„Skiptir ekki máli hvort Messi spili“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. desember 2018 12:30 Messi minnti á hvað hann getur um helgina vísir/getty Tottenham verður að sækja sigur á Nývang, heimavöll Barcelona, í Meistaradeild Evrópu annað kvöld til þess að eiga möguleika á því að fara áfram úr riðlakeppninni. Lionel Messi skoraði tvö glæsileg mörk beint úr aukaspyrnum fyrir Barcelona á laugardagskvöld, á sama tíma og Tottenham vann nokkuð þægilegan sigur á Leicester City. Dele Alli skoraði annað marka Tottenham í 2-0 sigrinum og hann segir lið Tottenham fara til Spánar fullt sjálfstrausts. „Við vitum að þetta verður erfiður leikur en þeir eru mannlegir og allir gera mistök,“ sagði Alli. „Við þurfum að sjá til þess að við reefsum þeim. Þeir eru með eitt besta lið heims og sem barn dreymir mann um að spila á Nou Camp. Við förum þangað og reynum okkar besta.“ Sama hvað gerist er Barcelona búið að tryggja sér sigur í riðlinum. Tottenham er í öðru sæti eins og er á betri markatölu en Inter. Svo lengi sem Inter fær ekki fleiri stig en Tottenham á morgun fara Alli og félagar áfram. Inter mætir hins vegar PSV á sama tíma og Barcelona og Inter eigast við, ljóst er að PSV endar í síðasta sæti riðilsins og því gæti Inter náð í stórsigur. Þar sem Barcelona er búið að tryggja sig áfram gæti Ernesto Valverde ákveðið að hvíla stórstjörnur sínar í leiknum. „Messi er leikmaður sem allir horfa upp til. Hann er besti leikmaður heims að mínu mati, frábær leikmaður og það er gaman að horfa á hann spila. En ég er ekki að hugsa um hvað þeir gera með sína leikmenn.“ „Þeir eru með hágæða byrjunarlið og menn á bekknum líka. Það skiptir ekki máli hvaða leikmenn þeir setja í byrjunarliðið, þetta verður erfiður leikur.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Sjá meira
Tottenham verður að sækja sigur á Nývang, heimavöll Barcelona, í Meistaradeild Evrópu annað kvöld til þess að eiga möguleika á því að fara áfram úr riðlakeppninni. Lionel Messi skoraði tvö glæsileg mörk beint úr aukaspyrnum fyrir Barcelona á laugardagskvöld, á sama tíma og Tottenham vann nokkuð þægilegan sigur á Leicester City. Dele Alli skoraði annað marka Tottenham í 2-0 sigrinum og hann segir lið Tottenham fara til Spánar fullt sjálfstrausts. „Við vitum að þetta verður erfiður leikur en þeir eru mannlegir og allir gera mistök,“ sagði Alli. „Við þurfum að sjá til þess að við reefsum þeim. Þeir eru með eitt besta lið heims og sem barn dreymir mann um að spila á Nou Camp. Við förum þangað og reynum okkar besta.“ Sama hvað gerist er Barcelona búið að tryggja sér sigur í riðlinum. Tottenham er í öðru sæti eins og er á betri markatölu en Inter. Svo lengi sem Inter fær ekki fleiri stig en Tottenham á morgun fara Alli og félagar áfram. Inter mætir hins vegar PSV á sama tíma og Barcelona og Inter eigast við, ljóst er að PSV endar í síðasta sæti riðilsins og því gæti Inter náð í stórsigur. Þar sem Barcelona er búið að tryggja sig áfram gæti Ernesto Valverde ákveðið að hvíla stórstjörnur sínar í leiknum. „Messi er leikmaður sem allir horfa upp til. Hann er besti leikmaður heims að mínu mati, frábær leikmaður og það er gaman að horfa á hann spila. En ég er ekki að hugsa um hvað þeir gera með sína leikmenn.“ „Þeir eru með hágæða byrjunarlið og menn á bekknum líka. Það skiptir ekki máli hvaða leikmenn þeir setja í byrjunarliðið, þetta verður erfiður leikur.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Íslenski boltinn Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki Sport Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Fleiri fréttir Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Sjáðu United og Everton skora þrjú og öll hin mörkin Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Sjá meira