KSÍ hefur staðfest númeralista íslenska landsliðsins á HM í Rússlandi. Athygli vekur að yngsti leikmaður liðsins, Albert Guðmundsson, verður í treyju númer 4 en hann leikur í framlínu liðsins.
Ástæðan fyrir því er einföld. Hann er yngstur og númerið 4 var það eina sem eftir var fyrir hann. Albert hefur verið að spila í treyju númer 30 en aðeins má vera með númer upp í 23 á HM.
Aðrir leikmenn eru í treyjum með sínum venjulegu númerum.
Markmenn
1. Hannes Þór Halldórsson
12. Frederik Schram
13. Rúnar Alex Rúnarsson
Varnarmenn
2. Birkir Már Sævarsson
3. Samúel Kári Friðjónsson
5. Sverrir Ingi Ingason
6. Ragnar Sigurðsson
14. Kári Árnason
15. Hólmar Örn Eyjólfsson
18. Hörður Björgvin Magnússon
23. Ari Freyr Skúlason
Miðjumenn
7. Jóhann Berg Guðmundsson
8. Birkir Bjarnason
10. Gylfi Þór Sigurðsson
16. Ólafur Ingi Skúlason
17. Aron Einar Gunnarsson
19. Rúrik Gíslason
20. Emil Hallfreðsson
21. Arnór Ingvi Traustason
Sóknarmenn
4. Albert Guðmundsson
9. Björn Bergmann Sigurðarson
11. Alfreð Finnbogason
22. Jón Daði Böðvarsson
