Fótbolti

AC Milan vann endurkomusigur á Parma

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Sigurmarkinu fagnað
Sigurmarkinu fagnað vísir/getty
AC Milan og Parma mættust í fyrsta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni á San Siro í Milanóborg en tveimur stigum munaði á liðunum fyrir leikinn.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Roberto Inglese gestunum yfir í upphafi síðari hálfleiks.

Ítalski framherjinn Patrick Cutrone leiddi framlínu AC Milan í fjarveru Gonzalo Higuain og hann jafnaði metin á 55.mínútu.

Á 71.mínútu var dæmd vítaspyrna á Parma. Fílbeinsstrendingurinn Franck Kessie tók spyrnuna og skoraði það sem reyndist sigurmark leiksins. Lokatölur 2-1 fyrir AC Milan.

AC Milan lyfti sér upp í 4.sæti deildarinnar með sigrinum en Parma er eftir sem áður í 6.sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×