Enski boltinn

„Pogba lítur út eins og B-deildar leikmaður“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Paul Pogba
Paul Pogba vísir/getty

Erfiðleikar Manchester United að koma sér í toppbaráttuna í ensku úrvalsdeildinni sýna fram á undirliggjandi skiptingu innan hópsins að mati sparksérfræðingsins Tim Sherwood.

United er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, 16 stigum á eftir toppliði Liverpool en liðin mætast í einum af stærstu leikjum ársins á sunnudaginn.

„Jose verður að finna aðra nálgun því hlutirnir eru ekki að ganga upp eins og er,“ sagði Sherwood í umræðuþættinum The Debate á Sky Sports.

United tapaði fyrir Valencia í Meistaradeild Evrópu í vikunni og missti því af toppsæti riðilsins.

„Paul Pogba lítur út eins og B-deildar leikmaður en hann hefur orðið heimsmeistari. Jose þarf að setja hann í byrjunarliðið gegn Liverpool og segjast treysta honum.“

„Það er svo mikil skipting í herbúðum United allt frá Jose og niður til leikmannanna. Þeir eru allir að fara í mismunandi áttir.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.