Erlent

Lögreglan hafði uppi á lánlausu pari sem týndi trúlofunarhring

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hér sést parið eftir að hafa endurheimt hringinn, ánægt með nýjustu vendingar málsins.
Hér sést parið eftir að hafa endurheimt hringinn, ánægt með nýjustu vendingar málsins. Twitter/NYPD
Lögreglan í New York-borg í Bandaríkjunum hefur nú haft uppi á pari, karli og konu, sem lýst hafði verið eftir. Parið var þó ekki eftirlýst vegna glæpsamlegs athæfis, heldur vegna þess að öryggisvélar náðu upptöku af því þegar maðurinn ætlaði að biðja unnustu sinnar en missti trúlofunarhringinn þess í stað ofan í rist á götunni. Myndbandið má sjá hér að neðan.



Eftir að hafa farið yfir myndefnið tók lögreglan til sinna ráða, náði hringnum og þreif hann. Því næst var lýst eftir hinum óheppnu elskendum.

Í tísti frá lögreglunni í New York segir að þökk sé endurtístum yfir 20 þúsund Twitter-notenda hafi parið komist á snoðir um að hringurinn væri fundinn. Parið, sem búsett er í Bretlandi, hafi því næst sett sig í samband við lögregluna og að unnið hafi verið að því að koma hringnum aftur til fólksins, sem sneri til heimalandsins áður en hringurinn fannst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×