Einn fundinn en tveggja leitað sem rændu mann í hjólastól í Hátúni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. desember 2018 15:58 Lögregla hefur haft hendur í hári eins þeirra þriggja sem brutust inn. vísir/vilhelm Einn hefur verið handtekinn en tveggja er enn leitað vegna ráns í íbúð fatlaðs manns í Hátúni í Reykjavík í morgun. Bankað var á glugga hjá íbúa sem opnaði í framhaldinu svalahurð. Þrjú fóru inn í íbúðina og veltu hjólastól mannsins. Var fartölvu mannsins meðal annars stolið ásamt farsíma. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að einn hafi verið handtekinn eftir hádegið. Fyrir liggi hverjir eigi í hlut, tveir karlar og ein kona. Atburðarásin liggur nokkuð ljós fyrir en lögregla hefur undir höndum myndefni úr öryggisupptökuvélum. Lögreglan hvetur þá tvo sem enn fara huldu höfði til að gefa sig fram. Íbúanum heilsast að sögn Guðmundar Páls ágætlega en er nokkuð eftir sig og í sjokki. Hann segir að líklegt megi telja að brotist hafi verið inn hjá honum sökum þess að hann notast við hjólastól. „Ætli það ekki? Hann er auðveldara fórnarlamb og á erfiðara með að verja sig,“ segir Guðmundur Páll. Töluverður innbrotafaraldur hefur verið á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. Hefur lögregla varað við erlendum aðilum á landinu gagngert í þeim tilgangi að brjótast inn og stela. Innbrot á borð við þetta í nótt þar sem ofbeldi er beitt eru sem betur fer sjaldgæf, að sögn Guðmundar Páls. Lögreglumál Tengdar fréttir Innbrotsþjófar hrintu manni úr hjólastól og rændu hann Þjófarnir ófundnir en vitað hverjir þeir eru. 27. desember 2018 07:34 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Einn hefur verið handtekinn en tveggja er enn leitað vegna ráns í íbúð fatlaðs manns í Hátúni í Reykjavík í morgun. Bankað var á glugga hjá íbúa sem opnaði í framhaldinu svalahurð. Þrjú fóru inn í íbúðina og veltu hjólastól mannsins. Var fartölvu mannsins meðal annars stolið ásamt farsíma. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að einn hafi verið handtekinn eftir hádegið. Fyrir liggi hverjir eigi í hlut, tveir karlar og ein kona. Atburðarásin liggur nokkuð ljós fyrir en lögregla hefur undir höndum myndefni úr öryggisupptökuvélum. Lögreglan hvetur þá tvo sem enn fara huldu höfði til að gefa sig fram. Íbúanum heilsast að sögn Guðmundar Páls ágætlega en er nokkuð eftir sig og í sjokki. Hann segir að líklegt megi telja að brotist hafi verið inn hjá honum sökum þess að hann notast við hjólastól. „Ætli það ekki? Hann er auðveldara fórnarlamb og á erfiðara með að verja sig,“ segir Guðmundur Páll. Töluverður innbrotafaraldur hefur verið á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur. Hefur lögregla varað við erlendum aðilum á landinu gagngert í þeim tilgangi að brjótast inn og stela. Innbrot á borð við þetta í nótt þar sem ofbeldi er beitt eru sem betur fer sjaldgæf, að sögn Guðmundar Páls.
Lögreglumál Tengdar fréttir Innbrotsþjófar hrintu manni úr hjólastól og rændu hann Þjófarnir ófundnir en vitað hverjir þeir eru. 27. desember 2018 07:34 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Sjá meira
Innbrotsþjófar hrintu manni úr hjólastól og rændu hann Þjófarnir ófundnir en vitað hverjir þeir eru. 27. desember 2018 07:34