Alvarlega andlega veikum föngum haldið lengur í fangelsi vegna skorts á úrræðum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. desember 2018 19:00 Alvarlega andlega veikum föngum sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, er haldið lengur inni í fangelsi en en þörf er á þar sem engin úrræði eru til staðar fyrir þá. Fangelsismálastjóri segir þetta mannréttindabrot og vill að brugðist verði við strax. Fangar sem glíma við alvarleg andleg veikindi og geðsjúkdóma hafa ítrekað komið í umræðuna á undanförnum árum meðal annars vegna skorts á þjónustu við hópinn. Páll segir að nú sé ástandið grafalvarlegt. Fangelsin hafI að undanförnu átt í vandræðum með að koma mönnum sem eru í bráðavanda inn á geðdeild Landspítalans. „Menn sem verða alvarlega veikir skyndilega í afplánun. Það er skortur á rýmum þar og okkar menn eru augljóslega ekki í forgangsröðuninni framarlega þar,“ segir Páll. Þetta sé erfitt ástand enda enginn starfandi geðlæknir í fangelsunum. „Stundum er þetta fólk sem þarf á slíkri þjónustu að halda allan sólarhringinn.“ Páll WinkelVísir/Anton BrinkÞá eru engin úrræði eru til staðar fyrir þennann hóp eftir að afplánun lýkur. „Og fyrir vikið þá höldum við þessum mönnum lengur inni en öðrum einstaklingum. Við treystum okkur ekki til að veita þeim reynslulausnir því þeir eru illa staddir og eru alvarlega veikir,“ segir Páll sem telur að þetta sé eitthvað sem sagan muni dæma okkur harkalega fyrir. Hér sem um brot á mannréttindum að ræða. „Ef við höldum mönnum inni vegna veikinda þá erum við að gera það,“ segir Páll. Það er einn fangi í þessari stöðu í dag. „Þetta eru einn til þrír fjórir einstaklingur á ári sem eru í þessu ástandi,“ segir Páll. Önnur ástæða þess að Fangelsismálastofnun treystir sér ekki til að hleypa þessum einstaklingum út í samfélagið er að þeir geta verið hættulegir. „Við berum líka samfélagslega ábyrgð hérna hjá stofnuninni.“ Páll segir að það sé búið að benda á þetta vandamál í mörg ár. Evrópunefnd gegn pyndingum beindi tilmælum til stjórnvalda í kjölfar heimsóknar sinnar til landsins árið 2013 og umboðsmaður Alþingis hefur lýst því viðhorfi að vistun geðveikra manna í fangelsum kunni að brjóta gegn ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu. Umboðsmaður er með málið til skoðunar og er sem stendur er í bréfaskriftum við dómsmálaráðuneytið og velferðráðuneytið. „Það þarf að bregast við þessu. Pyndinganefndin mun koma aftur,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Fangelsismál Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira
Alvarlega andlega veikum föngum sem jafnvel eru hættulegir sjálfum sér og öðrum, er haldið lengur inni í fangelsi en en þörf er á þar sem engin úrræði eru til staðar fyrir þá. Fangelsismálastjóri segir þetta mannréttindabrot og vill að brugðist verði við strax. Fangar sem glíma við alvarleg andleg veikindi og geðsjúkdóma hafa ítrekað komið í umræðuna á undanförnum árum meðal annars vegna skorts á þjónustu við hópinn. Páll segir að nú sé ástandið grafalvarlegt. Fangelsin hafI að undanförnu átt í vandræðum með að koma mönnum sem eru í bráðavanda inn á geðdeild Landspítalans. „Menn sem verða alvarlega veikir skyndilega í afplánun. Það er skortur á rýmum þar og okkar menn eru augljóslega ekki í forgangsröðuninni framarlega þar,“ segir Páll. Þetta sé erfitt ástand enda enginn starfandi geðlæknir í fangelsunum. „Stundum er þetta fólk sem þarf á slíkri þjónustu að halda allan sólarhringinn.“ Páll WinkelVísir/Anton BrinkÞá eru engin úrræði eru til staðar fyrir þennann hóp eftir að afplánun lýkur. „Og fyrir vikið þá höldum við þessum mönnum lengur inni en öðrum einstaklingum. Við treystum okkur ekki til að veita þeim reynslulausnir því þeir eru illa staddir og eru alvarlega veikir,“ segir Páll sem telur að þetta sé eitthvað sem sagan muni dæma okkur harkalega fyrir. Hér sem um brot á mannréttindum að ræða. „Ef við höldum mönnum inni vegna veikinda þá erum við að gera það,“ segir Páll. Það er einn fangi í þessari stöðu í dag. „Þetta eru einn til þrír fjórir einstaklingur á ári sem eru í þessu ástandi,“ segir Páll. Önnur ástæða þess að Fangelsismálastofnun treystir sér ekki til að hleypa þessum einstaklingum út í samfélagið er að þeir geta verið hættulegir. „Við berum líka samfélagslega ábyrgð hérna hjá stofnuninni.“ Páll segir að það sé búið að benda á þetta vandamál í mörg ár. Evrópunefnd gegn pyndingum beindi tilmælum til stjórnvalda í kjölfar heimsóknar sinnar til landsins árið 2013 og umboðsmaður Alþingis hefur lýst því viðhorfi að vistun geðveikra manna í fangelsum kunni að brjóta gegn ákvæðum mannréttindasáttmála Evrópu. Umboðsmaður er með málið til skoðunar og er sem stendur er í bréfaskriftum við dómsmálaráðuneytið og velferðráðuneytið. „Það þarf að bregast við þessu. Pyndinganefndin mun koma aftur,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri.
Fangelsismál Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Sjá meira