Segir Rabiot vera að „kaupa frelsi sitt“ frá PSG Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. desember 2018 12:30 Adrien Rabiot stendur í stappi við PSG. getty/Srdjan Stevanovic Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot hefur fengið stuðning frá alþjóðaleikmannasamtökunum í baráttu sinni við Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain en móðir hans segir hann vera að reyna að kaupa frelsi sitt frá félaginu. Samningur Rabiots við PSG rennur út í sumar og móðir hans, sem er jafnframt umboðsmaður leikmannsins, segir að hann ætli sér að fara. Hann hefur engan áhuga á því að vera áfram hjá PSG. Yfirmenn Parísarfélagsins vilja ekki missa hann fyrir ekki neitt og eru því að neyða hann til að skrifa undir nýjan samning en hann fær ekki að koma nálægt aðalliðinu á meðan hann skrifar ekki undir. „Snýst fótbolti um að vinna leiki eða að græða?“ spyrja leikmannasamtökin í yfirlýsingu sinni og vitna til Jean-Marc Bosman sem barðist fyrir sínu og breytti landslagi fótboltans um ókomna tíð á tíunda áratug síðustu aldar. Rabiot var orðaður við Barcelona síðasta sumar og þá var greint frá áhuga Liverpool á leikmanninum sem á sex landsleiki að baki fyrir franska landsliðið. „Við megum ekki tala við nein félög fyrr en 1. janúar og því munum við ekki tala við neinn fyrr en sá dagur rennur upp,“ segir Veronique Rabiot, móðir leikmannsins, í samtali við franska útvarpsstöð en BBC greinir frá. „Ég sagði Antero Henrique, yfirmanni knattspyrnumála hjá PSG, í sumar að Adrien vildi fara og það kom tilboð frá Barcelona sem var hafnað. Félagið hefur fulla heimild til að hafna tilboðum en það getur ekki sagt að það viti ekki af neinum tilboðum.“ „Staðan er alveg eins núna og fyrir fjórum árum. Þegar að Adrien var 19 ára barðist hann ekki við félagið og skrifaði undir framlengingu. Nú er hann orðinn 23 ára gamall og er að reyna að kaupa frelsi sitt,“ segir Veronique Rabiot. Fótbolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira
Franski miðjumaðurinn Adrien Rabiot hefur fengið stuðning frá alþjóðaleikmannasamtökunum í baráttu sinni við Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain en móðir hans segir hann vera að reyna að kaupa frelsi sitt frá félaginu. Samningur Rabiots við PSG rennur út í sumar og móðir hans, sem er jafnframt umboðsmaður leikmannsins, segir að hann ætli sér að fara. Hann hefur engan áhuga á því að vera áfram hjá PSG. Yfirmenn Parísarfélagsins vilja ekki missa hann fyrir ekki neitt og eru því að neyða hann til að skrifa undir nýjan samning en hann fær ekki að koma nálægt aðalliðinu á meðan hann skrifar ekki undir. „Snýst fótbolti um að vinna leiki eða að græða?“ spyrja leikmannasamtökin í yfirlýsingu sinni og vitna til Jean-Marc Bosman sem barðist fyrir sínu og breytti landslagi fótboltans um ókomna tíð á tíunda áratug síðustu aldar. Rabiot var orðaður við Barcelona síðasta sumar og þá var greint frá áhuga Liverpool á leikmanninum sem á sex landsleiki að baki fyrir franska landsliðið. „Við megum ekki tala við nein félög fyrr en 1. janúar og því munum við ekki tala við neinn fyrr en sá dagur rennur upp,“ segir Veronique Rabiot, móðir leikmannsins, í samtali við franska útvarpsstöð en BBC greinir frá. „Ég sagði Antero Henrique, yfirmanni knattspyrnumála hjá PSG, í sumar að Adrien vildi fara og það kom tilboð frá Barcelona sem var hafnað. Félagið hefur fulla heimild til að hafna tilboðum en það getur ekki sagt að það viti ekki af neinum tilboðum.“ „Staðan er alveg eins núna og fyrir fjórum árum. Þegar að Adrien var 19 ára barðist hann ekki við félagið og skrifaði undir framlengingu. Nú er hann orðinn 23 ára gamall og er að reyna að kaupa frelsi sitt,“ segir Veronique Rabiot.
Fótbolti Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sport „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Íslenski boltinn Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Sjá meira