Beið í fjórtán tíma eftir flugi sem fellt var niður Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2018 21:38 Drónum hefur ítrekað verið flogið yfir flugvöllinn og hefur það stöðvað flugumferð frá því í gærkvöldi. AP/Tim Ireland Sindri Hjartarson, kærasta hans og tengdamóður, biðu í um fjórtán klukkustundir á Gatwick flugvellinum í London í dag. Þau voru að bíða eftir flugi með EasyJet en flugfélagið ákvað að endingu að fella niður öll flug. Ástæðan er sú, samkvæmt flugfélaginu, að ómögulegt sé að segja til um hvenær opnað verði aftur fyrir flugumferð á Gatwick. Drónum hefur ítrekað verið flogið yfir flugvöllinn og hefur það stöðvað flugumferð frá því í gærkvöldi. Áætlanir tuga þúsunda manna hafa raskast og gætu liðið einhverjir dagar þar til opnað verður fyrir umferð á nýjan leik. Þeim sem eiga pantaða flugmiða hefur verið ráðlegt að fara ekki til Gatwick að svo stöddu. Þá hafa yfirvöld Bretlands kallað herinn til aðstoðar lögreglu og Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, heitir því að sökudólgarnir verði sóttir til saka. Sökudólgurinn eða dólgarnir gætu átt allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér. Sindri mætti á flugvöllinn, ásamt kærustu sinni og tengdamóður, klukkan fimm í morgun að breskum tíma. Þau voru á flugvellinum þar til skömmu fyrir sjö að kvöldi eða í um fjórtán klukkustundir. Sindri segir þau hafa verið á leið til Möltu en það sé nú mjög erfitt. Þeim bauðst næsta flug frá Bretlandi þann 27. desember en skoða nú aðrar leiðir.9,5 klst seinna erum við ennþá hér á #Gatwick. Fólk er tjúllað. Ég er reyndar sultu slakur. Fáum næstu upplýsingar eftir 1,5 klst — Sindri Hjartarson (@SindriHjartar) December 20, 2018 Þegar þau mættu var þegar búið að fella niður fjölmörg flug en varðandi önnur og þar á meðal þeirra flug, var staðan metin á klukkustundar fresti Upplýsingaflæði til fólks á Gatwick var verulega ábótavant og allt of fá sæti í boði. Sindri reyndi að komast inn á veitingastað en það var ómögulegt. Eftir að hafa beðið í röð í um 40 mínútur, án þess að nokkrum hafi verið hleypt inn, gáfust þau upp. „Það hefði til dæmis verið hægt að opna einhver hlið og veita fólki sæti þar,“ segir Sindri. „Fólk lá bara á gólfinu.“ Sindri segir að það eina sem hafi verið tilkynnt í kerfinu hafi verið að tafirnar væru vegna dróna. Ekkert hafi verið sagt um hvar mætti finna sæti né hver réttur þeirra væri varðandi matarmiða og annað. Þar sem þau eiga bókað hótel í Möltu og flug þaðan til London hafa þau leitað annarra leiða til að komast á leiðarenda. Sindri segir þau þó ekki stressuð þar sem þau hafi ætlað að verja jólunum saman og hafi ekki verið á leið til að hitta neinn. Þetta byrjaði allt í gærkvöldi þegar tveimur drónum var flogið yfir flugvöllinn. Opnað var fyrir flugumferð í stuttan tíma í nótt en þá sáust fleiri drónar. Þeir hafa svo sést ítrekað síðan.Samkvæmt BBC hefur lögreglan átt erfitt með að finna flugmann eða flugmenn drónanna.„Þegar við teljum okkur vera að nálgast flugmanninn, hverfur dróninn. Þegar við hugsum um að opna flugvöllinn aftur, birtist dróninn aftur,“ sagði lögreglustjórinn Justin Burtenshaw. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Miklar raskanir á flugi frá Gatwick vegna dróna Miklar raskanir hafa orðið á flugi frá Gatwick flugvelli eftir að drónar sáust á flugi í grennd við völlinn. 20. desember 2018 07:22 Flug á Gatwick gæti raskast í marga daga vegna drónanna Óþekktir drónar á sveimi yfir flugvellinum hafa stöðvað alla flugumferð í dag. 20. desember 2018 16:23 WOW búið að selja flugtíma sína á Gatwick WOW Air hefur í kjölfar endurskipulagningar á rekstri selt flugtíma sína á London Gatwick flugvelli. 20. desember 2018 15:27 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Sindri Hjartarson, kærasta hans og tengdamóður, biðu í um fjórtán klukkustundir á Gatwick flugvellinum í London í dag. Þau voru að bíða eftir flugi með EasyJet en flugfélagið ákvað að endingu að fella niður öll flug. Ástæðan er sú, samkvæmt flugfélaginu, að ómögulegt sé að segja til um hvenær opnað verði aftur fyrir flugumferð á Gatwick. Drónum hefur ítrekað verið flogið yfir flugvöllinn og hefur það stöðvað flugumferð frá því í gærkvöldi. Áætlanir tuga þúsunda manna hafa raskast og gætu liðið einhverjir dagar þar til opnað verður fyrir umferð á nýjan leik. Þeim sem eiga pantaða flugmiða hefur verið ráðlegt að fara ekki til Gatwick að svo stöddu. Þá hafa yfirvöld Bretlands kallað herinn til aðstoðar lögreglu og Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, heitir því að sökudólgarnir verði sóttir til saka. Sökudólgurinn eða dólgarnir gætu átt allt að fimm ára fangelsi yfir höfði sér. Sindri mætti á flugvöllinn, ásamt kærustu sinni og tengdamóður, klukkan fimm í morgun að breskum tíma. Þau voru á flugvellinum þar til skömmu fyrir sjö að kvöldi eða í um fjórtán klukkustundir. Sindri segir þau hafa verið á leið til Möltu en það sé nú mjög erfitt. Þeim bauðst næsta flug frá Bretlandi þann 27. desember en skoða nú aðrar leiðir.9,5 klst seinna erum við ennþá hér á #Gatwick. Fólk er tjúllað. Ég er reyndar sultu slakur. Fáum næstu upplýsingar eftir 1,5 klst — Sindri Hjartarson (@SindriHjartar) December 20, 2018 Þegar þau mættu var þegar búið að fella niður fjölmörg flug en varðandi önnur og þar á meðal þeirra flug, var staðan metin á klukkustundar fresti Upplýsingaflæði til fólks á Gatwick var verulega ábótavant og allt of fá sæti í boði. Sindri reyndi að komast inn á veitingastað en það var ómögulegt. Eftir að hafa beðið í röð í um 40 mínútur, án þess að nokkrum hafi verið hleypt inn, gáfust þau upp. „Það hefði til dæmis verið hægt að opna einhver hlið og veita fólki sæti þar,“ segir Sindri. „Fólk lá bara á gólfinu.“ Sindri segir að það eina sem hafi verið tilkynnt í kerfinu hafi verið að tafirnar væru vegna dróna. Ekkert hafi verið sagt um hvar mætti finna sæti né hver réttur þeirra væri varðandi matarmiða og annað. Þar sem þau eiga bókað hótel í Möltu og flug þaðan til London hafa þau leitað annarra leiða til að komast á leiðarenda. Sindri segir þau þó ekki stressuð þar sem þau hafi ætlað að verja jólunum saman og hafi ekki verið á leið til að hitta neinn. Þetta byrjaði allt í gærkvöldi þegar tveimur drónum var flogið yfir flugvöllinn. Opnað var fyrir flugumferð í stuttan tíma í nótt en þá sáust fleiri drónar. Þeir hafa svo sést ítrekað síðan.Samkvæmt BBC hefur lögreglan átt erfitt með að finna flugmann eða flugmenn drónanna.„Þegar við teljum okkur vera að nálgast flugmanninn, hverfur dróninn. Þegar við hugsum um að opna flugvöllinn aftur, birtist dróninn aftur,“ sagði lögreglustjórinn Justin Burtenshaw.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Miklar raskanir á flugi frá Gatwick vegna dróna Miklar raskanir hafa orðið á flugi frá Gatwick flugvelli eftir að drónar sáust á flugi í grennd við völlinn. 20. desember 2018 07:22 Flug á Gatwick gæti raskast í marga daga vegna drónanna Óþekktir drónar á sveimi yfir flugvellinum hafa stöðvað alla flugumferð í dag. 20. desember 2018 16:23 WOW búið að selja flugtíma sína á Gatwick WOW Air hefur í kjölfar endurskipulagningar á rekstri selt flugtíma sína á London Gatwick flugvelli. 20. desember 2018 15:27 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Fleiri fréttir Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins Sjá meira
Miklar raskanir á flugi frá Gatwick vegna dróna Miklar raskanir hafa orðið á flugi frá Gatwick flugvelli eftir að drónar sáust á flugi í grennd við völlinn. 20. desember 2018 07:22
Flug á Gatwick gæti raskast í marga daga vegna drónanna Óþekktir drónar á sveimi yfir flugvellinum hafa stöðvað alla flugumferð í dag. 20. desember 2018 16:23
WOW búið að selja flugtíma sína á Gatwick WOW Air hefur í kjölfar endurskipulagningar á rekstri selt flugtíma sína á London Gatwick flugvelli. 20. desember 2018 15:27
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent