Vilja ekki múr á milli Evrópu og Bretlands eftir Brexit Kjartan Kjartansson skrifar 7. mars 2018 14:42 Tusk virtist ekki vongóður um að markmið ESB og bresku ríkisstjórnarinnar varðandi Brexit væru samrýmanleg. Vísir/AFP Bretland og ríki Evrópusambandsins munu reka í sundur eftir Brexit en sambandið vill ekki reisa veggi. Þetta sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þegar hann kynnti drög að stefnu ESB fyrir viðræður um samband þess við Breta eftir Brexit. Tusk sagði að ESB vildi „metnaðarfullan og þróaðan“ fríverslunarsamning við Breta með engum tollum á vörur. Á hinn bóginn myndi samkomulag ekki gera viðskipti Breta og aðildarríkjanna auðveldari, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þetta mun gera þau flóknari og kostnaðarsamari fyrir okkur öll en þau eru í dag. Þetta er eðli Brexit,“ sagði Tusk sem varaði Breta við því að markmið ESB væri ekki að láta Brexit ganga vel. Samkvæmt drögunum sem Tusk kynnti myndu Bretar og ESB halda áfram samvinnu á sviði öryggismála og rannsókna. Tryggt yrði að hömlur yrðu ekki á flugsamgöngum og evrópsk fiskiskip gætu enn sótt á bresk mið. Leiðtogaráðið segist tilbúið að byrja á viðræðum um fríverslunarsamning sem yrði lokið þegar Bretar ganga formlega úr sambandinu í mars á næsta ári. Tusk útilokaði hins vegar að Bretar gætu sérvalið aðild að tilteknum hlutum innri markaðar ESB. „Slíkur samningur getur ekki boðið upp á sömu kosti og aðild og hann getur ekki jafnast á við þátttöku í innri markaðinum eða hluta hans,“ segir í stefnulýsingu leiðtogaráðsins. Brexit Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin hafnar tillögu ESB um Norður-Írland ESB lagði til að Norður-Írland yrði áfram hluti af innri markaði þess eftir Brexit ef engin önnur lausn finnst í viðræðum við Breta. 28. febrúar 2018 14:55 Hafnar öllum sérlausnum fyrir Norður-Írland til að viðhalda opnum landamærum Theresa May forsætisráðherra Bretlands segir að ekki verði horft til EES-samningsins í komandi Brexit viðræðum. 2. mars 2018 21:44 Geta ekki allir fengið allt Á meðal þess sem kom fram í ræðu forsætisráðherrans var að Bretland væri vissulega á leiðinni út af innri markaði Evrópusambandsins. 3. mars 2018 09:00 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Bretland og ríki Evrópusambandsins munu reka í sundur eftir Brexit en sambandið vill ekki reisa veggi. Þetta sagði Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, þegar hann kynnti drög að stefnu ESB fyrir viðræður um samband þess við Breta eftir Brexit. Tusk sagði að ESB vildi „metnaðarfullan og þróaðan“ fríverslunarsamning við Breta með engum tollum á vörur. Á hinn bóginn myndi samkomulag ekki gera viðskipti Breta og aðildarríkjanna auðveldari, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Þetta mun gera þau flóknari og kostnaðarsamari fyrir okkur öll en þau eru í dag. Þetta er eðli Brexit,“ sagði Tusk sem varaði Breta við því að markmið ESB væri ekki að láta Brexit ganga vel. Samkvæmt drögunum sem Tusk kynnti myndu Bretar og ESB halda áfram samvinnu á sviði öryggismála og rannsókna. Tryggt yrði að hömlur yrðu ekki á flugsamgöngum og evrópsk fiskiskip gætu enn sótt á bresk mið. Leiðtogaráðið segist tilbúið að byrja á viðræðum um fríverslunarsamning sem yrði lokið þegar Bretar ganga formlega úr sambandinu í mars á næsta ári. Tusk útilokaði hins vegar að Bretar gætu sérvalið aðild að tilteknum hlutum innri markaðar ESB. „Slíkur samningur getur ekki boðið upp á sömu kosti og aðild og hann getur ekki jafnast á við þátttöku í innri markaðinum eða hluta hans,“ segir í stefnulýsingu leiðtogaráðsins.
Brexit Tengdar fréttir Breska ríkisstjórnin hafnar tillögu ESB um Norður-Írland ESB lagði til að Norður-Írland yrði áfram hluti af innri markaði þess eftir Brexit ef engin önnur lausn finnst í viðræðum við Breta. 28. febrúar 2018 14:55 Hafnar öllum sérlausnum fyrir Norður-Írland til að viðhalda opnum landamærum Theresa May forsætisráðherra Bretlands segir að ekki verði horft til EES-samningsins í komandi Brexit viðræðum. 2. mars 2018 21:44 Geta ekki allir fengið allt Á meðal þess sem kom fram í ræðu forsætisráðherrans var að Bretland væri vissulega á leiðinni út af innri markaði Evrópusambandsins. 3. mars 2018 09:00 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Breska ríkisstjórnin hafnar tillögu ESB um Norður-Írland ESB lagði til að Norður-Írland yrði áfram hluti af innri markaði þess eftir Brexit ef engin önnur lausn finnst í viðræðum við Breta. 28. febrúar 2018 14:55
Hafnar öllum sérlausnum fyrir Norður-Írland til að viðhalda opnum landamærum Theresa May forsætisráðherra Bretlands segir að ekki verði horft til EES-samningsins í komandi Brexit viðræðum. 2. mars 2018 21:44
Geta ekki allir fengið allt Á meðal þess sem kom fram í ræðu forsætisráðherrans var að Bretland væri vissulega á leiðinni út af innri markaði Evrópusambandsins. 3. mars 2018 09:00