Mestu jólahlýindi í þrettán ár Kjartan Kjartansson skrifar 25. desember 2018 11:59 Hlýja loftið á leið til norðurs sést glöggt á korti Veðurstofunnar sem Einar birti með færslu sinni. Veðurstofan Milt loft fer nú yfir landið frá lægð sem fer vestur fyrir Ísland. Spáð er átta stiga hita í Reykjavík og samfelldri rigningu síðdegis. Viðlíka leysingu og almenn hlýindi hefur ekki gert á þessum tíma árs frá því á jóladag árið 2005. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, ber veðrið nú saman við fyrri hlýindi á jólum í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segir að sjálf lægðin fari fyrir vestan landið án þess að valda stormi hér. Þó muni hvessa nokkuð víða sunnan- og vestanlands um tíma síðdegis í dag. Fyrir utan hlýindi og leysingu á jóladag árið 2005 þegar hitinn var níu stig í Reykjavík og tíu sig á Akureyri í hádeginu og eindregna þíðu á jóladag árið 1997 segir Einar að leita þurfi aftur til 1972 til að finna sambærilegan hita á jóladag. „Þau jól vekja reyndar upp allt aðrar minningar margra sem komnir eru á miðjan aldur og bjuggu þá sunnan- eða suðvestanlands vegna óveðurs sem gerði nokkrum dögum fyrir jól og hafði víðtækar samfélagslegar afleiðingar. Olli ótta, kapphlaupi og í sumum tilvikum örvæntingu,“ skrifar Einar. Nær öll Reykjavík varð rafmagnslaus eftir ofsaveður með þrumum og eldingum 20. desember árið 1972. Eldingu sló þá niður í Búrfellslínu þannig að eldingavarar við Búrfellsvirkjun eyðilögðust. Sló þá Sogsvirkjun út og þar með rafmagni í höfuðborginni. Daginn eftir slitnaði Búrfellslína 1 í óveðrinu og olli töluverðu tjóni í álverinu í Straumsvík. Grípa þurfti til rafmagnsskömmtunar í Reykjavík í kjölfarið. Eldingarnar kveiktu auk þess í tveimur bæjum í Rangárvallasýslu eins og Morgunblaðið rifjaði upp í frétt um aldamótin. Veður Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Milt loft fer nú yfir landið frá lægð sem fer vestur fyrir Ísland. Spáð er átta stiga hita í Reykjavík og samfelldri rigningu síðdegis. Viðlíka leysingu og almenn hlýindi hefur ekki gert á þessum tíma árs frá því á jóladag árið 2005. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, ber veðrið nú saman við fyrri hlýindi á jólum í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segir að sjálf lægðin fari fyrir vestan landið án þess að valda stormi hér. Þó muni hvessa nokkuð víða sunnan- og vestanlands um tíma síðdegis í dag. Fyrir utan hlýindi og leysingu á jóladag árið 2005 þegar hitinn var níu stig í Reykjavík og tíu sig á Akureyri í hádeginu og eindregna þíðu á jóladag árið 1997 segir Einar að leita þurfi aftur til 1972 til að finna sambærilegan hita á jóladag. „Þau jól vekja reyndar upp allt aðrar minningar margra sem komnir eru á miðjan aldur og bjuggu þá sunnan- eða suðvestanlands vegna óveðurs sem gerði nokkrum dögum fyrir jól og hafði víðtækar samfélagslegar afleiðingar. Olli ótta, kapphlaupi og í sumum tilvikum örvæntingu,“ skrifar Einar. Nær öll Reykjavík varð rafmagnslaus eftir ofsaveður með þrumum og eldingum 20. desember árið 1972. Eldingu sló þá niður í Búrfellslínu þannig að eldingavarar við Búrfellsvirkjun eyðilögðust. Sló þá Sogsvirkjun út og þar með rafmagni í höfuðborginni. Daginn eftir slitnaði Búrfellslína 1 í óveðrinu og olli töluverðu tjóni í álverinu í Straumsvík. Grípa þurfti til rafmagnsskömmtunar í Reykjavík í kjölfarið. Eldingarnar kveiktu auk þess í tveimur bæjum í Rangárvallasýslu eins og Morgunblaðið rifjaði upp í frétt um aldamótin.
Veður Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira