilfinningaþrungið fyrir mig,“ sagði Griezmann. Nahitan Nandez, leikmaður Úrúgvæ, hefur einnig tjáð sig um sterk tengsl Antoine Griezmann og Úrúgvæ. „Griezmann er mikill Úrúgvæmaður og hann lítur á sig sem Úrúgvæa. Þetta verður sérstakur leikur fyrir hann alveg eins og fyrir okkur,“ sagði Nahitan Nandez. „Það eina sem ég vil segja er að ég vona að hann hagi sér vel á vellinum og gleymi því ekki að hann er hálfur Úrúgvæi,“ bætti Nandez við. Luis Suarez hafði aftur á móti engan húmor fyrir svona pælingum. „Hann er Frakki og veit ekkert hvað það er að vera Úrúgvæmaður,“ sagði Luis Suarez og bætti við: „Hann veit ekkert um það hverjir við erum og hvað við þurfum að leggja á okkur til að ná árangri í fótbolta. Hann hefur gaman af okkar siðum og talar okkar tungumál. Okkur líður samt öðruvísi,“ sagði Luis Suarez.Antoine Griezmann fagnar sigri í Evrópudeildinni með Diego Godin.Vísir/Getty
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Sjá meira