Unglingar beðnir um ögrandi myndir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. desember 2018 07:00 Um sjö prósent barna í áttunda bekk hafa sent ögrandi eða nektarmynd af sér. VÍSIR/AFP Tæplega önnur hver stúlka í 10. bekk hér á landi hefur verið beðin um að senda nektarmynd eða ögrandi mynd af sér. Þá hafa þrjátíu prósent stúlkna og um fimmtungur drengja í tíunda bekk sent slíka mynd af sér til einhvers. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýlegri rannsókn sem unnin var af Rannsókn og greiningu. Um er að ræða rannsóknina Ungt fólk sem unnin hefur verið á Íslandi frá árinu 1997 og er lögð fyrir á landsvísu. Rannsóknin hefur meðal annars að geyma spurningar um fjölskylduaðstæður, skipulagt íþrótta- og tómstundastarf, neyslu vímuefna og félagslegar aðstæður.Salvör Nordal, umboðsmaður barnaÍ ár var í fyrsta skipti spurt um notkun snjalltækja til að senda og biðja um ögrandi myndir eða nektarmyndir. Niðurstöðurnar leiða í ljós að um sjö prósent barna í áttunda bekk hafa sent slíka mynd af sér. Gildir það óháð kyni. Tæplega tólf prósent stráka og tæpur fjórðungur stúlkna á sama aldri hafa fengið beiðni um að senda slíka mynd. Tæplega fjórðungur drengja í tíunda bekk hefur beðið einhvern um að senda slíka mynd en hlutfallið hjá stúlkunum er fjórtán prósent. „Það er nýr veruleiki að börn séu að senda svona myndir á milli sín og til annarra. Þetta eru háar tölur sem benda til að það þurfi að vera umræða og fræðsla fyrir börn, bæði innan skóla og heimilis, um möguleg áhrif slíkra sendinga,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Sem fyrr segir er þetta í fyrsta sinn sem slíkur spurningalisti er lagður fyrir þennan aldurshóp hér á landi. Þá hefur slíkt ekki verið gert í löndum sem Ísland ber sig saman við. Á forsíðu Fréttablaðsins 8. nóvember 2016 var sagt frá niðurstöðum könnunar sem gerð var á 1.867 framhaldsskólanemum. Þar kom fram að rúmlega helmingur kvenna og tæplega helmingur karla hefði sent nektarmyndir af sér. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“ Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. 8. júlí 2018 09:00 Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22 Var tólf ára þegar nektarmynd var lekið á netið Erna Mist Pétursdóttir var í sjöunda bekk þegar strákur sem hún var skotin í braut á henni og tók af henni nektarmynd án samþykkis. Myndinni var dreift á milli fólks og endaði hún loks á vefsíðu sem er vettvangur fyrir dreifingu á hrellliklámi. Erna Mist leikur aðalhlutverk í nýrri mynd um afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis. 13. janúar 2018 09:00 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Tæplega önnur hver stúlka í 10. bekk hér á landi hefur verið beðin um að senda nektarmynd eða ögrandi mynd af sér. Þá hafa þrjátíu prósent stúlkna og um fimmtungur drengja í tíunda bekk sent slíka mynd af sér til einhvers. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýlegri rannsókn sem unnin var af Rannsókn og greiningu. Um er að ræða rannsóknina Ungt fólk sem unnin hefur verið á Íslandi frá árinu 1997 og er lögð fyrir á landsvísu. Rannsóknin hefur meðal annars að geyma spurningar um fjölskylduaðstæður, skipulagt íþrótta- og tómstundastarf, neyslu vímuefna og félagslegar aðstæður.Salvör Nordal, umboðsmaður barnaÍ ár var í fyrsta skipti spurt um notkun snjalltækja til að senda og biðja um ögrandi myndir eða nektarmyndir. Niðurstöðurnar leiða í ljós að um sjö prósent barna í áttunda bekk hafa sent slíka mynd af sér. Gildir það óháð kyni. Tæplega tólf prósent stráka og tæpur fjórðungur stúlkna á sama aldri hafa fengið beiðni um að senda slíka mynd. Tæplega fjórðungur drengja í tíunda bekk hefur beðið einhvern um að senda slíka mynd en hlutfallið hjá stúlkunum er fjórtán prósent. „Það er nýr veruleiki að börn séu að senda svona myndir á milli sín og til annarra. Þetta eru háar tölur sem benda til að það þurfi að vera umræða og fræðsla fyrir börn, bæði innan skóla og heimilis, um möguleg áhrif slíkra sendinga,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Sem fyrr segir er þetta í fyrsta sinn sem slíkur spurningalisti er lagður fyrir þennan aldurshóp hér á landi. Þá hefur slíkt ekki verið gert í löndum sem Ísland ber sig saman við. Á forsíðu Fréttablaðsins 8. nóvember 2016 var sagt frá niðurstöðum könnunar sem gerð var á 1.867 framhaldsskólanemum. Þar kom fram að rúmlega helmingur kvenna og tæplega helmingur karla hefði sent nektarmyndir af sér.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“ Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. 8. júlí 2018 09:00 Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22 Var tólf ára þegar nektarmynd var lekið á netið Erna Mist Pétursdóttir var í sjöunda bekk þegar strákur sem hún var skotin í braut á henni og tók af henni nektarmynd án samþykkis. Myndinni var dreift á milli fólks og endaði hún loks á vefsíðu sem er vettvangur fyrir dreifingu á hrellliklámi. Erna Mist leikur aðalhlutverk í nýrri mynd um afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis. 13. janúar 2018 09:00 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
„Meiri niðurlæging en nokkur manneskja á að upplifa“ Helga Sigrún Hermannsdóttir varð fyrir stafrænu kynferðisofbeldi í formi myndar sem fór í dreifingu á netinu og dúkkaði reglulega upp yfir fimm ára tímabil. Erfitt var fyrir Helgu að aðhafast nokkuð í málinu þar eð myndin var ekki af henni, en nafn hennar var þó ávallt samofið dreifingunni. 8. júlí 2018 09:00
Vilja gera stafrænt kynferðisofbeldi refsivert 23 þingmenn standa á bakvið frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum sem felur í sér að stafrænt kynferðisofbeldi verði gert refsivert. 19. desember 2017 10:22
Var tólf ára þegar nektarmynd var lekið á netið Erna Mist Pétursdóttir var í sjöunda bekk þegar strákur sem hún var skotin í braut á henni og tók af henni nektarmynd án samþykkis. Myndinni var dreift á milli fólks og endaði hún loks á vefsíðu sem er vettvangur fyrir dreifingu á hrellliklámi. Erna Mist leikur aðalhlutverk í nýrri mynd um afleiðingar stafræns kynferðisofbeldis. 13. janúar 2018 09:00