Skattfé varið með ómarkvissum hætti með rammasamningi við sérfræðilækna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. júní 2018 21:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/skjáskot Skattfé hefur verið varið með ómarkvissum hætti í sérfræðilækningar samkvæmt gildandi rammasamningi og fjármagn runnið nær stjórnlaust út úr ríkissjóði að sögn heilbrigðisráðherra. Ákvörðun um framtíð fyrirkomulags um sérfræðilækningar verður tekin á allra næstu vikum en samningurinn rennur út um áramótin. Í apríl 2017 var tekin ákvörðun um að loka fyrir aðild nýrra lækna að rammasamningi ríkisins við sérfræðilækna sem veita heilbrigðisþjónustu utan opinbera heilbriðgiskerfisins vegna skorts á fjármagni. Sú ákvörðun hefur sætt gagnrýni, meðal annars af hálfu forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, sem segir ákvörðun ráðuneytisins brjóta í bága við samninginn. Þeirri gagnrýni kveðst heilbrigðisráðherra ekki vilja svara í gegnum fjölmiðla. „Það er það sem ég er að fara yfir, að tryggja það að þetta sé eitthvert tækt fyrirkomulag inn í framtíðina. En hins vegar þá finnst mér nú fara betur á því að ég og framkvæmdastjóri Sjúkratrygginga eigum í samskiptum öðruvísi heldur en í gegnum fréttatíma miðlanna,” segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún kveðst aðspurð þó standa með niðurstöðu ráðuneytisins hvað varðar úrskurð þess í kærumáli læknis sem meinað var um aðild að samningnum. Sú niðurstaða hafi verið vandlega ígrunduð og í samræmi við lög og reglur að sögn ráðherra. Ómarkviss ráðstöfun á opinberu fé „Í upphafi árs 2016 þá lá þegar fyrir að þessi samningur væri í raun og veru að valda því að fjármagn væri að fara nánast stjórnaust út úr ríkissjóði,” segir Svandís. Því hafi þurft að bregðast við sem var í ráðherratíð Óttars Proppé með því að veita ekki fleiri læknum aðild að samningum en Svandís segir ljóst að hann hafi ákveðna galla í för með sér. „Við höfum náttúrlega fengið áminningu, svo ekki sé fastar að orði kveðið, frá ríkisendurskoðun, um að við séum að ráðstafa opinberu fé með ómarkvissum hætti. Það er að segja, þessi kaup á heilbrigðisþjónustu sé ómarkviss, íslenska heilbrigðiskerfið sé brotakennt og úr því þarf að leysa." Hvaða lausn verður ofan á liggur þó enn ekki fyrir. „Ég mun finna út úr því hver verður niðurstaðan á allra næstu vikum,” segir Svandís, sem ítrekar að öryggi sjúklinga verði henni efst í huga við ákvarðanatökuna. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 Algjör óvissa uppi um framtíð samninga við sérfræðilækna Rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands við sérfræðilækna rennur út um áramótin. Framtíð rammasamningsins hefur ekki verið ákveðin. Ljóst er að heilbrigðisráðherra vill breyta kerfinu í stórum dráttum. 11. júní 2018 07:00 Svandís vill breyta rammasamningnum Sérfræðilæknar krefja ríkið um svör. Framtíð sérfræðilækninga utan opinbera heilbrigðiskerfisins er óljós. Sjúklingar gætu þurft að greiða meira eftir áramót. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Skattfé hefur verið varið með ómarkvissum hætti í sérfræðilækningar samkvæmt gildandi rammasamningi og fjármagn runnið nær stjórnlaust út úr ríkissjóði að sögn heilbrigðisráðherra. Ákvörðun um framtíð fyrirkomulags um sérfræðilækningar verður tekin á allra næstu vikum en samningurinn rennur út um áramótin. Í apríl 2017 var tekin ákvörðun um að loka fyrir aðild nýrra lækna að rammasamningi ríkisins við sérfræðilækna sem veita heilbrigðisþjónustu utan opinbera heilbriðgiskerfisins vegna skorts á fjármagni. Sú ákvörðun hefur sætt gagnrýni, meðal annars af hálfu forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, sem segir ákvörðun ráðuneytisins brjóta í bága við samninginn. Þeirri gagnrýni kveðst heilbrigðisráðherra ekki vilja svara í gegnum fjölmiðla. „Það er það sem ég er að fara yfir, að tryggja það að þetta sé eitthvert tækt fyrirkomulag inn í framtíðina. En hins vegar þá finnst mér nú fara betur á því að ég og framkvæmdastjóri Sjúkratrygginga eigum í samskiptum öðruvísi heldur en í gegnum fréttatíma miðlanna,” segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún kveðst aðspurð þó standa með niðurstöðu ráðuneytisins hvað varðar úrskurð þess í kærumáli læknis sem meinað var um aðild að samningnum. Sú niðurstaða hafi verið vandlega ígrunduð og í samræmi við lög og reglur að sögn ráðherra. Ómarkviss ráðstöfun á opinberu fé „Í upphafi árs 2016 þá lá þegar fyrir að þessi samningur væri í raun og veru að valda því að fjármagn væri að fara nánast stjórnaust út úr ríkissjóði,” segir Svandís. Því hafi þurft að bregðast við sem var í ráðherratíð Óttars Proppé með því að veita ekki fleiri læknum aðild að samningum en Svandís segir ljóst að hann hafi ákveðna galla í för með sér. „Við höfum náttúrlega fengið áminningu, svo ekki sé fastar að orði kveðið, frá ríkisendurskoðun, um að við séum að ráðstafa opinberu fé með ómarkvissum hætti. Það er að segja, þessi kaup á heilbrigðisþjónustu sé ómarkviss, íslenska heilbrigðiskerfið sé brotakennt og úr því þarf að leysa." Hvaða lausn verður ofan á liggur þó enn ekki fyrir. „Ég mun finna út úr því hver verður niðurstaðan á allra næstu vikum,” segir Svandís, sem ítrekar að öryggi sjúklinga verði henni efst í huga við ákvarðanatökuna.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30 Algjör óvissa uppi um framtíð samninga við sérfræðilækna Rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands við sérfræðilækna rennur út um áramótin. Framtíð rammasamningsins hefur ekki verið ákveðin. Ljóst er að heilbrigðisráðherra vill breyta kerfinu í stórum dráttum. 11. júní 2018 07:00 Svandís vill breyta rammasamningnum Sérfræðilæknar krefja ríkið um svör. Framtíð sérfræðilækninga utan opinbera heilbrigðiskerfisins er óljós. Sjúklingar gætu þurft að greiða meira eftir áramót. 11. júní 2018 06:00 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Eins og blaut tuska í andlit sjúklinga og samstarfsfélaga Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landspítala, gagnrýnir ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hafna umsókn taugalæknisins Önnu Björnsdóttur um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands, SÍ. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að samningnum síðan 1. janúar 2016. 5. júní 2018 16:30
Algjör óvissa uppi um framtíð samninga við sérfræðilækna Rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands við sérfræðilækna rennur út um áramótin. Framtíð rammasamningsins hefur ekki verið ákveðin. Ljóst er að heilbrigðisráðherra vill breyta kerfinu í stórum dráttum. 11. júní 2018 07:00
Svandís vill breyta rammasamningnum Sérfræðilæknar krefja ríkið um svör. Framtíð sérfræðilækninga utan opinbera heilbrigðiskerfisins er óljós. Sjúklingar gætu þurft að greiða meira eftir áramót. 11. júní 2018 06:00
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?