Ragnar gagnrýnir efasemdir setts saksóknara um sakleysið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. febrúar 2018 06:00 Rúm fjörutíu ár eru síðan Geirfinnsmálið var flutt fyrir Sakadómi Reykjavíkur. Vísir/Bragi Guðmundsson Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, segir að gera þurfi athugasemdir við ýmis atriði í greinargerð setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálum en Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í málinu, skilaði greinargerð sinni til Hæstaréttar í gær og krefst sýknu yfir öllum dómfelldu sem aðild eiga að málinu. „Til dæmis er dregið í efa [í greinargerð setts saksóknara] að þeir séu í raun saklausir,“ segir Ragnar. Í greinargerðinni bendir saksóknari á að endurupptökunefndin telji vísbendingar um að játningar dómfelldu um þátt þeirra í hvarfi Guðmundar og Geirfinns hafi átt við rök að styðjast. Þá segir einnig í greinargerð saksóknara að framburðir vitna styðji einnig út af fyrir sig með beinum eða óbeinum hætti við þá atburðarás sem lögð var til grundvallar sakfellingu.Ragnar Aðalsteinsson lögmaður hefur verið viðloðandi baráttu fyrir endurupptöku málana alla tíð. Hann er verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar. Fréttablaðið/GVA„Það þarf að gera athugasemdir við þetta og sýna fram á að þetta standist ekki með neinum hætti og ekkert sem bendi til þess að atburðir hafi gerst með þeim hætti sem Hæstiréttur taldi á sínum tíma,“ segir Ragnar. Hann nefnir sem dæmi að réttarsálfræðingar komust að þeirri niðurstöðu um skjólstæðing hans að ekkert sem hann hefði sagt ætti sér stoð í staðreyndum og að játningar hans væru falskar. Aðspurður segir Ragnar mikilvægt að málið verði flutt fyrir Hæstarétti þrátt fyrir að ekki sé ágreiningur um dómkröfurnar sjálfar, enda skipti máli hvað standi í forsendum dómsins þótt niðurstaðan verði sýkna. „Já, ég tel það og fyrir því eru ýmsar ástæður bæði siðferðilegar og lögfræðilegar,“ segir Ragnar og bætir við: „Ef maður er sýknaður, þá á ekki að standa í dóminum að það gæti nú samt verið að hann hafi framið verknaðinn.“ Dómþolar málsins hafa alla tíð lagt mikla áherslu á að fá mannorð sitt hreinsað og Ragnar segir að sýknudómur dugi ekki til þess ef hafðar eru uppi efasemdir um raunverulegt sakleysi þeirra í forsendum dómsins. Aðspurður segir Ragnar að forsendur dómsins geti líka skipt máli vegna mögulegra bótakrafna, enda sé í lögum kveðið á um að lækka megi bætur ef viðkomandi hefur sjálfur stuðlað að aðgerðum gegn sér. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Ekki lengur dóttir morðingja Kristín Anna Tryggvadóttir, dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar sem var dæmdur fyrir að hafa valdið dauða Guðmundar Einarssonar, segir kröfu setts ríkissaksóknara um sýknu sakborninganna eins og sýknu fyrir hennar eigið líf. 21. febrúar 2018 19:30 Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 „Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, segir að gera þurfi athugasemdir við ýmis atriði í greinargerð setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálum en Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í málinu, skilaði greinargerð sinni til Hæstaréttar í gær og krefst sýknu yfir öllum dómfelldu sem aðild eiga að málinu. „Til dæmis er dregið í efa [í greinargerð setts saksóknara] að þeir séu í raun saklausir,“ segir Ragnar. Í greinargerðinni bendir saksóknari á að endurupptökunefndin telji vísbendingar um að játningar dómfelldu um þátt þeirra í hvarfi Guðmundar og Geirfinns hafi átt við rök að styðjast. Þá segir einnig í greinargerð saksóknara að framburðir vitna styðji einnig út af fyrir sig með beinum eða óbeinum hætti við þá atburðarás sem lögð var til grundvallar sakfellingu.Ragnar Aðalsteinsson lögmaður hefur verið viðloðandi baráttu fyrir endurupptöku málana alla tíð. Hann er verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar. Fréttablaðið/GVA„Það þarf að gera athugasemdir við þetta og sýna fram á að þetta standist ekki með neinum hætti og ekkert sem bendi til þess að atburðir hafi gerst með þeim hætti sem Hæstiréttur taldi á sínum tíma,“ segir Ragnar. Hann nefnir sem dæmi að réttarsálfræðingar komust að þeirri niðurstöðu um skjólstæðing hans að ekkert sem hann hefði sagt ætti sér stoð í staðreyndum og að játningar hans væru falskar. Aðspurður segir Ragnar mikilvægt að málið verði flutt fyrir Hæstarétti þrátt fyrir að ekki sé ágreiningur um dómkröfurnar sjálfar, enda skipti máli hvað standi í forsendum dómsins þótt niðurstaðan verði sýkna. „Já, ég tel það og fyrir því eru ýmsar ástæður bæði siðferðilegar og lögfræðilegar,“ segir Ragnar og bætir við: „Ef maður er sýknaður, þá á ekki að standa í dóminum að það gæti nú samt verið að hann hafi framið verknaðinn.“ Dómþolar málsins hafa alla tíð lagt mikla áherslu á að fá mannorð sitt hreinsað og Ragnar segir að sýknudómur dugi ekki til þess ef hafðar eru uppi efasemdir um raunverulegt sakleysi þeirra í forsendum dómsins. Aðspurður segir Ragnar að forsendur dómsins geti líka skipt máli vegna mögulegra bótakrafna, enda sé í lögum kveðið á um að lækka megi bætur ef viðkomandi hefur sjálfur stuðlað að aðgerðum gegn sér.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Ekki lengur dóttir morðingja Kristín Anna Tryggvadóttir, dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar sem var dæmdur fyrir að hafa valdið dauða Guðmundar Einarssonar, segir kröfu setts ríkissaksóknara um sýknu sakborninganna eins og sýknu fyrir hennar eigið líf. 21. febrúar 2018 19:30 Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 „Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Ekki lengur dóttir morðingja Kristín Anna Tryggvadóttir, dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar sem var dæmdur fyrir að hafa valdið dauða Guðmundar Einarssonar, segir kröfu setts ríkissaksóknara um sýknu sakborninganna eins og sýknu fyrir hennar eigið líf. 21. febrúar 2018 19:30
Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14
„Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10