Tvö mörk frá Pogba er Solskjær vann annan leikinn í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pogba skoraði tvö mörk í dag.
Pogba skoraði tvö mörk í dag. vísir/getty
Paul Pogba skoraði tvö mörk er Manchester United vann 3-1 sigur á Huddersfield á heimavelli í dag.

Fyrsta markið skoraði Nemanja Matic á 28. mínútu og United var 1-0 yfir í hálfleik. Fyrsti heimaleikur Ole Gunnar Solskjær sem stjóri United.

Annað markið skoraði Paul Pogba sem er heldur betur kominn úr frystinum en markið skoraði Frakkinn á 64. mínútu.

Miðjumaðurinn var aftur á ferðinni fjórtán mínútum síðar en hann rak þá síðasta naglann í líkkistu United.

Daninn Mathias Jörgensen náði þó að minnka muninn tveim mínútum fyrir leikslok en nær komust þeir ekki. Góð byrjun hjá Norðmanninum með United.

United er í sjötta sætinu með 32 stig, nú fimm stigum á eftir Chelsea í fjórða sætinu. Huddersfield er í ruglinu, á botninum með tíu stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira