HM í pílukasti hefst á morgun: Veisla frá byrjun til enda Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. desember 2018 19:30 Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst á morgun og verður í fyrsta sinn sýnt frá keppninni í íslensku sjónvarpi en sýnt verður frá öllu mótinu á Stöð 2 Sport 2. Fyrsta beina útsendingin verður annað kvöld klukkan 19.30 en mótið verður nánast daglega þar til að úrslitaviðureignin fer fram á nýársdag. Mótið fer fram í Alexandra Palace í Lundúnum, gamalli höll sem er stundum kölluð Ally Pally. Mikil eftirspurn er eftir aðgöngumiðum og stemningin mikil í salnum, þar sem á annað tug þúsunda fylgjast með. Pétur Rúðrik Guðmundsson er íslenskur landsliðsmaður í pílukasti. Hann var lengi vel leikmaður Grindavíkur í körfubolta en hefur síðustu ár einbeitt sér að pílunni. Hann segir mikla tilhlökkun ríkja fyrir mótinu. „Þetta verður bara veisla frá byrjun til enda. Það er ótrúleg skemmtun að horfa á HM í pílu,“ sagði Pétur. „Þarna eru 10-15 þúsund manns, öskrandi eins og á fótboltaleik. Þetta verður bara gaman.“ Pétur hefur orðið var við mikinn áhuga á pílukasti hér á landi og þá ekki síst á heimsmeistaramótinu sjálfu, sem hefur verið afar vinsælt sjónvarpsefni í Bretlandi og víðar í Evrópu. Pétur segir að það þurfi ekki mikla þekkingu á íþróttinni til að kveikja áhugann. „Í upphafi mun fólk þekkja fyrst og fremst stóru nöfnin, eins og Michael van Gerwen og Gary Anderson. Og svo kannski einn sem gæti talist skúrkur - Gerwyn Price sem er svolítið að láta reyna á hvernig menn mega haga sér á línunni. Mörgum finnst það mjög skemmtilegt,“ segir Pétur. Pílukast var fyrst vinsælt á krám í Bretlandi en Pétur segir að nú sé ný kynslóð pílukastara að ryðja sér rúms sem hefur fengið allt annað uppeldi í íþróttinni. „Fólk verður mjög fljótt að finna sér einhvern til að halda með og ég hvet alla til að horfa á þetta frá byrjun.“ Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Stöð 2 Sport sýnir heimsmeistaramótið í pílukasti Risastór sjónvarpsviðburður sem verður í beinni útsendingu daglega frá 13. desember til 1. janúar. 30. nóvember 2018 14:00 Heimsmeistari í pílu sakaður um prump | "Mér var illt í maganum“ Tvöfaldur heimsmeistari í pílu hefur verið ásakaður um að villa fyrir andstæðingi sínum með prumpi á boðsmóti bestu píluspilara heims. 18. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira
Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst á morgun og verður í fyrsta sinn sýnt frá keppninni í íslensku sjónvarpi en sýnt verður frá öllu mótinu á Stöð 2 Sport 2. Fyrsta beina útsendingin verður annað kvöld klukkan 19.30 en mótið verður nánast daglega þar til að úrslitaviðureignin fer fram á nýársdag. Mótið fer fram í Alexandra Palace í Lundúnum, gamalli höll sem er stundum kölluð Ally Pally. Mikil eftirspurn er eftir aðgöngumiðum og stemningin mikil í salnum, þar sem á annað tug þúsunda fylgjast með. Pétur Rúðrik Guðmundsson er íslenskur landsliðsmaður í pílukasti. Hann var lengi vel leikmaður Grindavíkur í körfubolta en hefur síðustu ár einbeitt sér að pílunni. Hann segir mikla tilhlökkun ríkja fyrir mótinu. „Þetta verður bara veisla frá byrjun til enda. Það er ótrúleg skemmtun að horfa á HM í pílu,“ sagði Pétur. „Þarna eru 10-15 þúsund manns, öskrandi eins og á fótboltaleik. Þetta verður bara gaman.“ Pétur hefur orðið var við mikinn áhuga á pílukasti hér á landi og þá ekki síst á heimsmeistaramótinu sjálfu, sem hefur verið afar vinsælt sjónvarpsefni í Bretlandi og víðar í Evrópu. Pétur segir að það þurfi ekki mikla þekkingu á íþróttinni til að kveikja áhugann. „Í upphafi mun fólk þekkja fyrst og fremst stóru nöfnin, eins og Michael van Gerwen og Gary Anderson. Og svo kannski einn sem gæti talist skúrkur - Gerwyn Price sem er svolítið að láta reyna á hvernig menn mega haga sér á línunni. Mörgum finnst það mjög skemmtilegt,“ segir Pétur. Pílukast var fyrst vinsælt á krám í Bretlandi en Pétur segir að nú sé ný kynslóð pílukastara að ryðja sér rúms sem hefur fengið allt annað uppeldi í íþróttinni. „Fólk verður mjög fljótt að finna sér einhvern til að halda með og ég hvet alla til að horfa á þetta frá byrjun.“
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Stöð 2 Sport sýnir heimsmeistaramótið í pílukasti Risastór sjónvarpsviðburður sem verður í beinni útsendingu daglega frá 13. desember til 1. janúar. 30. nóvember 2018 14:00 Heimsmeistari í pílu sakaður um prump | "Mér var illt í maganum“ Tvöfaldur heimsmeistari í pílu hefur verið ásakaður um að villa fyrir andstæðingi sínum með prumpi á boðsmóti bestu píluspilara heims. 18. nóvember 2018 11:00 Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Bjarni með tólf og KA vann meistarana „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira
Stöð 2 Sport sýnir heimsmeistaramótið í pílukasti Risastór sjónvarpsviðburður sem verður í beinni útsendingu daglega frá 13. desember til 1. janúar. 30. nóvember 2018 14:00
Heimsmeistari í pílu sakaður um prump | "Mér var illt í maganum“ Tvöfaldur heimsmeistari í pílu hefur verið ásakaður um að villa fyrir andstæðingi sínum með prumpi á boðsmóti bestu píluspilara heims. 18. nóvember 2018 11:00