Van Dijk: Erum ekki hræddir við United Smári Jökull Jónsson skrifar 15. desember 2018 07:00 Virgil van Dijk segist ekki hræddur við Manchester United. Vísir/Getty Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, segir að leikmenn liðsins mæti ekki hræddir til leiks gegn Manchester United á sunnudaginn en liðin mætast þá á Anfield. Hann segir þó að þeir séu meðvitaðir um ógn United liðsins í sókninni. Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni er leikur Liverpool og Manchester United á sunnudag. Liverpool er enn ósigrað í deildinni á tímabilinu en United er í 6.sætinu, 16 stigum á eftir erkifjendunum. Van Dijk settist niður með Jamie Carragher, fyrrum leikmanni Liverpool, og ræddi viðureignina. Viðtalið má sjá á heimasíðu Sky Sports. Van Dijk segir að leikmenn Liverpool verði að vera tilbúnir fyrir það sem bíður þeirra. „Við vitum hverjum við erum að fara að mæta. Við erum í góðu formi og þurfum ekki að vera hræddir við eitt né neitt en við þurfum að vera meðvitaðir um að þeir eru hættulegir." „Þeir eru með góða leikmenn, sérstaklega framarlega á vellinum, og við þurfum að vera vel undirbúnir. Að öðru leyti þurfum við bara að spila okkar leik, sjá til þess að einbeitingin sé í lagi og að við náum að setja pressu á þá." Liverpool hefur aðeins fengið sex mörk á sig í deildinni til þessa og eru með þriðja hæsta stigafjölda sinn í sögu ensku úrvalsdeildinni eftir sextán umferðir. Van Dijk kom til liðsins í janúar og hefur verið maðurinn á bakvið bættan varnarleik. Hann segir að hann þrái að halda hreinu í hvert skipti sem hann spilar. „Það gerir okkur stolta ef það næst. Við gerum þetta saman, verjumst saman og sækjum saman. Það er að sjálfsögðu mjög gott fyrir mig sem varnarmann að við höfum aðeins fengið á okkur sex mörk." „Við höfum samt ekki unnið neitt, það er enn langur vegur eftir, en auðvitað erum við stoltir af þessari byrjun. Ég hef notið hverrar mínútu, það er næstum komið ár síðan ég kom hingað en tíminn hefur liðið mjög hratt." „Þú vilt ekki tapa leik né fá á þig mark. Þetta er eitthvað sem við segjum við hvorn annan og það hefur gengið vel hingað til," sagði van Dijk.Leikur Liverpool og Manchester United er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 16:00 á morgun. Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira
Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, segir að leikmenn liðsins mæti ekki hræddir til leiks gegn Manchester United á sunnudaginn en liðin mætast þá á Anfield. Hann segir þó að þeir séu meðvitaðir um ógn United liðsins í sókninni. Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni er leikur Liverpool og Manchester United á sunnudag. Liverpool er enn ósigrað í deildinni á tímabilinu en United er í 6.sætinu, 16 stigum á eftir erkifjendunum. Van Dijk settist niður með Jamie Carragher, fyrrum leikmanni Liverpool, og ræddi viðureignina. Viðtalið má sjá á heimasíðu Sky Sports. Van Dijk segir að leikmenn Liverpool verði að vera tilbúnir fyrir það sem bíður þeirra. „Við vitum hverjum við erum að fara að mæta. Við erum í góðu formi og þurfum ekki að vera hræddir við eitt né neitt en við þurfum að vera meðvitaðir um að þeir eru hættulegir." „Þeir eru með góða leikmenn, sérstaklega framarlega á vellinum, og við þurfum að vera vel undirbúnir. Að öðru leyti þurfum við bara að spila okkar leik, sjá til þess að einbeitingin sé í lagi og að við náum að setja pressu á þá." Liverpool hefur aðeins fengið sex mörk á sig í deildinni til þessa og eru með þriðja hæsta stigafjölda sinn í sögu ensku úrvalsdeildinni eftir sextán umferðir. Van Dijk kom til liðsins í janúar og hefur verið maðurinn á bakvið bættan varnarleik. Hann segir að hann þrái að halda hreinu í hvert skipti sem hann spilar. „Það gerir okkur stolta ef það næst. Við gerum þetta saman, verjumst saman og sækjum saman. Það er að sjálfsögðu mjög gott fyrir mig sem varnarmann að við höfum aðeins fengið á okkur sex mörk." „Við höfum samt ekki unnið neitt, það er enn langur vegur eftir, en auðvitað erum við stoltir af þessari byrjun. Ég hef notið hverrar mínútu, það er næstum komið ár síðan ég kom hingað en tíminn hefur liðið mjög hratt." „Þú vilt ekki tapa leik né fá á þig mark. Þetta er eitthvað sem við segjum við hvorn annan og það hefur gengið vel hingað til," sagði van Dijk.Leikur Liverpool og Manchester United er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 16:00 á morgun.
Enski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Sjá meira