Helgi: Ekkert í leik Argentínu sem kom á óvart Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. júní 2018 16:14 Helgi og Heimir einbeittir fyrir leik í dag Vísir/getty Ísland náði í stig í fyrsta leik sínum á HM þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Argentínu. Helgi Kolviðsson, aðstorðarlandsliðsþjálfari, sagði ekkert í leik Argentínumanna koma á óvart. Starfslið landsliðsins er búið að liggja yfir myndböndum af Argentínumönnum og voru undirbúnir undir allt sem gerðist í leiknum. „Við erum búnir að hræra í þessu alla daga og það var ekkert sem kom okkur á óvart. Við vorum vel undirbúnir og getum sýnt strákunum mikið sem þeir [Argentínumenn] reyndu að gera en gátu ekki gert í leiknum en hafa gert undanfarið,“ sagði Helgi í viðtali við Tómas Þór Þórðarson úti í Moskvu. „Bara í gær vorum við að skoða trikk frá Messi fyrir utan teiginn, við sýndum strákunum það í morgun og náðum að setja Alfreð á það. Allur þessi undirbúningur gekk upp.“ En hvernig er stemmingin í klefanum eftir þessi frábæru úrslit? „Það eru bara rólegheit og menn eru yfirvegaðir. Frábært að ná þessum árangri en við erum meðvitaðir um það að þetta er bara fyrsti leikurinn.“ „Menn eru gjörsamlega búnir á því eftir leikinn og reyna að ná sér.“ Strákarnir voru mjög jarðbundnir eftir leikinn og rólegir í fögnuði sínum með íslensku stuðningsmönnunum. Helgi sagði það þó ekki vera eitthvað sem þjálfarateymið hafi lagt upp með. „Við erum búnir að leggja gríðarlega vinnu í þetta og vissum að þetta yrði erfitt. Við vorum ekkert að hlaupa húllum hæ, náðum í stig á HM í fyrsta leik sem er frábært en núna þarf bara að einbeita sér að næsta leik.“ Jóhann Berg Guðmundsson fór meiddur af velli í seinni hálfleik eftir að hafa fallið til jarðar einn og óáreittur. Það veit oft ekki á gott ef menn meiðast án þess að lenda í samstuði en Helgi gat ekki sagt til um alvarleika meiðslanna að svo stöddu. „Hann stífnaði upp ekki í neinni tæklingu svo við þurfum aðeins að skoða þetta. Kemur í ljós eftir tvo daga hvort þetta sé eitthvað sem hafi bara stífnað upp eða eitthvað meira. Við vonum það besta,“ sagði Helgi en Heimir Hallgrímsson staðfesti á blaðamannafundi eftir leikinn að Jóhann væri tognaður í kálfa. Ísland mætir Nígeríu í öðrum leik sínum þann 22. júní. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes spurði argentínskan blaðamann hvort hann væri frændi Cristiano Ronaldo Ég vann mikla heimavinnu, sagði Hannes um vítaspyrnuna sem allir eru að tala um. 16. júní 2018 15:33 Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. 16. júní 2018 15:03 Alfreð: Augnablikið var draumi líkast Alfreð Finnbogason var að vonum ánægður eftir jafntefli Íslands gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM en Alfreð skoraði mark Íslendinga í leiknum. 16. júní 2018 15:17 Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
Ísland náði í stig í fyrsta leik sínum á HM þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Argentínu. Helgi Kolviðsson, aðstorðarlandsliðsþjálfari, sagði ekkert í leik Argentínumanna koma á óvart. Starfslið landsliðsins er búið að liggja yfir myndböndum af Argentínumönnum og voru undirbúnir undir allt sem gerðist í leiknum. „Við erum búnir að hræra í þessu alla daga og það var ekkert sem kom okkur á óvart. Við vorum vel undirbúnir og getum sýnt strákunum mikið sem þeir [Argentínumenn] reyndu að gera en gátu ekki gert í leiknum en hafa gert undanfarið,“ sagði Helgi í viðtali við Tómas Þór Þórðarson úti í Moskvu. „Bara í gær vorum við að skoða trikk frá Messi fyrir utan teiginn, við sýndum strákunum það í morgun og náðum að setja Alfreð á það. Allur þessi undirbúningur gekk upp.“ En hvernig er stemmingin í klefanum eftir þessi frábæru úrslit? „Það eru bara rólegheit og menn eru yfirvegaðir. Frábært að ná þessum árangri en við erum meðvitaðir um það að þetta er bara fyrsti leikurinn.“ „Menn eru gjörsamlega búnir á því eftir leikinn og reyna að ná sér.“ Strákarnir voru mjög jarðbundnir eftir leikinn og rólegir í fögnuði sínum með íslensku stuðningsmönnunum. Helgi sagði það þó ekki vera eitthvað sem þjálfarateymið hafi lagt upp með. „Við erum búnir að leggja gríðarlega vinnu í þetta og vissum að þetta yrði erfitt. Við vorum ekkert að hlaupa húllum hæ, náðum í stig á HM í fyrsta leik sem er frábært en núna þarf bara að einbeita sér að næsta leik.“ Jóhann Berg Guðmundsson fór meiddur af velli í seinni hálfleik eftir að hafa fallið til jarðar einn og óáreittur. Það veit oft ekki á gott ef menn meiðast án þess að lenda í samstuði en Helgi gat ekki sagt til um alvarleika meiðslanna að svo stöddu. „Hann stífnaði upp ekki í neinni tæklingu svo við þurfum aðeins að skoða þetta. Kemur í ljós eftir tvo daga hvort þetta sé eitthvað sem hafi bara stífnað upp eða eitthvað meira. Við vonum það besta,“ sagði Helgi en Heimir Hallgrímsson staðfesti á blaðamannafundi eftir leikinn að Jóhann væri tognaður í kálfa. Ísland mætir Nígeríu í öðrum leik sínum þann 22. júní.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes spurði argentínskan blaðamann hvort hann væri frændi Cristiano Ronaldo Ég vann mikla heimavinnu, sagði Hannes um vítaspyrnuna sem allir eru að tala um. 16. júní 2018 15:33 Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00 Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. 16. júní 2018 15:03 Alfreð: Augnablikið var draumi líkast Alfreð Finnbogason var að vonum ánægður eftir jafntefli Íslands gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM en Alfreð skoraði mark Íslendinga í leiknum. 16. júní 2018 15:17 Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
Hannes spurði argentínskan blaðamann hvort hann væri frændi Cristiano Ronaldo Ég vann mikla heimavinnu, sagði Hannes um vítaspyrnuna sem allir eru að tala um. 16. júní 2018 15:33
Umfjöllun: Argentína - Ísland 1-1 | Ekki einu sinni Messi gat unnið strákana okkar Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark Íslands á HM í fótbolta og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi. Niðurstaðan stórkostlegt stig í Moskvu. 16. júní 2018 15:00
Einkunnir Íslands: Hannes fær 10 og var maður leiksins Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, var maður leiksins að mati Vísis þegar Ísland gerði 1-1 jafntefli á móti Argentínu í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. 16. júní 2018 15:03
Alfreð: Augnablikið var draumi líkast Alfreð Finnbogason var að vonum ánægður eftir jafntefli Íslands gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands á HM en Alfreð skoraði mark Íslendinga í leiknum. 16. júní 2018 15:17
Heimir: Ekki skömm að tapa tveimur stigum gegn Argentínu Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari sló á létta strengi í viðtali eftir leikinn gegn Argentínu í dag. 16. júní 2018 15:10