Ljósmæður munu leggja fram skriflegar kröfur á fundinum í dag Hulda Hólmkelsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 5. júlí 2018 09:46 Fjöldi fólks hefur nú safnast saman fyrir utan Borgartún 21 Vísir/Hrund „Við finnum fyrir gífurlegum stuðning eins og hefur verið áður og erum auðvitað bjartsýnar á og leyfum okkur að halda okkur að vera bjartsýnar fyrir fundi,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, í samtali við fréttastofu. Fundað verður vegna ljósmæðradeilunnar núna klukkan 10. Var einnig boðað til samstöðu- og mótmælafundar, fyrir utan á meðan samningafundinum stendur, og er hann nú að hefjast. Katrín segir að hún hafi heyrt í Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fyrir viku og var að vona að hún myndi heyra í henni aftur en það hefur ekki gerst. Aðspurð hvort rétt sé að samninganefnd ljósmæðra ætli að leggja fram eitthvað plagg á fundinum, svarar Katrín: „Já við ætlum að leggja fram það sem við höfum áður og kröfur okkar hafa legið ljósar en ætlum að leggja það fram í bundnu máli.“ Þetta eru ekki kröfur sem ljósmæður hafa greint frá áður.Katrín Sif SigurgeirsdóttirVÍSIR/EYÞÓRVonaði að Bjarni sýndi auðmýkt „Þetta er svosem alveg í anda samningaviðræðnanna hingað til. Þær hafa verið á þessu plani því miður,“ segir Katrín um ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um framgöngu ljósmæðra og tölur sem fjármálaráðuneytið birti í vikunni. „Maður vonaði að fjármálaráðherra myndi sýna auðmýkt á þessu stigi máls og hefði hitt okkur og átt svona lausnamiðað samtal. En þetta voru svörin og það endurspeglar svolítið hvernig samingaviðræðurnar hafa gengið og það skýrir út hvernig það hefur verið.“ Bjarni hefur látið þau ummæli falla að samninganefnd ljósmæðra hafi sjálf talað gegn samningnum sem felldur var. Katrín segir að það sé ekki rétt. „Viðbrögðin við því eru auðvitað bara maður veit ekki hvað maður á að segja einu sinni því þetta er svo arfavitlaust og gróft að segja svona. Ég er náttúrulega formaður samninganefndar ég kom hvergi nærri kynningu á samningnum og talaði ekki gegn þessum samningi hvergi og tók ekki þátt í vangaveltum á netmiðlum eða annað. Ég veit ekki hvaðan hann hefur svona upplýsingar.“Ljósmæður finna fyrir miklum stuðningi í samfélaginu.Vísir/HrundÖryggi kvenna og barna í hættu Mjög margir hafa boðað komu sína á samstöðufund og mótmæli fyrir utan Borgartún 21, þar sem fundurinn fer fram klukkan 10. Þar á meðal eru margir verðandi foreldrar sem eru mjög áhyggjufullir yfir ástandinu. Á meðal þeirra sem ætla að ávarpa hópinn til þess að koma líðan og stuðningi með ljósmæðrum í orð eru Oddný Arnarsdóttir verkefnastjóri og tveggja barna móðir, Hildur Sólveig Ragnarsdóttir ljósmóðir og Ævar Þór Benediktsson leikari, rithöfundur og verðandi faðir. Hópurinn sem stendur að baki viðburðinum hittist í gær og útbjó skilti en á þeim stendur meðal annars: „Öryggi kvenna og ófæddra barna er í hættu.“ Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Læknaráð Landspítalans lýsir áhyggjum af ljósmæðradeilu Í ályktun leggur ráðið áherslu á að öryggi sjúklinga þurfi að vera í forgrunni. 4. júlí 2018 14:26 Segja aðgerðalaus stjórnvöld stefna árangri í voða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör. 5. júlí 2018 06:00 Samninganefnd ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um skítkast Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál. 4. júlí 2018 18:45 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„Við finnum fyrir gífurlegum stuðning eins og hefur verið áður og erum auðvitað bjartsýnar á og leyfum okkur að halda okkur að vera bjartsýnar fyrir fundi,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, í samtali við fréttastofu. Fundað verður vegna ljósmæðradeilunnar núna klukkan 10. Var einnig boðað til samstöðu- og mótmælafundar, fyrir utan á meðan samningafundinum stendur, og er hann nú að hefjast. Katrín segir að hún hafi heyrt í Svandísi Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fyrir viku og var að vona að hún myndi heyra í henni aftur en það hefur ekki gerst. Aðspurð hvort rétt sé að samninganefnd ljósmæðra ætli að leggja fram eitthvað plagg á fundinum, svarar Katrín: „Já við ætlum að leggja fram það sem við höfum áður og kröfur okkar hafa legið ljósar en ætlum að leggja það fram í bundnu máli.“ Þetta eru ekki kröfur sem ljósmæður hafa greint frá áður.Katrín Sif SigurgeirsdóttirVÍSIR/EYÞÓRVonaði að Bjarni sýndi auðmýkt „Þetta er svosem alveg í anda samningaviðræðnanna hingað til. Þær hafa verið á þessu plani því miður,“ segir Katrín um ummæli Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um framgöngu ljósmæðra og tölur sem fjármálaráðuneytið birti í vikunni. „Maður vonaði að fjármálaráðherra myndi sýna auðmýkt á þessu stigi máls og hefði hitt okkur og átt svona lausnamiðað samtal. En þetta voru svörin og það endurspeglar svolítið hvernig samingaviðræðurnar hafa gengið og það skýrir út hvernig það hefur verið.“ Bjarni hefur látið þau ummæli falla að samninganefnd ljósmæðra hafi sjálf talað gegn samningnum sem felldur var. Katrín segir að það sé ekki rétt. „Viðbrögðin við því eru auðvitað bara maður veit ekki hvað maður á að segja einu sinni því þetta er svo arfavitlaust og gróft að segja svona. Ég er náttúrulega formaður samninganefndar ég kom hvergi nærri kynningu á samningnum og talaði ekki gegn þessum samningi hvergi og tók ekki þátt í vangaveltum á netmiðlum eða annað. Ég veit ekki hvaðan hann hefur svona upplýsingar.“Ljósmæður finna fyrir miklum stuðningi í samfélaginu.Vísir/HrundÖryggi kvenna og barna í hættu Mjög margir hafa boðað komu sína á samstöðufund og mótmæli fyrir utan Borgartún 21, þar sem fundurinn fer fram klukkan 10. Þar á meðal eru margir verðandi foreldrar sem eru mjög áhyggjufullir yfir ástandinu. Á meðal þeirra sem ætla að ávarpa hópinn til þess að koma líðan og stuðningi með ljósmæðrum í orð eru Oddný Arnarsdóttir verkefnastjóri og tveggja barna móðir, Hildur Sólveig Ragnarsdóttir ljósmóðir og Ævar Þór Benediktsson leikari, rithöfundur og verðandi faðir. Hópurinn sem stendur að baki viðburðinum hittist í gær og útbjó skilti en á þeim stendur meðal annars: „Öryggi kvenna og ófæddra barna er í hættu.“
Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Læknaráð Landspítalans lýsir áhyggjum af ljósmæðradeilu Í ályktun leggur ráðið áherslu á að öryggi sjúklinga þurfi að vera í forgrunni. 4. júlí 2018 14:26 Segja aðgerðalaus stjórnvöld stefna árangri í voða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör. 5. júlí 2018 06:00 Samninganefnd ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um skítkast Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál. 4. júlí 2018 18:45 Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Læknaráð Landspítalans lýsir áhyggjum af ljósmæðradeilu Í ályktun leggur ráðið áherslu á að öryggi sjúklinga þurfi að vera í forgrunni. 4. júlí 2018 14:26
Segja aðgerðalaus stjórnvöld stefna árangri í voða Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og samninganefnd ríkisins þurfa að beita sér af alvöru í því verkefni að koma fram með nýjar og betri aðferðir við að semja við heilbrigðisstéttir um launakjör. 5. júlí 2018 06:00
Samninganefnd ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um skítkast Ljósmæðrum bauðst átta prósenta hækkun á dagvinnulaun og um sjö prósenta hækkun á vaktavinnulaun í nýfelldum kjarasamningi. Samninganefnd ljósmæðra segir kjaraupplýsingar á vef Fjármálaráðuneytisins villandi. Formaður nefndarinnar sakar fjármálaráðherra um skítkast og að fara með rangt mál. 4. júlí 2018 18:45