Borgin greiðir ekki öryrkjum bætur sem þeim voru dæmdar Sveinn Arnarsson skrifar 23. mars 2018 08:00 Dagur B. Eggertsson hefur ekki svarað tveggja mánaða gömlu bréfi frá Öryrkjabandalaginu. VÍSIR/ANTON BRINK Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur enn ekki svarað bréfi Öryrkjabandalags Íslands frá 15. janúar síðastliðnum þar sem borgin er krafin um afturvirka leiðréttingu á sérstökum húsaleigubótum. Öryrkjabandalagið segir Reykjavíkurborg hunsa kröfur bandalagsins. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg neitaði að greiða sérstakar húsaleigubætur til öryrkja sem bjuggu í íbúðum á vegum Brynju, hússjóðs ÖBÍ. Brynja er sjálfseignarstofnun á vegum ÖBÍ sem á nú ríflega 800 íbúðir. ÖBÍ lagði borgina með dómi sem kveðinn var upp í júní árið 2016. Framkvæmd Reykjavíkurborgar að greiða þeim ekki sérstakar húsaleigubætur var ólögleg. Frá þeim tíma hefur hins vegar gengið illa að fá réttlætinu fullnægt að fullu að mati öryrkja. „Það er margt sem okkur þykir miður hvað þetta varðar,“ segir Aðalsteinn Sigurðsson, lögmaður ÖBÍ. „Fyrir það fyrsta greiðir Reykjavíkurborg ekki dráttarvexti nema fjögur ár aftur í tímann og ber fyrir sig fyrningu.“„Annað, sem er aðeins ljótara, er að Reykjavíkurborg greiðir aðeins út þessar sérstöku húsaleigubætur aftur í tímann fyrir þá sem hafa fengið skriflega neitun.“ Að mati Öryrkjabandalagsins hefur Reykjavíkurborg unnið þannig að þeim sem ætluðu sér að sækja um sérstakar húsaleigubætur hjá borginni hafi verið snúið við í dyrunum og sagt að það hefði ekkert upp á sig að sækja um því þau fengju neitun borgarinnar. „Aðilinn sem stefndi málinu upphaflega þurfti að fara þrisvar sinnum til að sækja um sérstakar húsaleigubætur,“ segir Aðalsteinn. „Í þriðja skiptið fékk hún lögmann með sér og þá fékk hún að sækja um.“ Því er nokkuð stór hópur sem telur sig hlunnfarinn af ólögmætri framkvæmd Reykjavíkurborgar. Öryrkjabandalagið hefur reynt að krefjast úrbóta fyrir þann hóp með litlum eða engum árangri. Þær upplýsingar fengust frá borginni að borgarstjóri hafi vísað erindinu inn á velferðarsvið til skoðunar og til borgarlögmanns. Verið sé að vinna svar en þetta sé flókið mál og verið sé að fara varlega. Ekki náðist í Dag B. Eggertsson borgarstjóra við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur enn ekki svarað bréfi Öryrkjabandalags Íslands frá 15. janúar síðastliðnum þar sem borgin er krafin um afturvirka leiðréttingu á sérstökum húsaleigubótum. Öryrkjabandalagið segir Reykjavíkurborg hunsa kröfur bandalagsins. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg neitaði að greiða sérstakar húsaleigubætur til öryrkja sem bjuggu í íbúðum á vegum Brynju, hússjóðs ÖBÍ. Brynja er sjálfseignarstofnun á vegum ÖBÍ sem á nú ríflega 800 íbúðir. ÖBÍ lagði borgina með dómi sem kveðinn var upp í júní árið 2016. Framkvæmd Reykjavíkurborgar að greiða þeim ekki sérstakar húsaleigubætur var ólögleg. Frá þeim tíma hefur hins vegar gengið illa að fá réttlætinu fullnægt að fullu að mati öryrkja. „Það er margt sem okkur þykir miður hvað þetta varðar,“ segir Aðalsteinn Sigurðsson, lögmaður ÖBÍ. „Fyrir það fyrsta greiðir Reykjavíkurborg ekki dráttarvexti nema fjögur ár aftur í tímann og ber fyrir sig fyrningu.“„Annað, sem er aðeins ljótara, er að Reykjavíkurborg greiðir aðeins út þessar sérstöku húsaleigubætur aftur í tímann fyrir þá sem hafa fengið skriflega neitun.“ Að mati Öryrkjabandalagsins hefur Reykjavíkurborg unnið þannig að þeim sem ætluðu sér að sækja um sérstakar húsaleigubætur hjá borginni hafi verið snúið við í dyrunum og sagt að það hefði ekkert upp á sig að sækja um því þau fengju neitun borgarinnar. „Aðilinn sem stefndi málinu upphaflega þurfti að fara þrisvar sinnum til að sækja um sérstakar húsaleigubætur,“ segir Aðalsteinn. „Í þriðja skiptið fékk hún lögmann með sér og þá fékk hún að sækja um.“ Því er nokkuð stór hópur sem telur sig hlunnfarinn af ólögmætri framkvæmd Reykjavíkurborgar. Öryrkjabandalagið hefur reynt að krefjast úrbóta fyrir þann hóp með litlum eða engum árangri. Þær upplýsingar fengust frá borginni að borgarstjóri hafi vísað erindinu inn á velferðarsvið til skoðunar og til borgarlögmanns. Verið sé að vinna svar en þetta sé flókið mál og verið sé að fara varlega. Ekki náðist í Dag B. Eggertsson borgarstjóra við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Aron Can heill á húfi Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Sjá meira