Borgin greiðir ekki öryrkjum bætur sem þeim voru dæmdar Sveinn Arnarsson skrifar 23. mars 2018 08:00 Dagur B. Eggertsson hefur ekki svarað tveggja mánaða gömlu bréfi frá Öryrkjabandalaginu. VÍSIR/ANTON BRINK Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur enn ekki svarað bréfi Öryrkjabandalags Íslands frá 15. janúar síðastliðnum þar sem borgin er krafin um afturvirka leiðréttingu á sérstökum húsaleigubótum. Öryrkjabandalagið segir Reykjavíkurborg hunsa kröfur bandalagsins. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg neitaði að greiða sérstakar húsaleigubætur til öryrkja sem bjuggu í íbúðum á vegum Brynju, hússjóðs ÖBÍ. Brynja er sjálfseignarstofnun á vegum ÖBÍ sem á nú ríflega 800 íbúðir. ÖBÍ lagði borgina með dómi sem kveðinn var upp í júní árið 2016. Framkvæmd Reykjavíkurborgar að greiða þeim ekki sérstakar húsaleigubætur var ólögleg. Frá þeim tíma hefur hins vegar gengið illa að fá réttlætinu fullnægt að fullu að mati öryrkja. „Það er margt sem okkur þykir miður hvað þetta varðar,“ segir Aðalsteinn Sigurðsson, lögmaður ÖBÍ. „Fyrir það fyrsta greiðir Reykjavíkurborg ekki dráttarvexti nema fjögur ár aftur í tímann og ber fyrir sig fyrningu.“„Annað, sem er aðeins ljótara, er að Reykjavíkurborg greiðir aðeins út þessar sérstöku húsaleigubætur aftur í tímann fyrir þá sem hafa fengið skriflega neitun.“ Að mati Öryrkjabandalagsins hefur Reykjavíkurborg unnið þannig að þeim sem ætluðu sér að sækja um sérstakar húsaleigubætur hjá borginni hafi verið snúið við í dyrunum og sagt að það hefði ekkert upp á sig að sækja um því þau fengju neitun borgarinnar. „Aðilinn sem stefndi málinu upphaflega þurfti að fara þrisvar sinnum til að sækja um sérstakar húsaleigubætur,“ segir Aðalsteinn. „Í þriðja skiptið fékk hún lögmann með sér og þá fékk hún að sækja um.“ Því er nokkuð stór hópur sem telur sig hlunnfarinn af ólögmætri framkvæmd Reykjavíkurborgar. Öryrkjabandalagið hefur reynt að krefjast úrbóta fyrir þann hóp með litlum eða engum árangri. Þær upplýsingar fengust frá borginni að borgarstjóri hafi vísað erindinu inn á velferðarsvið til skoðunar og til borgarlögmanns. Verið sé að vinna svar en þetta sé flókið mál og verið sé að fara varlega. Ekki náðist í Dag B. Eggertsson borgarstjóra við vinnslu fréttarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur enn ekki svarað bréfi Öryrkjabandalags Íslands frá 15. janúar síðastliðnum þar sem borgin er krafin um afturvirka leiðréttingu á sérstökum húsaleigubótum. Öryrkjabandalagið segir Reykjavíkurborg hunsa kröfur bandalagsins. Forsaga málsins er sú að Reykjavíkurborg neitaði að greiða sérstakar húsaleigubætur til öryrkja sem bjuggu í íbúðum á vegum Brynju, hússjóðs ÖBÍ. Brynja er sjálfseignarstofnun á vegum ÖBÍ sem á nú ríflega 800 íbúðir. ÖBÍ lagði borgina með dómi sem kveðinn var upp í júní árið 2016. Framkvæmd Reykjavíkurborgar að greiða þeim ekki sérstakar húsaleigubætur var ólögleg. Frá þeim tíma hefur hins vegar gengið illa að fá réttlætinu fullnægt að fullu að mati öryrkja. „Það er margt sem okkur þykir miður hvað þetta varðar,“ segir Aðalsteinn Sigurðsson, lögmaður ÖBÍ. „Fyrir það fyrsta greiðir Reykjavíkurborg ekki dráttarvexti nema fjögur ár aftur í tímann og ber fyrir sig fyrningu.“„Annað, sem er aðeins ljótara, er að Reykjavíkurborg greiðir aðeins út þessar sérstöku húsaleigubætur aftur í tímann fyrir þá sem hafa fengið skriflega neitun.“ Að mati Öryrkjabandalagsins hefur Reykjavíkurborg unnið þannig að þeim sem ætluðu sér að sækja um sérstakar húsaleigubætur hjá borginni hafi verið snúið við í dyrunum og sagt að það hefði ekkert upp á sig að sækja um því þau fengju neitun borgarinnar. „Aðilinn sem stefndi málinu upphaflega þurfti að fara þrisvar sinnum til að sækja um sérstakar húsaleigubætur,“ segir Aðalsteinn. „Í þriðja skiptið fékk hún lögmann með sér og þá fékk hún að sækja um.“ Því er nokkuð stór hópur sem telur sig hlunnfarinn af ólögmætri framkvæmd Reykjavíkurborgar. Öryrkjabandalagið hefur reynt að krefjast úrbóta fyrir þann hóp með litlum eða engum árangri. Þær upplýsingar fengust frá borginni að borgarstjóri hafi vísað erindinu inn á velferðarsvið til skoðunar og til borgarlögmanns. Verið sé að vinna svar en þetta sé flókið mál og verið sé að fara varlega. Ekki náðist í Dag B. Eggertsson borgarstjóra við vinnslu fréttarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira