Ferðamenn furða sig á stærð Kárahnjúkastíflu Kristján Már Unnarsson skrifar 5. júlí 2018 22:15 Þórhallur Pálsson, leiðsögumaður Landsvirkjunar við Kárahnjúka. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Áætlað er að milli tólf og fjórtán þúsund ferðamenn skoði Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður Landsvirkjunar segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki og hve stuttan tíma tók að reisa það. Rætt var við Þórhall Pálsson, leiðsögumann við Kárahnjúka, og sýndar myndir af stíflunni í fréttum Stöðvar 2.Kárahnjúkastífla er 700 metra löng og nærri 200 metra há. Steypta hliðin snýr að Hálslóni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Kárahnjúkastífla telst stærsta mannvirki Íslands, og hæsta jarðvegsstífla Evrópu, hún er 198 metra há og 700 metra löng. Þar býður Landsvirkjun upp á leiðsögn tvo daga í viku, eftir hádegi á fimmtudögum og laugardögum, en þetta hrikalega mannvirki dregur að sér þúsundir ferðamanna á hverju sumri. „Sérstaklega seinnipartinn í júlí. Þá geta verið hér troðfull bílastæði og fleiri en maður hefur tölu á,” segir Þórhallur.Ferðamenn á stíflunni horfa niður í Hafrahvammagljúfur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Við stífluna eru upplýsingaskilti og salerni og borð til að sitja við en Þórhallur reynir að halda tölu á fjöldanum sem þangað kemur. Þeir áætli að þetta séu milli tólf og fjórtán þúsund manns sem staldri við stífluna á hverju sumri. Auk þeirra aki margir þarna í gegn á leið inn á hálendi, inn í Öskju og Kverkfjöll og víðar. Hvergi annarsstaðar sé malbikaður vegur inn á hálendið í þessari hæð, en um klukkustundar akstur er að Kárahnjúkastíflu frá Egilsstöðum. Miklar deilur voru um stífluna á sínum tíma en hún var reist á árunum 2003 til 2007. Þórhallur kveðst ekki verða sérstaklega var við neikvæð viðhorf ferðamanna sem þangað koma.Séð yfir stífluna í átt til Hafrahvammagljúfurs. Neðst sést í yfirborð Hálslóns.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég held að það veki furðu hjá flestum sem koma hingað í fyrsta skipti hvað þetta er stórt og mikið mannvirki. Og eins það hversu stuttan tíma það tók að byggja það.” Þórhallur segir að lengi vel hafi Íslendingar og útlendingar verið álíka margir í hópi ferðamanna. „Núna er orðið færra um Íslendinga og útlendingarnir finnst mér í meirihluta.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15 Kárahnjúkavirkjun gangsett í dag Fyrsta vél í Fljótsdalsstöð við Kárahnjúka verður gangsett í dag, mörgum mánuðum á eftir áætlun. 5. nóvember 2007 08:57 Fossinn fær nafnið Hverfandi Örnefnanefnd hefur ákveðið að aflmesti foss Evrópu, yfirfallsfossinn við Kárahnjúka, skuli heita Hverfandi. Nafnið vísar til þess að fossinn kemur og fer. 22. október 2008 18:38 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Sjá meira
Áætlað er að milli tólf og fjórtán þúsund ferðamenn skoði Kárahnjúkastíflu á hverju sumri. Leiðsögumaður Landsvirkjunar segir það vekja furðu hjá flestum hvað þetta er stórt mannvirki og hve stuttan tíma tók að reisa það. Rætt var við Þórhall Pálsson, leiðsögumann við Kárahnjúka, og sýndar myndir af stíflunni í fréttum Stöðvar 2.Kárahnjúkastífla er 700 metra löng og nærri 200 metra há. Steypta hliðin snýr að Hálslóni.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Kárahnjúkastífla telst stærsta mannvirki Íslands, og hæsta jarðvegsstífla Evrópu, hún er 198 metra há og 700 metra löng. Þar býður Landsvirkjun upp á leiðsögn tvo daga í viku, eftir hádegi á fimmtudögum og laugardögum, en þetta hrikalega mannvirki dregur að sér þúsundir ferðamanna á hverju sumri. „Sérstaklega seinnipartinn í júlí. Þá geta verið hér troðfull bílastæði og fleiri en maður hefur tölu á,” segir Þórhallur.Ferðamenn á stíflunni horfa niður í Hafrahvammagljúfur.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Við stífluna eru upplýsingaskilti og salerni og borð til að sitja við en Þórhallur reynir að halda tölu á fjöldanum sem þangað kemur. Þeir áætli að þetta séu milli tólf og fjórtán þúsund manns sem staldri við stífluna á hverju sumri. Auk þeirra aki margir þarna í gegn á leið inn á hálendi, inn í Öskju og Kverkfjöll og víðar. Hvergi annarsstaðar sé malbikaður vegur inn á hálendið í þessari hæð, en um klukkustundar akstur er að Kárahnjúkastíflu frá Egilsstöðum. Miklar deilur voru um stífluna á sínum tíma en hún var reist á árunum 2003 til 2007. Þórhallur kveðst ekki verða sérstaklega var við neikvæð viðhorf ferðamanna sem þangað koma.Séð yfir stífluna í átt til Hafrahvammagljúfurs. Neðst sést í yfirborð Hálslóns.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Ég held að það veki furðu hjá flestum sem koma hingað í fyrsta skipti hvað þetta er stórt og mikið mannvirki. Og eins það hversu stuttan tíma það tók að byggja það.” Þórhallur segir að lengi vel hafi Íslendingar og útlendingar verið álíka margir í hópi ferðamanna. „Núna er orðið færra um Íslendinga og útlendingarnir finnst mér í meirihluta.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15 Kárahnjúkavirkjun gangsett í dag Fyrsta vél í Fljótsdalsstöð við Kárahnjúka verður gangsett í dag, mörgum mánuðum á eftir áætlun. 5. nóvember 2007 08:57 Fossinn fær nafnið Hverfandi Örnefnanefnd hefur ákveðið að aflmesti foss Evrópu, yfirfallsfossinn við Kárahnjúka, skuli heita Hverfandi. Nafnið vísar til þess að fossinn kemur og fer. 22. október 2008 18:38 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Sjá meira
Landsvirkjun fékk milljarð á mánuði frá Kárahnjúkum Sérfræðingur á sviði orkumála áætlar að Landsvirkjun hafi á síðasta ári fengið nærri tólf milljarða króna frá Alcoa-Fjarðaáli í sölutekjur af orku Kárahnjúkavirkjunar, eða um einn milljarð króna á mánuði. 19. apríl 2018 22:15
Kárahnjúkavirkjun gangsett í dag Fyrsta vél í Fljótsdalsstöð við Kárahnjúka verður gangsett í dag, mörgum mánuðum á eftir áætlun. 5. nóvember 2007 08:57
Fossinn fær nafnið Hverfandi Örnefnanefnd hefur ákveðið að aflmesti foss Evrópu, yfirfallsfossinn við Kárahnjúka, skuli heita Hverfandi. Nafnið vísar til þess að fossinn kemur og fer. 22. október 2008 18:38