Ragnar gagnrýnir efasemdir setts saksóknara um sakleysið Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 22. febrúar 2018 06:00 Rúm fjörutíu ár eru síðan Geirfinnsmálið var flutt fyrir Sakadómi Reykjavíkur. Vísir/Bragi Guðmundsson Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, segir að gera þurfi athugasemdir við ýmis atriði í greinargerð setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálum en Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í málinu, skilaði greinargerð sinni til Hæstaréttar í gær og krefst sýknu yfir öllum dómfelldu sem aðild eiga að málinu. „Til dæmis er dregið í efa [í greinargerð setts saksóknara] að þeir séu í raun saklausir,“ segir Ragnar. Í greinargerðinni bendir saksóknari á að endurupptökunefndin telji vísbendingar um að játningar dómfelldu um þátt þeirra í hvarfi Guðmundar og Geirfinns hafi átt við rök að styðjast. Þá segir einnig í greinargerð saksóknara að framburðir vitna styðji einnig út af fyrir sig með beinum eða óbeinum hætti við þá atburðarás sem lögð var til grundvallar sakfellingu.Ragnar Aðalsteinsson lögmaður hefur verið viðloðandi baráttu fyrir endurupptöku málana alla tíð. Hann er verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar. Fréttablaðið/GVA„Það þarf að gera athugasemdir við þetta og sýna fram á að þetta standist ekki með neinum hætti og ekkert sem bendi til þess að atburðir hafi gerst með þeim hætti sem Hæstiréttur taldi á sínum tíma,“ segir Ragnar. Hann nefnir sem dæmi að réttarsálfræðingar komust að þeirri niðurstöðu um skjólstæðing hans að ekkert sem hann hefði sagt ætti sér stoð í staðreyndum og að játningar hans væru falskar. Aðspurður segir Ragnar mikilvægt að málið verði flutt fyrir Hæstarétti þrátt fyrir að ekki sé ágreiningur um dómkröfurnar sjálfar, enda skipti máli hvað standi í forsendum dómsins þótt niðurstaðan verði sýkna. „Já, ég tel það og fyrir því eru ýmsar ástæður bæði siðferðilegar og lögfræðilegar,“ segir Ragnar og bætir við: „Ef maður er sýknaður, þá á ekki að standa í dóminum að það gæti nú samt verið að hann hafi framið verknaðinn.“ Dómþolar málsins hafa alla tíð lagt mikla áherslu á að fá mannorð sitt hreinsað og Ragnar segir að sýknudómur dugi ekki til þess ef hafðar eru uppi efasemdir um raunverulegt sakleysi þeirra í forsendum dómsins. Aðspurður segir Ragnar að forsendur dómsins geti líka skipt máli vegna mögulegra bótakrafna, enda sé í lögum kveðið á um að lækka megi bætur ef viðkomandi hefur sjálfur stuðlað að aðgerðum gegn sér. Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Ekki lengur dóttir morðingja Kristín Anna Tryggvadóttir, dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar sem var dæmdur fyrir að hafa valdið dauða Guðmundar Einarssonar, segir kröfu setts ríkissaksóknara um sýknu sakborninganna eins og sýknu fyrir hennar eigið líf. 21. febrúar 2018 19:30 Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 „Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, segir að gera þurfi athugasemdir við ýmis atriði í greinargerð setts saksóknara í Guðmundar- og Geirfinnsmálum en Davíð Þór Björgvinsson, settur saksóknari í málinu, skilaði greinargerð sinni til Hæstaréttar í gær og krefst sýknu yfir öllum dómfelldu sem aðild eiga að málinu. „Til dæmis er dregið í efa [í greinargerð setts saksóknara] að þeir séu í raun saklausir,“ segir Ragnar. Í greinargerðinni bendir saksóknari á að endurupptökunefndin telji vísbendingar um að játningar dómfelldu um þátt þeirra í hvarfi Guðmundar og Geirfinns hafi átt við rök að styðjast. Þá segir einnig í greinargerð saksóknara að framburðir vitna styðji einnig út af fyrir sig með beinum eða óbeinum hætti við þá atburðarás sem lögð var til grundvallar sakfellingu.Ragnar Aðalsteinsson lögmaður hefur verið viðloðandi baráttu fyrir endurupptöku málana alla tíð. Hann er verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar. Fréttablaðið/GVA„Það þarf að gera athugasemdir við þetta og sýna fram á að þetta standist ekki með neinum hætti og ekkert sem bendi til þess að atburðir hafi gerst með þeim hætti sem Hæstiréttur taldi á sínum tíma,“ segir Ragnar. Hann nefnir sem dæmi að réttarsálfræðingar komust að þeirri niðurstöðu um skjólstæðing hans að ekkert sem hann hefði sagt ætti sér stoð í staðreyndum og að játningar hans væru falskar. Aðspurður segir Ragnar mikilvægt að málið verði flutt fyrir Hæstarétti þrátt fyrir að ekki sé ágreiningur um dómkröfurnar sjálfar, enda skipti máli hvað standi í forsendum dómsins þótt niðurstaðan verði sýkna. „Já, ég tel það og fyrir því eru ýmsar ástæður bæði siðferðilegar og lögfræðilegar,“ segir Ragnar og bætir við: „Ef maður er sýknaður, þá á ekki að standa í dóminum að það gæti nú samt verið að hann hafi framið verknaðinn.“ Dómþolar málsins hafa alla tíð lagt mikla áherslu á að fá mannorð sitt hreinsað og Ragnar segir að sýknudómur dugi ekki til þess ef hafðar eru uppi efasemdir um raunverulegt sakleysi þeirra í forsendum dómsins. Aðspurður segir Ragnar að forsendur dómsins geti líka skipt máli vegna mögulegra bótakrafna, enda sé í lögum kveðið á um að lækka megi bætur ef viðkomandi hefur sjálfur stuðlað að aðgerðum gegn sér.
Birtist í Fréttablaðinu Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Ekki lengur dóttir morðingja Kristín Anna Tryggvadóttir, dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar sem var dæmdur fyrir að hafa valdið dauða Guðmundar Einarssonar, segir kröfu setts ríkissaksóknara um sýknu sakborninganna eins og sýknu fyrir hennar eigið líf. 21. febrúar 2018 19:30 Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14 „Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Ekki lengur dóttir morðingja Kristín Anna Tryggvadóttir, dóttir Tryggva Rúnars Leifssonar sem var dæmdur fyrir að hafa valdið dauða Guðmundar Einarssonar, segir kröfu setts ríkissaksóknara um sýknu sakborninganna eins og sýknu fyrir hennar eigið líf. 21. febrúar 2018 19:30
Saksóknari vill að sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmáli verði sýknaðir Rök setts ríkissaksóknara fyrir sýknukröfum byggjast á röksemdum endurupptökunefndar. 21. febrúar 2018 15:14
„Lokapunkturinn á löngu ferli sem kemur ekki beint á óvart“ Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar í endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálinu segir að kröfur saksóknara um að sakborningar í málinu verði sýknaður af öllu leyti komi ekki á óvart. 21. febrúar 2018 16:10