Innlent

Stjórn tók fyrir Klaustursmál

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Bára Halldórsdóttir í héraðsdómi í vikunni.
Bára Halldórsdóttir í héraðsdómi í vikunni. Vísir/Vilhelm

„Málsmeðferðin var rædd í stjórn Persónuverndar í dag og framhaldsmálsmeðferð hjá okkur ákveðin,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, en Klaustursmálið svokallaða var borið upp á fundi stjórnar í gær.

Þingmenn Miðflokksins, sem sátu að sumbli á Klausturbar, réðu sér lögmann sem meðal annars sendi Persónuvernd erindi vegna upptökunnar. Hver framhaldsmeðferð verður fæst ekki uppgefið strax.

„Við náðum ekki í málsaðila til að tilkynna þeim um hana og það hefur alltaf verið vinnuregla hjá Persónuvernd að upplýsa fyrst málsaðila og svo fjölmiðla. Við reyndum en því miður náðist það ekki í dag.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.