Jón Steinar segir afskipti Kára fyrir neðan allt velsæmi Jakob Bjarnar skrifar 20. desember 2018 10:02 Jón Steinar telur afskipti Kára og staðhæfingar um málið fyrir neðan allt velsæmi. Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður furðar sig á afskiptum Kára Stefánssonar forstjóra í máli sem var áberandi í fréttum gærdagsins og snýst um deilur innan Háskóla Íslands. Um er að ræða ásakanir Sigrúnar Helgu Lund, sem sagði prófessorstöðu sinni lausri en henni finnst rektor ekki hafa brugðist við ásökunum hennar um áreiti af hálfu Sigurða Yngva Kristinsson, prófessors við læknadeild Háskóla Íslands. Sigurður Yngvi hefur vísað þeim ásökunum á bug og sagt að þvert á móti hafi það verið Sigrún Helga sem réðst á sig.Kári birtist óvænt á sviðinu Jón Steinar ritar pistil um málið sem birtist á Vísi nú í morgun. Honum þykir framganga Kára með miklum ólíkindum: „Þá birtist Kári Stefánsson á sviðinu. Hann kveðst þekkja til konunnar og segir að hver sá maður sem abbist upp á hana sé bjáni. Konan sé margverðlaunaður glímukappi og beri mönnum því ekki að abbast upp á hana. Hrópað er húrra fyrir Kára og hann er talinn hafa reynst konunni vel!! Líklega reyndist hann sakaða manninum verr en henni,“ skrifar Jón Steinar.Mál þeirra Sigurðar Yngva og Sigrúnar Helgu hafa vakið mikla athygli.Mynd/SamsettLögmaðurinn segir að fyrir liggi að Kári Stefánsson viti ekkert um sannleiksgildi ásakana konunnar. Maðurinn, sem fyrir ásökunum varð, hefur sent frá sér hófstillt og málefnalegt svar. Klappliðið skeytir hvorki um skömm né heiður „Niðurstaðan er sú að hvorki Kári Stefánsson né nokkur annar utanaðkomandi maður veit neitt um þetta. Afskipti hans og staðhæfingar um málið eru fyrir neðan allt velsæmi. Svo mikið er víst að Kári eykur ekki hróður sinn sem vísindamaður með framgöngu sinni. Hann hefur að vísu fengið nokkur húrrahróp frá klappliði sem skeytir hvorki um skömm né heiður. Kannski hann sé að sækjast eftir því?“ Jón Steinar segir að málið ætti að vera einfalt í meðförum; meðan ekki sannast sannleiksgildi svona ásakana verðum við að leggja til grundvallar hinn sakaði maður sé saklaus. „Jafnvel þó að vísindamaðurinn Kári Stefánsson lýsi opinberlega yfir því að konan sé glímukappi og þess vegna beri að trúa henni!!“ Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Sá karlmaður sem reitir Sigrúnu Lund til reiði, hann er bjáni“ Kári Stefánsson, Sigrún Helga Lund og Jón Atli Benediktsson áttu fund í dag vegna máls Sigrúnar. 19. desember 2018 14:49 Sigurður Yngvi segist aldrei hafa áreitt Sigrúnu Sigurður Ingvi segir þessu öfugt farið, að Sigrún hafi ráðist á sig. 19. desember 2018 13:41 Framlag úr vísindaheiminum Jón Steinar ritar pistil um athyglisverða framgöngu Kára Stefánssonar. 20. desember 2018 09:59 Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar meintrar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður furðar sig á afskiptum Kára Stefánssonar forstjóra í máli sem var áberandi í fréttum gærdagsins og snýst um deilur innan Háskóla Íslands. Um er að ræða ásakanir Sigrúnar Helgu Lund, sem sagði prófessorstöðu sinni lausri en henni finnst rektor ekki hafa brugðist við ásökunum hennar um áreiti af hálfu Sigurða Yngva Kristinsson, prófessors við læknadeild Háskóla Íslands. Sigurður Yngvi hefur vísað þeim ásökunum á bug og sagt að þvert á móti hafi það verið Sigrún Helga sem réðst á sig.Kári birtist óvænt á sviðinu Jón Steinar ritar pistil um málið sem birtist á Vísi nú í morgun. Honum þykir framganga Kára með miklum ólíkindum: „Þá birtist Kári Stefánsson á sviðinu. Hann kveðst þekkja til konunnar og segir að hver sá maður sem abbist upp á hana sé bjáni. Konan sé margverðlaunaður glímukappi og beri mönnum því ekki að abbast upp á hana. Hrópað er húrra fyrir Kára og hann er talinn hafa reynst konunni vel!! Líklega reyndist hann sakaða manninum verr en henni,“ skrifar Jón Steinar.Mál þeirra Sigurðar Yngva og Sigrúnar Helgu hafa vakið mikla athygli.Mynd/SamsettLögmaðurinn segir að fyrir liggi að Kári Stefánsson viti ekkert um sannleiksgildi ásakana konunnar. Maðurinn, sem fyrir ásökunum varð, hefur sent frá sér hófstillt og málefnalegt svar. Klappliðið skeytir hvorki um skömm né heiður „Niðurstaðan er sú að hvorki Kári Stefánsson né nokkur annar utanaðkomandi maður veit neitt um þetta. Afskipti hans og staðhæfingar um málið eru fyrir neðan allt velsæmi. Svo mikið er víst að Kári eykur ekki hróður sinn sem vísindamaður með framgöngu sinni. Hann hefur að vísu fengið nokkur húrrahróp frá klappliði sem skeytir hvorki um skömm né heiður. Kannski hann sé að sækjast eftir því?“ Jón Steinar segir að málið ætti að vera einfalt í meðförum; meðan ekki sannast sannleiksgildi svona ásakana verðum við að leggja til grundvallar hinn sakaði maður sé saklaus. „Jafnvel þó að vísindamaðurinn Kári Stefánsson lýsi opinberlega yfir því að konan sé glímukappi og þess vegna beri að trúa henni!!“
Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Sá karlmaður sem reitir Sigrúnu Lund til reiði, hann er bjáni“ Kári Stefánsson, Sigrún Helga Lund og Jón Atli Benediktsson áttu fund í dag vegna máls Sigrúnar. 19. desember 2018 14:49 Sigurður Yngvi segist aldrei hafa áreitt Sigrúnu Sigurður Ingvi segir þessu öfugt farið, að Sigrún hafi ráðist á sig. 19. desember 2018 13:41 Framlag úr vísindaheiminum Jón Steinar ritar pistil um athyglisverða framgöngu Kára Stefánssonar. 20. desember 2018 09:59 Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar meintrar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
„Sá karlmaður sem reitir Sigrúnu Lund til reiði, hann er bjáni“ Kári Stefánsson, Sigrún Helga Lund og Jón Atli Benediktsson áttu fund í dag vegna máls Sigrúnar. 19. desember 2018 14:49
Sigurður Yngvi segist aldrei hafa áreitt Sigrúnu Sigurður Ingvi segir þessu öfugt farið, að Sigrún hafi ráðist á sig. 19. desember 2018 13:41
Framlag úr vísindaheiminum Jón Steinar ritar pistil um athyglisverða framgöngu Kára Stefánssonar. 20. desember 2018 09:59
Segir upp prófessorsstöðu við HÍ í kjölfar meintrar áreitni yfirmanns Sigrún Helga Lund, prófessur í líftölfræði við Háskóla Íslands, hefur sagt upp starfi sínu við háskólann vegna skeytingarleysis stjórnenda í máli um hegðun yfirmanns í hennar garð. 19. desember 2018 10:48