Heimir: Áhættan fyrir mig er að íslenska landsliðið er risastórt og eftirsóknarvert þjálfarastarf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2018 13:45 Heimir Hallgrímsson ræðir málin við Carlos Quiroz sem þjálfar nú Íran. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, fylgist með. Vísir/Getty Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ætlar að halda öllu opnu eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Hann vill sjá hvaða starfstilboð bjóðast honum fyrir utan íslenska landsliðið. „Áhættan fyrir mig er að íslenska landsliðið er risastórt og eftirsóknarvert þjálfarastarf. Það verða þjálfarar sem hafa samband og segjast vera tilbúnir að þjálfa íslenska landsliðið,“ sagði Heimir Hallgrímsson í netþættonum „Í Návígi með Gunnlaugi Jónssyni“ sem birtist á Fótbolta.net í dag. „Ég er í leiðinni að segja við Knattspyrnusambandið að því sé frjálst að skoða eitthvað annað. Ég er að setja mitt starf í hættu. Ég get ekki ætlast til þess að ég ráði því hvað Knattspyrnusambandið gerir,“ sagði Heimir. „Ég er búinn að vera lengi í þessu starfi en ég er langt í frá þreyttur á þessu. Mig langar að halda áfram. Framhaldið hjá karlalandsliðinu er geðveikt næstu ár," sagði Heimir ennfremur en hann segir að íslenska landsliðið hafi aldrei verið í betri stöðu hvað varðar að komast í lokakeppni Evrópukeppninnar. Heimir segist í viðtalinu að hann muni taka ákvörðun innan tveggja vikna eftir að HM í Rússlandi lýkur í sumar. Hann telur sig vera nú í stöðu til að taka skref erlendis sem ekki margir íslenskir þjálfarar hafa náð að taka. „Ég er í þeirri stöðu að kannski verður einhver eftirspurn og mig langar til að sjá hvað verður í boði,“ segir Heimir. „Mig langar að vera áfram og auðvitað myndi ég vilja hafa það þannig að ég gæti bara ákveðið það sjálfur eftir HM hvort ég verði áfram eða ekki. Samningurinn minn væri tilbúinn og enginn ráðinn í staðinn. Ég veit að þannig er þetta ekki í dag. Ég er að taka smá áhættu með því að fá að biðja um það að fá að bíða með þetta,“ segir Heimir en það er hægt að sjá allt viðtalið hér. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ætlar að halda öllu opnu eftir heimsmeistaramótið í Rússlandi í sumar. Hann vill sjá hvaða starfstilboð bjóðast honum fyrir utan íslenska landsliðið. „Áhættan fyrir mig er að íslenska landsliðið er risastórt og eftirsóknarvert þjálfarastarf. Það verða þjálfarar sem hafa samband og segjast vera tilbúnir að þjálfa íslenska landsliðið,“ sagði Heimir Hallgrímsson í netþættonum „Í Návígi með Gunnlaugi Jónssyni“ sem birtist á Fótbolta.net í dag. „Ég er í leiðinni að segja við Knattspyrnusambandið að því sé frjálst að skoða eitthvað annað. Ég er að setja mitt starf í hættu. Ég get ekki ætlast til þess að ég ráði því hvað Knattspyrnusambandið gerir,“ sagði Heimir. „Ég er búinn að vera lengi í þessu starfi en ég er langt í frá þreyttur á þessu. Mig langar að halda áfram. Framhaldið hjá karlalandsliðinu er geðveikt næstu ár," sagði Heimir ennfremur en hann segir að íslenska landsliðið hafi aldrei verið í betri stöðu hvað varðar að komast í lokakeppni Evrópukeppninnar. Heimir segist í viðtalinu að hann muni taka ákvörðun innan tveggja vikna eftir að HM í Rússlandi lýkur í sumar. Hann telur sig vera nú í stöðu til að taka skref erlendis sem ekki margir íslenskir þjálfarar hafa náð að taka. „Ég er í þeirri stöðu að kannski verður einhver eftirspurn og mig langar til að sjá hvað verður í boði,“ segir Heimir. „Mig langar að vera áfram og auðvitað myndi ég vilja hafa það þannig að ég gæti bara ákveðið það sjálfur eftir HM hvort ég verði áfram eða ekki. Samningurinn minn væri tilbúinn og enginn ráðinn í staðinn. Ég veit að þannig er þetta ekki í dag. Ég er að taka smá áhættu með því að fá að biðja um það að fá að bíða með þetta,“ segir Heimir en það er hægt að sjá allt viðtalið hér.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Í beinni: FHL - FH | Hafnfirðingar fyrir austan Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti