Síðasti stormurinn í bili væntanlegur eftir hádegi á morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2018 22:39 Vindaspákort Veðurstofu Íslands fyrir klukkan 18 á morgun. veðurstofa íslands Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis á morgun þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. Stormurinn er sá seinasti í bili því von er á því að hæðir verði yfir landinu langt fram í næstu viku með mildu veðri. Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir storminn á morgun keimlíkan þeim sem gekk yfir landið á miðvikudag. Þessi sé þó aðeins hagstæðari. „Vindstyrkurinn er kannski einu gömlu vindstigi minna og úrkoman er ekki alveg eins áköf. Svo er aðeins hlýrra loftið í þessum þannig að það er lítið sem ekkert af slyddu eða snjókomu og úrkoman meira og minna öll rigning,“ segir Teitur. Þannig séu líkur á að hitinn fari vel yfir frostmark á heiðavegum og það verði ekki nema í stuttan tíma sem það verður skafrenningur og mögulega slydda eða snjókoma. „En þetta er það hlýtt loft að það fer vel upp fyrir frostmark líka á fjallvegum. Þess vegna eru viðvaranirnar gular að þessu sinni. Þetta er svona allt aðeins vægara en á miðvikudaginn. Svo ætti að vinnast vel á klakanum þegar þetta er svona hlýtt, það ætti að bráðna vel af honum á morgun og síðan kólnar ekkert mjög hratt á laugardaginn þannig að þá ætti að bráðna eitthvað. Svo kólnar seint á laugardaginn, laugardagskvöldið,“ segir Teitur. Stormurinn á morgun lætur fyrst á sér kræla syðst á landinu en fer svo meira og minna yfir allt landið. Síðan er komið smá hlé á lægðaganginum. „Það verður heldur stífur vindur á laugardaginn en síðan eru ekki nein hvassviðri eða stormar í kortunum frá sunnudegi og langt fram í næstu viku. Það lítur allt miklu betur út.“Veðurhorfur næsta sólarhringinn og næstu daga:Sunnan 10-18 m/s og éljagangur í kvöld, en þurrt á NA- og A-landi. Vægt frost.Vaxandi suðaustanátt á morgun, 18-25 m/s seinni partinn með slyddu og síðar rigningu, talsverð úrkoma S- og V-lands.Hlýnandi veður, hiti 5 til 10 stig annað kvöld.Á laugardag:Suðaustan 18-23 m/s austanlands fram að hádegi, talsverð rigning og fremur hlýtt. Annars sunnan 10-18 með skúrum og síðar éljum, en úrkomulítið norðan heiða. Hiti 1 til 5 stig.Á sunnudag:Austan og suðaustan 8-15 og slydda og síðar rigning með köflum. Heldur hægari og þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hiti 0 til 6 stig, mildast með suðurströndinni.Á mánudag:Suðaustan 10-15 og dálítil væta sunnan- og vestanlands, en hægari og bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 8 stig.Á þriðjudag:Hæg suðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað og smásúld á vesturhelmingi landsins, en bjart austantil. Hiti 2 til 7 stig.Á miðvikudag:Fremur hæg norðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu á landinu og svolítil rigning eða slydda við norðurströndina. Hiti 0 til 6 stig.Á fimmtudag:Norðaustan 5-13 og léttskýjað um landið sunnan og vestanvert, en dálítil él norðaustantil. Kólnar í veðri. Veður Tengdar fréttir Grundvallarbreytingar á veðrinu í vændum Veðurkerfi gærdagsins hefur enn ekki yfirgefið okkur alveg. 22. febrúar 2018 08:37 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Gular viðvaranir taka gildi um allt land síðdegis á morgun þegar suðaustanstormur gengur yfir landið. Stormurinn er sá seinasti í bili því von er á því að hæðir verði yfir landinu langt fram í næstu viku með mildu veðri. Teitur Arason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir storminn á morgun keimlíkan þeim sem gekk yfir landið á miðvikudag. Þessi sé þó aðeins hagstæðari. „Vindstyrkurinn er kannski einu gömlu vindstigi minna og úrkoman er ekki alveg eins áköf. Svo er aðeins hlýrra loftið í þessum þannig að það er lítið sem ekkert af slyddu eða snjókomu og úrkoman meira og minna öll rigning,“ segir Teitur. Þannig séu líkur á að hitinn fari vel yfir frostmark á heiðavegum og það verði ekki nema í stuttan tíma sem það verður skafrenningur og mögulega slydda eða snjókoma. „En þetta er það hlýtt loft að það fer vel upp fyrir frostmark líka á fjallvegum. Þess vegna eru viðvaranirnar gular að þessu sinni. Þetta er svona allt aðeins vægara en á miðvikudaginn. Svo ætti að vinnast vel á klakanum þegar þetta er svona hlýtt, það ætti að bráðna vel af honum á morgun og síðan kólnar ekkert mjög hratt á laugardaginn þannig að þá ætti að bráðna eitthvað. Svo kólnar seint á laugardaginn, laugardagskvöldið,“ segir Teitur. Stormurinn á morgun lætur fyrst á sér kræla syðst á landinu en fer svo meira og minna yfir allt landið. Síðan er komið smá hlé á lægðaganginum. „Það verður heldur stífur vindur á laugardaginn en síðan eru ekki nein hvassviðri eða stormar í kortunum frá sunnudegi og langt fram í næstu viku. Það lítur allt miklu betur út.“Veðurhorfur næsta sólarhringinn og næstu daga:Sunnan 10-18 m/s og éljagangur í kvöld, en þurrt á NA- og A-landi. Vægt frost.Vaxandi suðaustanátt á morgun, 18-25 m/s seinni partinn með slyddu og síðar rigningu, talsverð úrkoma S- og V-lands.Hlýnandi veður, hiti 5 til 10 stig annað kvöld.Á laugardag:Suðaustan 18-23 m/s austanlands fram að hádegi, talsverð rigning og fremur hlýtt. Annars sunnan 10-18 með skúrum og síðar éljum, en úrkomulítið norðan heiða. Hiti 1 til 5 stig.Á sunnudag:Austan og suðaustan 8-15 og slydda og síðar rigning með köflum. Heldur hægari og þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hiti 0 til 6 stig, mildast með suðurströndinni.Á mánudag:Suðaustan 10-15 og dálítil væta sunnan- og vestanlands, en hægari og bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 8 stig.Á þriðjudag:Hæg suðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað og smásúld á vesturhelmingi landsins, en bjart austantil. Hiti 2 til 7 stig.Á miðvikudag:Fremur hæg norðvestlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu á landinu og svolítil rigning eða slydda við norðurströndina. Hiti 0 til 6 stig.Á fimmtudag:Norðaustan 5-13 og léttskýjað um landið sunnan og vestanvert, en dálítil él norðaustantil. Kólnar í veðri.
Veður Tengdar fréttir Grundvallarbreytingar á veðrinu í vændum Veðurkerfi gærdagsins hefur enn ekki yfirgefið okkur alveg. 22. febrúar 2018 08:37 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Grundvallarbreytingar á veðrinu í vændum Veðurkerfi gærdagsins hefur enn ekki yfirgefið okkur alveg. 22. febrúar 2018 08:37