Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júlí 2018 22:15 Þórhallur Pálsson, leiðsögumaður Landsvirkjunar við Kárahnjúka. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áætlað er að milli tólf og fjórtán þúsund ferðamenn skoði Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður Landsvirkjunar segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki og hve stuttan tíma tók að reisa það. Rætt var við Þórhall Pálsson, leiðsögumann við Kárahnjúka, og sýndar myndir af stíflunni í fréttum Stöðvar 2.Kárahnjúkastífla er 700 metra löng og nærri 200 metra há. Steypta hliðin snýr að Hálslóni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Kárahnjúkastífla telst stærsta mannvirki Íslands, og hæsta jarðvegsstífla Evrópu, hún er 198 metra há og 700 metra löng. Þar býður Landsvirkjun upp á leiðsögn tvo daga í viku, eftir hádegi á fimmtudögum og laugardögum, en þetta hrikalega mannvirki dregur að sér þúsundir ferðamanna á hverju sumri. „Sérstaklega seinnipartinn í júlí. Þá geta verið hér troðfull bílastæði og fleiri en maður hefur tölu á,” segir Þórhallur.Ferðamenn á stíflunni horfa niður í Hafrahvammagljúfur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Við stífluna eru upplýsingaskilti og salerni og borð til að sitja við en Þórhallur reynir að halda tölu á fjöldanum sem þangað kemur. Þeir áætli að þetta séu milli tólf og fjórtán þúsund manns sem staldri við stífluna á hverju sumri. Auk þeirra aki margir þarna í gegn á leið inn á hálendi, inn í Öskju og Kverkfjöll og víðar. Hvergi annarsstaðar sé malbikaður vegur inn á hálendið í þessari hæð, en um klukkustundar akstur er að Kárahnjúkastíflu frá Egilsstöðum. Miklar deilur voru um stífluna á sínum tíma en hún var reist á árunum 2003 til 2007. Þórhallur kveðst ekki verða sérstaklega var við neikvæð viðhorf ferðamanna sem þangað koma.Séð yfir stífluna í átt til Hafrahvammagljúfurs. Neðst sést í yfirborð Hálslóns.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég held að það veki furðu hjá flestum sem koma hingað í fyrsta skipti hvað þetta er stórt og mikið mannvirki. Og eins það hversu stuttan tíma það tók að byggja það.” Þórhallur segir að lengi vel hafi Íslendingar og útlendingar verið álíka margir í hópi ferðamanna. „Núna er orðið færra um Íslendinga og útlendingarnir finnst mér í meirihluta.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15 Kárahnjúkavirkjun gangsett í dag Fyrsta vél í Fljótsdalsstöð við Kárahnjúka verður gangsett í dag, mörgum mánuðum á eftir áætlun. 5. nóvember 2007 08:57 Fossinn fær nafnið Hverfandi Örnefnanefnd hefur ákveðið að aflmesti foss Evrópu, yfirfallsfossinn við Kárahnjúka, skuli heita Hverfandi. Nafnið vísar til þess að fossinn kemur og fer. 22. október 2008 18:38 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Áætlað er að milli tólf og fjórtán þúsund ferðamenn skoði Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður Landsvirkjunar segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki og hve stuttan tíma tók að reisa það. Rætt var við Þórhall Pálsson, leiðsögumann við Kárahnjúka, og sýndar myndir af stíflunni í fréttum Stöðvar 2.Kárahnjúkastífla er 700 metra löng og nærri 200 metra há. Steypta hliðin snýr að Hálslóni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Kárahnjúkastífla telst stærsta mannvirki Íslands, og hæsta jarðvegsstífla Evrópu, hún er 198 metra há og 700 metra löng. Þar býður Landsvirkjun upp á leiðsögn tvo daga í viku, eftir hádegi á fimmtudögum og laugardögum, en þetta hrikalega mannvirki dregur að sér þúsundir ferðamanna á hverju sumri. „Sérstaklega seinnipartinn í júlí. Þá geta verið hér troðfull bílastæði og fleiri en maður hefur tölu á,” segir Þórhallur.Ferðamenn á stíflunni horfa niður í Hafrahvammagljúfur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Við stífluna eru upplýsingaskilti og salerni og borð til að sitja við en Þórhallur reynir að halda tölu á fjöldanum sem þangað kemur. Þeir áætli að þetta séu milli tólf og fjórtán þúsund manns sem staldri við stífluna á hverju sumri. Auk þeirra aki margir þarna í gegn á leið inn á hálendi, inn í Öskju og Kverkfjöll og víðar. Hvergi annarsstaðar sé malbikaður vegur inn á hálendið í þessari hæð, en um klukkustundar akstur er að Kárahnjúkastíflu frá Egilsstöðum. Miklar deilur voru um stífluna á sínum tíma en hún var reist á árunum 2003 til 2007. Þórhallur kveðst ekki verða sérstaklega var við neikvæð viðhorf ferðamanna sem þangað koma.Séð yfir stífluna í átt til Hafrahvammagljúfurs. Neðst sést í yfirborð Hálslóns.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég held að það veki furðu hjá flestum sem koma hingað í fyrsta skipti hvað þetta er stórt og mikið mannvirki. Og eins það hversu stuttan tíma það tók að byggja það.” Þórhallur segir að lengi vel hafi Íslendingar og útlendingar verið álíka margir í hópi ferðamanna. „Núna er orðið færra um Íslendinga og útlendingarnir finnst mér í meirihluta.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15 Kárahnjúkavirkjun gangsett í dag Fyrsta vél í Fljótsdalsstöð við Kárahnjúka verður gangsett í dag, mörgum mánuðum á eftir áætlun. 5. nóvember 2007 08:57 Fossinn fær nafnið Hverfandi Örnefnanefnd hefur ákveðið að aflmesti foss Evrópu, yfirfallsfossinn við Kárahnjúka, skuli heita Hverfandi. Nafnið vísar til þess að fossinn kemur og fer. 22. október 2008 18:38 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent „Málið er fast“ Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15
Kárahnjúkavirkjun gangsett í dag Fyrsta vél í Fljótsdalsstöð við Kárahnjúka verður gangsett í dag, mörgum mánuðum á eftir áætlun. 5. nóvember 2007 08:57
Fossinn fær nafnið Hverfandi Örnefnanefnd hefur ákveðið að aflmesti foss Evrópu, yfirfallsfossinn við Kárahnjúka, skuli heita Hverfandi. Nafnið vísar til þess að fossinn kemur og fer. 22. október 2008 18:38