Víða túnskemmdir hjá bændum á Suðurlandi vegna mikilla rigninga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. september 2018 19:15 Berglind í hjólfjörum eftir dráttarvél sem sökk þar niður einn rigningardaginn af mörgum í sumar á nýrækt hjá henni.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýræktir bænda á Suðurlandi eru víða skemmdar ef ekki ónýtar vegna mikilla rigninga í sumar. Á bæ undir Eyjafjöllum er þrjátíu hektara nýrækt nánast ónýt og tjón búsins um þrjár milljónir króna sem fæst ekki bætt. Eins og allir vita þá verður sumarsins 2018 minnst sem rigningasumarsins mikla, ekki síst á Suðurlandi. Bændur hafa sérstaklega fengið að kenna á því enda erfitt heyskaparsumar að baki og þá eru nýræktir víða mjög illa farnar, eins og t.d á bænum Núpi undir Eyjafjöllum þar sem víða má finna djúp hjólför eftir dráttarvélar sem komust ekkert áfram vegna mikillar bleytu í nýrækt frá því í fyrra. „Þetta átti að vera svona eins og allar nýræktir, sparitún, rennislétt og búið að eyða á þriðju milljón króna í að ýta og setja ofan í skurði. Svo gerist það í sumar að það ringdi og ringdi eins og allir vita.“ „Hér fór allt á flot þannig að í fyrri slætti þegar það var verið að slá og hirða þá fóru vélarnar á bólakaf eins og sést víða á nýræktinni. Þegar það var verið að hirða rúllur var ekki hægt að fylla vagnana af rúllum vegna þyngdar, þá festust traktorarnir ítrekað og nú er túnið allt sundurskorið og það er bara ónýtt“, segir Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum. Hún segir að endurrækta þurfi túnið allt með tilheyrandi kostnaði næsta vor. Berglind segir skemmdirnar mjög svekkjandi. „Þetta er ömurlegt en þetta er góð áminning um það, það er málsháttur sem segir; „Mennirnir ákveða en guð ræður“ en þegar maður er bóndi getur maður sagt „Mennirnir ákveða en veðrið ræður“. Þetta er bara svona út um allan heim, bóndinn gerir eitthvað og svo kemur veðrið og sker úr um hvort við fáum einhverja uppskeru sem þýðir það líka í framhaldinu hvort fólk fái yfir höfuð mat, svona er nú matvælaframleiðslan fullkomlega háð veðurfarsskilyrum. Fyrir norðan kól tún fyrir nokkrum árum, fyrir sunnan drukknuðu tún, þannig að núna erum við bara með ónýt tún“, bætir Berglind við. Berglind segist aldrei á sínum búskaparárum hafa lent í öðrum eins uppskerubresti eins og í sumar vegna rigninga, hvað þá að nýræktir hafa skemmst með því að spólast allar upp. Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Berglind í hjólfjörum eftir dráttarvél sem sökk þar niður einn rigningardaginn af mörgum í sumar á nýrækt hjá henni.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýræktir bænda á Suðurlandi eru víða skemmdar ef ekki ónýtar vegna mikilla rigninga í sumar. Á bæ undir Eyjafjöllum er þrjátíu hektara nýrækt nánast ónýt og tjón búsins um þrjár milljónir króna sem fæst ekki bætt. Eins og allir vita þá verður sumarsins 2018 minnst sem rigningasumarsins mikla, ekki síst á Suðurlandi. Bændur hafa sérstaklega fengið að kenna á því enda erfitt heyskaparsumar að baki og þá eru nýræktir víða mjög illa farnar, eins og t.d á bænum Núpi undir Eyjafjöllum þar sem víða má finna djúp hjólför eftir dráttarvélar sem komust ekkert áfram vegna mikillar bleytu í nýrækt frá því í fyrra. „Þetta átti að vera svona eins og allar nýræktir, sparitún, rennislétt og búið að eyða á þriðju milljón króna í að ýta og setja ofan í skurði. Svo gerist það í sumar að það ringdi og ringdi eins og allir vita.“ „Hér fór allt á flot þannig að í fyrri slætti þegar það var verið að slá og hirða þá fóru vélarnar á bólakaf eins og sést víða á nýræktinni. Þegar það var verið að hirða rúllur var ekki hægt að fylla vagnana af rúllum vegna þyngdar, þá festust traktorarnir ítrekað og nú er túnið allt sundurskorið og það er bara ónýtt“, segir Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi undir Eyjafjöllum. Hún segir að endurrækta þurfi túnið allt með tilheyrandi kostnaði næsta vor. Berglind segir skemmdirnar mjög svekkjandi. „Þetta er ömurlegt en þetta er góð áminning um það, það er málsháttur sem segir; „Mennirnir ákveða en guð ræður“ en þegar maður er bóndi getur maður sagt „Mennirnir ákveða en veðrið ræður“. Þetta er bara svona út um allan heim, bóndinn gerir eitthvað og svo kemur veðrið og sker úr um hvort við fáum einhverja uppskeru sem þýðir það líka í framhaldinu hvort fólk fái yfir höfuð mat, svona er nú matvælaframleiðslan fullkomlega háð veðurfarsskilyrum. Fyrir norðan kól tún fyrir nokkrum árum, fyrir sunnan drukknuðu tún, þannig að núna erum við bara með ónýt tún“, bætir Berglind við. Berglind segist aldrei á sínum búskaparárum hafa lent í öðrum eins uppskerubresti eins og í sumar vegna rigninga, hvað þá að nýræktir hafa skemmst með því að spólast allar upp.
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent