Woodward verður ekki rekinn svo lengi sem Glazer fjölskyldan á United Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 20. desember 2018 13:30 Ed Woodward og Avram Glazer vísir/getty Svo lengi sem Glazer fjölskyldan á Manchester United verður Ed Woodward ekki rekinn úr starfi. Þetta segir einn helsti íþróttablaðamaður The Times Martyn Ziegler. Það sem af er þessu tímabili hefur mikið verið rætt um ástandið á Old Trafford. Jose Mourinho varð neikvæðari og neikvæðari með hverjum blaðamannafundinum, einn daginn bárust fréttir af því að hann gæti eytt eins og hann vildi í janúar og þann næsta mátti hann ekki kaupa neitt. Frammistaðan á vellinum varð til þess að það hitnaði og hitnaði undir sæti Mourinho og hann var svo á endanum rekinn í vikunni. En umræðan, bæði í fjölmiðlum og úti í samfélaginu, snérist einnig að framkvæmdastjóranum Woodward. Vandamál United myndu ekki leysast með því að reka stjórann, það þyrfti að gera breytingar hærra uppi.Ziegler skrifar pistil í dag þar sem hann fer yfir samband Woodward og Glazer fjölskyldunnar. Glazer fjölskyldan keypti United fyrir þrettán árum síðan og var Woodward lykilmaður í þeim samningaviðræðum. Bandaríska fjölskyldan setti 170 milljónir punda af sínu eigin fé í kaupin, restin var fengin með lánum.Jose Mourinho, Ed Woodward og Sir Alex FergusonÍ dag á Glazer fjölskyldan 80 prósenta hlut í félagi sem er talið 3 milljarða punda virði. Woodward hefur frá fyrsta degi eftir kaupin séð um peningahliðina á félaginu. Undir hans stjórn er viðskiptamódelið hjá United orðið eitt það besta, ef ekki allra besta, í heimi og hafa mörg önnur félög mótað sig eftir módeli United. Woodward kann að búa til peninga, hann talar við Glazer fjölskylduna á hverjum degi og hann er ekki að fara neitt. Stuðningsmennirnir vilja hins vegar ekki styðja fjárfestingafyrirtæki heldur fótboltafélag. Og þess vegna þarf United að ráða yfirmann knattspyrnumála eða svipaða stöðu til þess að vera milliliður á milli Woodward og knattspyrnustjórans. Mourinho vildi ekki fá slíkt starf inn og það var enn einn þráðurinn sem slitnaði á milli Portúgalans og Woodward. Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho ræður hvort United ráði yfirmann knattspyrnumála Jose Mourinho getur komið í veg fyrir að Manchester United ráði yfirmann knattspyrnumála samkvæmt frétt ESPN. 30. október 2018 17:00 Woodward: Allir standa saman hjá Manchester United Ed Woodward, framkvæmdarstjóri Manchester United, segir að allir standi saman hjá félaginu; bæði þjálfarar og leikmenn og vilji bæta gengi liðsins í deildinni. 16. nóvember 2018 17:15 Stjórn United stendur með Mourinho í baráttunni við Pogba Paul Pogba er sagður á útleið frá Manchester United. 26. september 2018 10:48 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
Svo lengi sem Glazer fjölskyldan á Manchester United verður Ed Woodward ekki rekinn úr starfi. Þetta segir einn helsti íþróttablaðamaður The Times Martyn Ziegler. Það sem af er þessu tímabili hefur mikið verið rætt um ástandið á Old Trafford. Jose Mourinho varð neikvæðari og neikvæðari með hverjum blaðamannafundinum, einn daginn bárust fréttir af því að hann gæti eytt eins og hann vildi í janúar og þann næsta mátti hann ekki kaupa neitt. Frammistaðan á vellinum varð til þess að það hitnaði og hitnaði undir sæti Mourinho og hann var svo á endanum rekinn í vikunni. En umræðan, bæði í fjölmiðlum og úti í samfélaginu, snérist einnig að framkvæmdastjóranum Woodward. Vandamál United myndu ekki leysast með því að reka stjórann, það þyrfti að gera breytingar hærra uppi.Ziegler skrifar pistil í dag þar sem hann fer yfir samband Woodward og Glazer fjölskyldunnar. Glazer fjölskyldan keypti United fyrir þrettán árum síðan og var Woodward lykilmaður í þeim samningaviðræðum. Bandaríska fjölskyldan setti 170 milljónir punda af sínu eigin fé í kaupin, restin var fengin með lánum.Jose Mourinho, Ed Woodward og Sir Alex FergusonÍ dag á Glazer fjölskyldan 80 prósenta hlut í félagi sem er talið 3 milljarða punda virði. Woodward hefur frá fyrsta degi eftir kaupin séð um peningahliðina á félaginu. Undir hans stjórn er viðskiptamódelið hjá United orðið eitt það besta, ef ekki allra besta, í heimi og hafa mörg önnur félög mótað sig eftir módeli United. Woodward kann að búa til peninga, hann talar við Glazer fjölskylduna á hverjum degi og hann er ekki að fara neitt. Stuðningsmennirnir vilja hins vegar ekki styðja fjárfestingafyrirtæki heldur fótboltafélag. Og þess vegna þarf United að ráða yfirmann knattspyrnumála eða svipaða stöðu til þess að vera milliliður á milli Woodward og knattspyrnustjórans. Mourinho vildi ekki fá slíkt starf inn og það var enn einn þráðurinn sem slitnaði á milli Portúgalans og Woodward.
Enski boltinn Tengdar fréttir Mourinho ræður hvort United ráði yfirmann knattspyrnumála Jose Mourinho getur komið í veg fyrir að Manchester United ráði yfirmann knattspyrnumála samkvæmt frétt ESPN. 30. október 2018 17:00 Woodward: Allir standa saman hjá Manchester United Ed Woodward, framkvæmdarstjóri Manchester United, segir að allir standi saman hjá félaginu; bæði þjálfarar og leikmenn og vilji bæta gengi liðsins í deildinni. 16. nóvember 2018 17:15 Stjórn United stendur með Mourinho í baráttunni við Pogba Paul Pogba er sagður á útleið frá Manchester United. 26. september 2018 10:48 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Sjá meira
Mourinho ræður hvort United ráði yfirmann knattspyrnumála Jose Mourinho getur komið í veg fyrir að Manchester United ráði yfirmann knattspyrnumála samkvæmt frétt ESPN. 30. október 2018 17:00
Woodward: Allir standa saman hjá Manchester United Ed Woodward, framkvæmdarstjóri Manchester United, segir að allir standi saman hjá félaginu; bæði þjálfarar og leikmenn og vilji bæta gengi liðsins í deildinni. 16. nóvember 2018 17:15
Stjórn United stendur með Mourinho í baráttunni við Pogba Paul Pogba er sagður á útleið frá Manchester United. 26. september 2018 10:48