Enski boltinn

Warnock vill lífstíðarbönn á stuðningsmenn sem brjóta af sér

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Neil Warnock.
Neil Warnock. vísir/getty

Neil Warnock, knattspyrnustjóri Arons Einars Gunnarssonar og félaga hjá Cardiff, vill að yfirvöld skelli ofbeldisfullum stuðningsmönnum í ensku úrvalsdeildinni í lífstíðarbönn.

Mikið hefur verið rætt og ritað um atvikið í leik Chelsea og Manchester City um síðustu helgi þegar að fjórir stuðningsmenn Chelsea voru sakaðir um að beita Raheem Sterling kynþáttaníði.

Chelsea fann út hverjir mennirnir voru og tóku af þeim ársmiðana og bönnuðu þá fyrir lífstíð. Þetta vill Warnock að verði gert oftar.

„Raheem gerði frábærlega þegar að þetta kom upp. Hann gat ekki gert betur í þessum erfiðu aðstæðum,“ segir Warnock en hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag.

„Það er hræðilegt þegar að maður getur ekkert annað gert en að brosa. Oft er verið að fara illa með mig í stúkunni og öskra eitthvað á mig en ég hlæ bara. Það er það eina sem ég get gert.“

„Það er fólk í stúkunni sem er bara vont fólk. Ef einhver gerir eitthvað en næst ekki á vellinum á að nota myndavélarnar og banna þetta fólk fyrir lífstíð,“ segir Neil Warnock.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.