Segir Rabiot vera að „kaupa frelsi sitt“ frá PSG Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. desember 2018 12:30 Adrien Rabiot stendur í stappi við PSG. getty/Srdjan Stevanovic Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot hefur fengið stuðning frá alþjóðaleikmannasamtökunum í baráttu sinni við Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain en móðir hans segir hann vera að reyna að kaupa frelsi sitt frá félaginu. Samningur Rabiots við PSG rennur út í sumar og móðir hans, sem er jafnframt umboðsmaður leikmannsins, segir að hann ætli sér að fara. Hann hefur engan áhuga á því að vera áfram hjá PSG. Yfirmenn Parísarfélagsins vilja ekki missa hann fyrir ekki neitt og eru því að neyða hann til að skrifa undir nýjan samning en hann fær ekki að koma nálægt aðalliðinu á meðan hann skrifar ekki undir. „Snýst fótbolti um að vinna leiki eða að græða?“ spyrja leikmannasamtökin í yfirlýsingu sinni og vitna til Jean-Marc Bosman sem barðist fyrir sínu og breytti landslagi fótboltans um ókomna tíð á tíunda áratug síðustu aldar. Rabiot var orðaður við Barcelona síðasta sumar og þá var greint frá áhuga Liverpool á leikmanninum sem á sex landsleiki að baki fyrir franska landsliðið. „Við megum ekki tala við nein félög fyrr en 1. janúar og því munum við ekki tala við neinn fyrr en sá dagur rennur upp,“ segir Veronique Rabiot, móðir leikmannsins, í samtali við franska útvarpsstöð en BBC greinir frá. „Ég sagði Antero Henrique, yfirmanni knattspyrnumála hjá PSG, í sumar að Adrien vildi fara og það kom tilboð frá Barcelona sem var hafnað. Félagið hefur fulla heimild til að hafna tilboðum en það getur ekki sagt að það viti ekki af neinum tilboðum.“ „Staðan er alveg eins núna og fyrir fjórum árum. Þegar að Adrien var 19 ára barðist hann ekki við félagið og skrifaði undir framlengingu. Nú er hann orðinn 23 ára gamall og er að reyna að kaupa frelsi sitt,“ segir Veronique Rabiot. Fótbolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira
Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot hefur fengið stuðning frá alþjóðaleikmannasamtökunum í baráttu sinni við Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain en móðir hans segir hann vera að reyna að kaupa frelsi sitt frá félaginu. Samningur Rabiots við PSG rennur út í sumar og móðir hans, sem er jafnframt umboðsmaður leikmannsins, segir að hann ætli sér að fara. Hann hefur engan áhuga á því að vera áfram hjá PSG. Yfirmenn Parísarfélagsins vilja ekki missa hann fyrir ekki neitt og eru því að neyða hann til að skrifa undir nýjan samning en hann fær ekki að koma nálægt aðalliðinu á meðan hann skrifar ekki undir. „Snýst fótbolti um að vinna leiki eða að græða?“ spyrja leikmannasamtökin í yfirlýsingu sinni og vitna til Jean-Marc Bosman sem barðist fyrir sínu og breytti landslagi fótboltans um ókomna tíð á tíunda áratug síðustu aldar. Rabiot var orðaður við Barcelona síðasta sumar og þá var greint frá áhuga Liverpool á leikmanninum sem á sex landsleiki að baki fyrir franska landsliðið. „Við megum ekki tala við nein félög fyrr en 1. janúar og því munum við ekki tala við neinn fyrr en sá dagur rennur upp,“ segir Veronique Rabiot, móðir leikmannsins, í samtali við franska útvarpsstöð en BBC greinir frá. „Ég sagði Antero Henrique, yfirmanni knattspyrnumála hjá PSG, í sumar að Adrien vildi fara og það kom tilboð frá Barcelona sem var hafnað. Félagið hefur fulla heimild til að hafna tilboðum en það getur ekki sagt að það viti ekki af neinum tilboðum.“ „Staðan er alveg eins núna og fyrir fjórum árum. Þegar að Adrien var 19 ára barðist hann ekki við félagið og skrifaði undir framlengingu. Nú er hann orðinn 23 ára gamall og er að reyna að kaupa frelsi sitt,“ segir Veronique Rabiot.
Fótbolti Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Sjá meira