Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júlí 2018 22:15 Þórhallur Pálsson, leiðsögumaður Landsvirkjunar við Kárahnjúka. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áætlað er að milli tólf og fjórtán þúsund ferðamenn skoði Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður Landsvirkjunar segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki og hve stuttan tíma tók að reisa það. Rætt var við Þórhall Pálsson, leiðsögumann við Kárahnjúka, og sýndar myndir af stíflunni í fréttum Stöðvar 2.Kárahnjúkastífla er 700 metra löng og nærri 200 metra há. Steypta hliðin snýr að Hálslóni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Kárahnjúkastífla telst stærsta mannvirki Íslands, og hæsta jarðvegsstífla Evrópu, hún er 198 metra há og 700 metra löng. Þar býður Landsvirkjun upp á leiðsögn tvo daga í viku, eftir hádegi á fimmtudögum og laugardögum, en þetta hrikalega mannvirki dregur að sér þúsundir ferðamanna á hverju sumri. „Sérstaklega seinnipartinn í júlí. Þá geta verið hér troðfull bílastæði og fleiri en maður hefur tölu á,” segir Þórhallur.Ferðamenn á stíflunni horfa niður í Hafrahvammagljúfur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Við stífluna eru upplýsingaskilti og salerni og borð til að sitja við en Þórhallur reynir að halda tölu á fjöldanum sem þangað kemur. Þeir áætli að þetta séu milli tólf og fjórtán þúsund manns sem staldri við stífluna á hverju sumri. Auk þeirra aki margir þarna í gegn á leið inn á hálendi, inn í Öskju og Kverkfjöll og víðar. Hvergi annarsstaðar sé malbikaður vegur inn á hálendið í þessari hæð, en um klukkustundar akstur er að Kárahnjúkastíflu frá Egilsstöðum. Miklar deilur voru um stífluna á sínum tíma en hún var reist á árunum 2003 til 2007. Þórhallur kveðst ekki verða sérstaklega var við neikvæð viðhorf ferðamanna sem þangað koma.Séð yfir stífluna í átt til Hafrahvammagljúfurs. Neðst sést í yfirborð Hálslóns.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég held að það veki furðu hjá flestum sem koma hingað í fyrsta skipti hvað þetta er stórt og mikið mannvirki. Og eins það hversu stuttan tíma það tók að byggja það.” Þórhallur segir að lengi vel hafi Íslendingar og útlendingar verið álíka margir í hópi ferðamanna. „Núna er orðið færra um Íslendinga og útlendingarnir finnst mér í meirihluta.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15 Kárahnjúkavirkjun gangsett í dag Fyrsta vél í Fljótsdalsstöð við Kárahnjúka verður gangsett í dag, mörgum mánuðum á eftir áætlun. 5. nóvember 2007 08:57 Fossinn fær nafnið Hverfandi Örnefnanefnd hefur ákveðið að aflmesti foss Evrópu, yfirfallsfossinn við Kárahnjúka, skuli heita Hverfandi. Nafnið vísar til þess að fossinn kemur og fer. 22. október 2008 18:38 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Sjá meira
Áætlað er að milli tólf og fjórtán þúsund ferðamenn skoði Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður Landsvirkjunar segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki og hve stuttan tíma tók að reisa það. Rætt var við Þórhall Pálsson, leiðsögumann við Kárahnjúka, og sýndar myndir af stíflunni í fréttum Stöðvar 2.Kárahnjúkastífla er 700 metra löng og nærri 200 metra há. Steypta hliðin snýr að Hálslóni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Kárahnjúkastífla telst stærsta mannvirki Íslands, og hæsta jarðvegsstífla Evrópu, hún er 198 metra há og 700 metra löng. Þar býður Landsvirkjun upp á leiðsögn tvo daga í viku, eftir hádegi á fimmtudögum og laugardögum, en þetta hrikalega mannvirki dregur að sér þúsundir ferðamanna á hverju sumri. „Sérstaklega seinnipartinn í júlí. Þá geta verið hér troðfull bílastæði og fleiri en maður hefur tölu á,” segir Þórhallur.Ferðamenn á stíflunni horfa niður í Hafrahvammagljúfur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Við stífluna eru upplýsingaskilti og salerni og borð til að sitja við en Þórhallur reynir að halda tölu á fjöldanum sem þangað kemur. Þeir áætli að þetta séu milli tólf og fjórtán þúsund manns sem staldri við stífluna á hverju sumri. Auk þeirra aki margir þarna í gegn á leið inn á hálendi, inn í Öskju og Kverkfjöll og víðar. Hvergi annarsstaðar sé malbikaður vegur inn á hálendið í þessari hæð, en um klukkustundar akstur er að Kárahnjúkastíflu frá Egilsstöðum. Miklar deilur voru um stífluna á sínum tíma en hún var reist á árunum 2003 til 2007. Þórhallur kveðst ekki verða sérstaklega var við neikvæð viðhorf ferðamanna sem þangað koma.Séð yfir stífluna í átt til Hafrahvammagljúfurs. Neðst sést í yfirborð Hálslóns.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég held að það veki furðu hjá flestum sem koma hingað í fyrsta skipti hvað þetta er stórt og mikið mannvirki. Og eins það hversu stuttan tíma það tók að byggja það.” Þórhallur segir að lengi vel hafi Íslendingar og útlendingar verið álíka margir í hópi ferðamanna. „Núna er orðið færra um Íslendinga og útlendingarnir finnst mér í meirihluta.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15 Kárahnjúkavirkjun gangsett í dag Fyrsta vél í Fljótsdalsstöð við Kárahnjúka verður gangsett í dag, mörgum mánuðum á eftir áætlun. 5. nóvember 2007 08:57 Fossinn fær nafnið Hverfandi Örnefnanefnd hefur ákveðið að aflmesti foss Evrópu, yfirfallsfossinn við Kárahnjúka, skuli heita Hverfandi. Nafnið vísar til þess að fossinn kemur og fer. 22. október 2008 18:38 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Sjá meira
Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15
Kárahnjúkavirkjun gangsett í dag Fyrsta vél í Fljótsdalsstöð við Kárahnjúka verður gangsett í dag, mörgum mánuðum á eftir áætlun. 5. nóvember 2007 08:57
Fossinn fær nafnið Hverfandi Örnefnanefnd hefur ákveðið að aflmesti foss Evrópu, yfirfallsfossinn við Kárahnjúka, skuli heita Hverfandi. Nafnið vísar til þess að fossinn kemur og fer. 22. október 2008 18:38