Fundi lokið í kjaradeilu ljósmæðra Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2018 17:21 Fjöldi manns kom saman við húsnæði ríkissáttasemjara í dag til að sýna ljósmæðrum stuðning. Vísir/Hrund Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk núna upp úr klukkan 17. Enn er ósamið í deilunni en aðeins þokaðist í viðræðum í dag. Ljósmæður lögðu fram skriflegar kröfur á fundinum, kröfur sem þær höfðu ekki greint frá áður, en nú mun samninganefnd ríkisins ætla að móta móttilboð. Næsti samningafundur hefur verið boðaður miðvikudaginn 11. júlí klukkan 14. „Við fögnum því að það er lausnamiðað samtal í gang. Við lögðum fram okkar tilboð á blaði og samninganefndin segist ætla að sníða móttilboð. Auðvitað hefði maður viljað að þetta gæti gengið hraðar fyrir sig en þeir segja að ástandið sé þannig að það er mikið um sumarfrí og þeir þurfa jafnvel að kalla inn fólk úr sumarfríum til að koma að þessari vinnu til að setja saman þetta tilboð og það náist væntanlega ekki fyrr en á miðvikudaginn,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, í samtali við Vísi. Hún segist leyfa sér að vera bjartsýn og halda í vonina. Vissulega hefði hún viljað að samningar tækjust í dag en það komi þá vonandi í síðasta lagi í næstu viku. Spurð út í þær kröfur sem samninganefnd ljósmæðra lagði fram í dag segir hún að þær hafi falið það í sér að það yrði gefið betur í frá síðasta samningi sem ljósmæður felldu. Í þeim samningi var kveðið á um hækkun upp á 8 prósent til ljósmæðra í dagvinnu og upp á 6,9 prósent til ljósmæðra í vaktavinnu. „Að það kæmi inn raunveruleiðrétting á launasetningunni,“ segir Katrín. En hvað þarf mikla prósentuhækkun til, annars vegar á dagvinnulaunum og hins vegar á vaktavinnulaunum, svo að ljósmæður telji sig vera komnar með þá launaleiðréttingu sem þær krefjast? „Það er í rauninni eitthvað sem er aðeins breytilegt á milli vinnukerfanna. Það er því alltaf svolítið verið að horfa yfir heildina á ákveðna prósentuhækkun sem dreifist svo mismunandi á milli kerfa og stofnana eftir þarfagreiningu en akkúrat á þessu stigi munum við ekki nefna ákveðna tölu,“ segir Katrín.Uppfært klukkan 17:46 með viðbrögðum frá formanni samninganefndar ljósmæðra. Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður munu leggja fram skriflegar kröfur á fundinum í dag Boðað var til samstöðu- og mótmælafundar á meðan fundinum stendur. 5. júlí 2018 09:46 „Skammist ykkar fyrir að koma okkur í þessar aðstæður“ „Ég hef orðið hræddur í lífinu en aldrei í líkingu við þetta“ sagði Ævar Þór Benediktson í ræðu sinni til stuðnings ljósmæðrum. 5. júlí 2018 12:29 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
Fundi í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins lauk núna upp úr klukkan 17. Enn er ósamið í deilunni en aðeins þokaðist í viðræðum í dag. Ljósmæður lögðu fram skriflegar kröfur á fundinum, kröfur sem þær höfðu ekki greint frá áður, en nú mun samninganefnd ríkisins ætla að móta móttilboð. Næsti samningafundur hefur verið boðaður miðvikudaginn 11. júlí klukkan 14. „Við fögnum því að það er lausnamiðað samtal í gang. Við lögðum fram okkar tilboð á blaði og samninganefndin segist ætla að sníða móttilboð. Auðvitað hefði maður viljað að þetta gæti gengið hraðar fyrir sig en þeir segja að ástandið sé þannig að það er mikið um sumarfrí og þeir þurfa jafnvel að kalla inn fólk úr sumarfríum til að koma að þessari vinnu til að setja saman þetta tilboð og það náist væntanlega ekki fyrr en á miðvikudaginn,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, í samtali við Vísi. Hún segist leyfa sér að vera bjartsýn og halda í vonina. Vissulega hefði hún viljað að samningar tækjust í dag en það komi þá vonandi í síðasta lagi í næstu viku. Spurð út í þær kröfur sem samninganefnd ljósmæðra lagði fram í dag segir hún að þær hafi falið það í sér að það yrði gefið betur í frá síðasta samningi sem ljósmæður felldu. Í þeim samningi var kveðið á um hækkun upp á 8 prósent til ljósmæðra í dagvinnu og upp á 6,9 prósent til ljósmæðra í vaktavinnu. „Að það kæmi inn raunveruleiðrétting á launasetningunni,“ segir Katrín. En hvað þarf mikla prósentuhækkun til, annars vegar á dagvinnulaunum og hins vegar á vaktavinnulaunum, svo að ljósmæður telji sig vera komnar með þá launaleiðréttingu sem þær krefjast? „Það er í rauninni eitthvað sem er aðeins breytilegt á milli vinnukerfanna. Það er því alltaf svolítið verið að horfa yfir heildina á ákveðna prósentuhækkun sem dreifist svo mismunandi á milli kerfa og stofnana eftir þarfagreiningu en akkúrat á þessu stigi munum við ekki nefna ákveðna tölu,“ segir Katrín.Uppfært klukkan 17:46 með viðbrögðum frá formanni samninganefndar ljósmæðra.
Kjaramál Tengdar fréttir Ljósmæður munu leggja fram skriflegar kröfur á fundinum í dag Boðað var til samstöðu- og mótmælafundar á meðan fundinum stendur. 5. júlí 2018 09:46 „Skammist ykkar fyrir að koma okkur í þessar aðstæður“ „Ég hef orðið hræddur í lífinu en aldrei í líkingu við þetta“ sagði Ævar Þór Benediktson í ræðu sinni til stuðnings ljósmæðrum. 5. júlí 2018 12:29 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
Ljósmæður munu leggja fram skriflegar kröfur á fundinum í dag Boðað var til samstöðu- og mótmælafundar á meðan fundinum stendur. 5. júlí 2018 09:46
„Skammist ykkar fyrir að koma okkur í þessar aðstæður“ „Ég hef orðið hræddur í lífinu en aldrei í líkingu við þetta“ sagði Ævar Þór Benediktson í ræðu sinni til stuðnings ljósmæðrum. 5. júlí 2018 12:29