Vilja auglýsingaskyldu um sendiherrastöður Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. desember 2018 15:38 Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir að meint pólitísk hrossakaup með sendiherraembætti hafi tvímælalaust verið hvatinn að baki þeirri ákvörðun að leggja málið fram að nýju en Björt framtíð hefur tvívegis lagt málið fram. visir/vilhelm Nokkrir þingmenn Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar hafa lagt frumvarp til laga um breytingu á skipun ráðuneytisstjóra og sendiherra. Breytingin felur í sér að skylt verði að auglýsa lausar stöður sendiherra og ráðuneytisstjóra þannig allir sem hafa áhuga á starfinu fái tækifæri til að sækja um. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir að meint pólitísk hrossakaup með sendiherraembætti hafi tvímælalaust verið hvatinn að baki þeirri ákvörðun að leggja málið fram að nýju en Björt framtíð hefur tvívegis lagt málið fram.Meint hrossakaup með sendiherraembætti Á Klaustursupptökunum svokölluðu hélt Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra því fram að árið 2014 hefði hann skipað Árna Þór Sigurðsson sendiherra til að draga athygli frá skipan Geirs H. Haarde í stöðu sendiherra í Washington. Þá kom fram á upptökunum að Gunnar Bragi hafi talið sig eiga inni að verða sjálfur skipaður sendiherra sem endurgjald fyrir skipanina. Á upptökunni mátti þá einnig heyra Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins staðfesta frásögn Gunnars Braga. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi „fylgt málinu vel eftir“.Hvorki Gunnar Bragi né Sigmundur Davíð svöruðu fundarboðum stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis boðaði til opins fundar um málið. Til stóð að ræða við Sigmund Davíð, Gunnar Braga, Bjarna og Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra en hvorki Sigmundur né Gunnar Bragi svöruðu ítrekuðum fundarboðum stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar. Fundinum verður því frestað þangað til eftir áramót.Annar háttur hafður á í Danmörku, Noregi og Finnlandi Flutningsmenn segja að frumvarpið sé liður í því að auka gagnsæi og aðhald í stjórnsýslunni. Hingað til hefur það tíðkast að skipunarvald sendiherra og ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins sé pólitískt og í höndum utanríkisráðherra hverju sinni. Í frumvarpinu kemur fram að hjá öðrum Norðurlandaþjóðum sé annar háttur hafður á við skipun sendiherra og ráðuneytisstjóra. „Í Danmörku, Noregi, og Finnlandi tíðkast ekki að einstaklingar sem ekki starfa þegar innan utanríkisþjónustunnar séu skipaðir í störf sendiherra án þess að staðan hafi áður verið auglýst laus til umsóknar.“ Almennt séu lausar stöður sendiherra auglýstar innan utanríkisþjónustunnar þannig að starfsmenn sem hafa starfað innan utanríkisþjónustunnar um árabil gefst kostur á að sækja um starfið. „Telja verður að þau sjónarmið sem búa að baki skyldunni til að auglýsa opinber störf og birta upplýsingar um umsækjendur sé þess óskað hafi mjög mikið vægi með tilliti til vandaðrar stjórnsýslu í þágu almennings, jafnræðis og gagnsæis við meðferð opinbers valds.“ Ákvörðunarferlið verður að vera gagnsætt og hafið yfir vafa og tortryggni eins og frekast er unnt segir í frumvarpinu. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óvíst hvort Sigmundur og Gunnar Bragi mæti á nefndarfund um sendiherrakapal Hvorugur þeirra hefur svarað fundarboði. 11. desember 2018 14:42 Fundur nefndar um sendiherrastöður verður opinn Fyrirhugaður fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þar sem fjallað verður um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar á Klaustur um skipanir í sendiherrastöður, verður opinn. 10. desember 2018 13:27 Svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í samtali við Vísi að opna fundinum verði frestað og reynt að hafa hann í janúar þegar þing kemur saman á ný eftir jólahlé. 12. desember 2018 09:21 Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Fleiri fréttir Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Sjá meira
Nokkrir þingmenn Pírata, Samfylkingarinnar og Viðreisnar hafa lagt frumvarp til laga um breytingu á skipun ráðuneytisstjóra og sendiherra. Breytingin felur í sér að skylt verði að auglýsa lausar stöður sendiherra og ráðuneytisstjóra þannig allir sem hafa áhuga á starfinu fái tækifæri til að sækja um. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir að meint pólitísk hrossakaup með sendiherraembætti hafi tvímælalaust verið hvatinn að baki þeirri ákvörðun að leggja málið fram að nýju en Björt framtíð hefur tvívegis lagt málið fram.Meint hrossakaup með sendiherraembætti Á Klaustursupptökunum svokölluðu hélt Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra því fram að árið 2014 hefði hann skipað Árna Þór Sigurðsson sendiherra til að draga athygli frá skipan Geirs H. Haarde í stöðu sendiherra í Washington. Þá kom fram á upptökunum að Gunnar Bragi hafi talið sig eiga inni að verða sjálfur skipaður sendiherra sem endurgjald fyrir skipanina. Á upptökunni mátti þá einnig heyra Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins staðfesta frásögn Gunnars Braga. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi „fylgt málinu vel eftir“.Hvorki Gunnar Bragi né Sigmundur Davíð svöruðu fundarboðum stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis.Vísir Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis boðaði til opins fundar um málið. Til stóð að ræða við Sigmund Davíð, Gunnar Braga, Bjarna og Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra en hvorki Sigmundur né Gunnar Bragi svöruðu ítrekuðum fundarboðum stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar. Fundinum verður því frestað þangað til eftir áramót.Annar háttur hafður á í Danmörku, Noregi og Finnlandi Flutningsmenn segja að frumvarpið sé liður í því að auka gagnsæi og aðhald í stjórnsýslunni. Hingað til hefur það tíðkast að skipunarvald sendiherra og ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins sé pólitískt og í höndum utanríkisráðherra hverju sinni. Í frumvarpinu kemur fram að hjá öðrum Norðurlandaþjóðum sé annar háttur hafður á við skipun sendiherra og ráðuneytisstjóra. „Í Danmörku, Noregi, og Finnlandi tíðkast ekki að einstaklingar sem ekki starfa þegar innan utanríkisþjónustunnar séu skipaðir í störf sendiherra án þess að staðan hafi áður verið auglýst laus til umsóknar.“ Almennt séu lausar stöður sendiherra auglýstar innan utanríkisþjónustunnar þannig að starfsmenn sem hafa starfað innan utanríkisþjónustunnar um árabil gefst kostur á að sækja um starfið. „Telja verður að þau sjónarmið sem búa að baki skyldunni til að auglýsa opinber störf og birta upplýsingar um umsækjendur sé þess óskað hafi mjög mikið vægi með tilliti til vandaðrar stjórnsýslu í þágu almennings, jafnræðis og gagnsæis við meðferð opinbers valds.“ Ákvörðunarferlið verður að vera gagnsætt og hafið yfir vafa og tortryggni eins og frekast er unnt segir í frumvarpinu.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Óvíst hvort Sigmundur og Gunnar Bragi mæti á nefndarfund um sendiherrakapal Hvorugur þeirra hefur svarað fundarboði. 11. desember 2018 14:42 Fundur nefndar um sendiherrastöður verður opinn Fyrirhugaður fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þar sem fjallað verður um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar á Klaustur um skipanir í sendiherrastöður, verður opinn. 10. desember 2018 13:27 Svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í samtali við Vísi að opna fundinum verði frestað og reynt að hafa hann í janúar þegar þing kemur saman á ný eftir jólahlé. 12. desember 2018 09:21 Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Fleiri fréttir Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Sjá meira
Óvíst hvort Sigmundur og Gunnar Bragi mæti á nefndarfund um sendiherrakapal Hvorugur þeirra hefur svarað fundarboði. 11. desember 2018 14:42
Fundur nefndar um sendiherrastöður verður opinn Fyrirhugaður fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, þar sem fjallað verður um ummæli Gunnars Braga Sveinssonar á Klaustur um skipanir í sendiherrastöður, verður opinn. 10. desember 2018 13:27
Svöruðu ekki ítrekuðum fundarboðum stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir í samtali við Vísi að opna fundinum verði frestað og reynt að hafa hann í janúar þegar þing kemur saman á ný eftir jólahlé. 12. desember 2018 09:21
Sendiherratign einn feitasti biti samtryggingarkerfisins Klaustursupptökurnar staðfesta rótgróna og kerfislæga spillingu. 4. desember 2018 15:15