Víða túnskemmdir hjá bændum á Suðurlandi vegna mikilla rigninga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. september 2018 19:15 Berglind í hjólfjörum eftir dráttarvél sem sökk þar niður einn rigningardaginn af mörgum í sumar á nýrækt hjá henni.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýræktir bænda á Suðurlandi eru víða skemmdar ef ekki ónýtar vegna mikilla rigninga í sumar. Á bæ undir Eyjafjöllum er þrjátíu hektara nýrækt nánast ónýt og tjón búsins um þrjár milljónir króna sem fæst ekki bætt. Eins og allir vita þá verður sumarsins 2018 minnst sem rigningasumarsins mikla, ekki síst á Suðurlandi. Bændur hafa sérstaklega fengið að kenna á því enda erfitt heyskaparsumar að baki og þá eru nýræktir víða mjög illa farnar, eins og t.d á bænum Núpi undir Eyjafjöllum þar sem víða má finna djúp hjólför eftir dráttarvélar sem komust ekkert áfram vegna mikillar bleytu í nýrækt frá því í fyrra. „Þetta átti að vera svona eins og allar nýræktir, sparitún, rennislétt og búið að eyða á þriðju milljón króna í að ýta og setja ofan í skurði. Svo gerist það í sumar að það ringdi og ringdi eins og allir vita.“ „Hér fór allt á flot þannig að í fyrri slætti þegar það var verið að slá og hirða þá fóru vélarnar á bólakaf eins og sést víða á nýræktinni. Þegar það var verið að hirða rúllur var ekki hægt að fylla vagnana af rúllum vegna þyngdar, þá festust traktorarnir ítrekað og nú er túnið allt sundurskorið og það er bara ónýtt“, segir Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum. Hún segir að endurrækta þurfi túnið allt með tilheyrandi kostnaði næsta vor. Berglind segir skemmdirnar mjög svekkjandi. „Þetta er ömurlegt en þetta er góð áminning um það, það er málsháttur sem segir; „Mennirnir ákveða en guð ræður“ en þegar maður er bóndi getur maður sagt „Mennirnir ákveða en veðrið ræður“. Þetta er bara svona út um allan heim, bóndinn gerir eitthvað og svo kemur veðrið og sker úr um hvort við fáum einhverja uppskeru sem þýðir það líka í framhaldinu hvort fólk fái yfir höfuð mat, svona er nú matvælaframleiðslan fullkomlega háð veðurfarsskilyrum. Fyrir norðan kól tún fyrir nokkrum árum, fyrir sunnan drukknuðu tún, þannig að núna erum við bara með ónýt tún“, bætir Berglind við. Berglind segist aldrei á sínum búskaparárum hafa lent í öðrum eins uppskerubresti eins og í sumar vegna rigninga, hvað þá að nýræktir hafa skemmst með því að spólast allar upp. Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira
Berglind í hjólfjörum eftir dráttarvél sem sökk þar niður einn rigningardaginn af mörgum í sumar á nýrækt hjá henni.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýræktir bænda á Suðurlandi eru víða skemmdar ef ekki ónýtar vegna mikilla rigninga í sumar. Á bæ undir Eyjafjöllum er þrjátíu hektara nýrækt nánast ónýt og tjón búsins um þrjár milljónir króna sem fæst ekki bætt. Eins og allir vita þá verður sumarsins 2018 minnst sem rigningasumarsins mikla, ekki síst á Suðurlandi. Bændur hafa sérstaklega fengið að kenna á því enda erfitt heyskaparsumar að baki og þá eru nýræktir víða mjög illa farnar, eins og t.d á bænum Núpi undir Eyjafjöllum þar sem víða má finna djúp hjólför eftir dráttarvélar sem komust ekkert áfram vegna mikillar bleytu í nýrækt frá því í fyrra. „Þetta átti að vera svona eins og allar nýræktir, sparitún, rennislétt og búið að eyða á þriðju milljón króna í að ýta og setja ofan í skurði. Svo gerist það í sumar að það ringdi og ringdi eins og allir vita.“ „Hér fór allt á flot þannig að í fyrri slætti þegar það var verið að slá og hirða þá fóru vélarnar á bólakaf eins og sést víða á nýræktinni. Þegar það var verið að hirða rúllur var ekki hægt að fylla vagnana af rúllum vegna þyngdar, þá festust traktorarnir ítrekað og nú er túnið allt sundurskorið og það er bara ónýtt“, segir Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum. Hún segir að endurrækta þurfi túnið allt með tilheyrandi kostnaði næsta vor. Berglind segir skemmdirnar mjög svekkjandi. „Þetta er ömurlegt en þetta er góð áminning um það, það er málsháttur sem segir; „Mennirnir ákveða en guð ræður“ en þegar maður er bóndi getur maður sagt „Mennirnir ákveða en veðrið ræður“. Þetta er bara svona út um allan heim, bóndinn gerir eitthvað og svo kemur veðrið og sker úr um hvort við fáum einhverja uppskeru sem þýðir það líka í framhaldinu hvort fólk fái yfir höfuð mat, svona er nú matvælaframleiðslan fullkomlega háð veðurfarsskilyrum. Fyrir norðan kól tún fyrir nokkrum árum, fyrir sunnan drukknuðu tún, þannig að núna erum við bara með ónýt tún“, bætir Berglind við. Berglind segist aldrei á sínum búskaparárum hafa lent í öðrum eins uppskerubresti eins og í sumar vegna rigninga, hvað þá að nýræktir hafa skemmst með því að spólast allar upp.
Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Truflun á sjónvarpsútsendingu Sýnar Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Sjá meira