Úthrópaður af leikara í miðri sýningu fyrir að vera djúpt sokkinn í símann Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. desember 2018 21:49 Kanye West og Kim Kardashian sjást hér á leið á frumsýninguna í New York í gærkvöldi. Getty/Nancy Rivera Leikari í Broadway-söngleiknum The Cher Show úthrópaði tónlistarmanninn Kanye West fyrir að hafa verið djúpt sokkinn í síma sinn á meðan frumsýning á söngleiknum stóð yfir í gær. West baðst í kjölfarið afsökunar á dónaskapnum og sagðist aðeins hafa verið að skrifa niður minnispunkta. Söngleikurinn hverfist um ævi hinnar goðsagnakenndu söngkonu Cher og var West boðið á frumsýninguna í New York ásamt eiginkonu sinni, athafnakonunni Kim Kardashian West. Ef marka má ásakanir leikarans Jarrod Spector, sem fer með hlutverk Sonny, fyrrverandi eiginmanns Cher og eitt aðalhlutverka sýningarinnar, fylgdist West lítið með því sem fram fór. „Hei, Kanye West, mjög töff að þú sért hérna á Cher-söngleiknum! Ef þú lítur upp úr símanum þínum þá sæirðu að við erum að leika sýningu hérna uppi. Svolítið mikilvægt fyrir okkur. Takk kærlega fyrir,“ skrifaði Spector í nokkuð beittri færslu á Twitter á mánudagskvöld, á meðan sýningin stóð enn yfir.Hey @kanyewest so cool that you're here at @TheCherShow! If you look up from your cell phone you'll see we're doing a show up here. It's opening night. Kind of a big deal for us. Thanks so much.— Jarrod Spector (@jarrodspector) December 4, 2018 Talsmaður West tjáði dagblaðinu New York Times að hann hefði verið að punkta niður hjá sér atriði úr sýningunni og þess vegna hefði hann verið með nefið ofan í símanum. Þá hafi West hrifist mjög af söngleiknum. Þetta ítrekaði West svo sjálfur í svari við færslu Spectors. „Dýnamíkin í sambandi Cher og Sonny fékk okkur Kim til að haldast í hendur og syngja „I got you babe“. Gerið það, afsakið dónaskapinn í mér. Við kunnum svo vel að meta orkuna sem þið beittuð til að skapa þetta meistaraverk,“ skrifaði West á Twitter.the dynamics of Cher and Sonny's relationship made Kim and I grab each other's hand and sing “I got you babe” please pardon my lack of etiquette. We have so much appreciation for the energy you guys put into making this master piece.— ye (@kanyewest) December 4, 2018 The Cher Show hefur fengið góða dóma hjá gagnrýnendum vestanhafs og þá hefur téður Spector sérstaklega verið lofaður fyrir frammistöðu sína sem Sonny. Ekki hefur fengist úr því skorið hvort Kim Kardashian hafi látið símann vera á sýningunni en hún er sjálf mikill aðdáandi Cher, ef marka má hrekkjavökubúning hennar frá því í fyrra.Hér að neðan má sjá Cher sjálfa koma fram í uppklappinu á frumsýningu The Cher Show í gærkvöldi. Tónlist Tengdar fréttir Kanye West og Mark Zuckerberg tóku þetta lag saman í karaoke Rapparinn Kanye West og Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, skellti sér í vikunni saman í karaoke. 15. nóvember 2018 16:00 Innlit í einkaþotuna sem Kim og Kanye ferðast um í Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sýndi fylgjendum sínum inn í einkaþotu sem hún ferðaðist í með Kanye West. 28. nóvember 2018 11:30 Kanye West kveðst hafa verið notaður til að dreifa pólitískum skilaboðum West hyggst draga sig í hlé í hinni pólitísku umræðu og þess í stað einbeita sér að listinni. 30. október 2018 22:38 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fékk veipeitrun Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Fleiri fréttir „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Sjá meira
Leikari í Broadway-söngleiknum The Cher Show úthrópaði tónlistarmanninn Kanye West fyrir að hafa verið djúpt sokkinn í síma sinn á meðan frumsýning á söngleiknum stóð yfir í gær. West baðst í kjölfarið afsökunar á dónaskapnum og sagðist aðeins hafa verið að skrifa niður minnispunkta. Söngleikurinn hverfist um ævi hinnar goðsagnakenndu söngkonu Cher og var West boðið á frumsýninguna í New York ásamt eiginkonu sinni, athafnakonunni Kim Kardashian West. Ef marka má ásakanir leikarans Jarrod Spector, sem fer með hlutverk Sonny, fyrrverandi eiginmanns Cher og eitt aðalhlutverka sýningarinnar, fylgdist West lítið með því sem fram fór. „Hei, Kanye West, mjög töff að þú sért hérna á Cher-söngleiknum! Ef þú lítur upp úr símanum þínum þá sæirðu að við erum að leika sýningu hérna uppi. Svolítið mikilvægt fyrir okkur. Takk kærlega fyrir,“ skrifaði Spector í nokkuð beittri færslu á Twitter á mánudagskvöld, á meðan sýningin stóð enn yfir.Hey @kanyewest so cool that you're here at @TheCherShow! If you look up from your cell phone you'll see we're doing a show up here. It's opening night. Kind of a big deal for us. Thanks so much.— Jarrod Spector (@jarrodspector) December 4, 2018 Talsmaður West tjáði dagblaðinu New York Times að hann hefði verið að punkta niður hjá sér atriði úr sýningunni og þess vegna hefði hann verið með nefið ofan í símanum. Þá hafi West hrifist mjög af söngleiknum. Þetta ítrekaði West svo sjálfur í svari við færslu Spectors. „Dýnamíkin í sambandi Cher og Sonny fékk okkur Kim til að haldast í hendur og syngja „I got you babe“. Gerið það, afsakið dónaskapinn í mér. Við kunnum svo vel að meta orkuna sem þið beittuð til að skapa þetta meistaraverk,“ skrifaði West á Twitter.the dynamics of Cher and Sonny's relationship made Kim and I grab each other's hand and sing “I got you babe” please pardon my lack of etiquette. We have so much appreciation for the energy you guys put into making this master piece.— ye (@kanyewest) December 4, 2018 The Cher Show hefur fengið góða dóma hjá gagnrýnendum vestanhafs og þá hefur téður Spector sérstaklega verið lofaður fyrir frammistöðu sína sem Sonny. Ekki hefur fengist úr því skorið hvort Kim Kardashian hafi látið símann vera á sýningunni en hún er sjálf mikill aðdáandi Cher, ef marka má hrekkjavökubúning hennar frá því í fyrra.Hér að neðan má sjá Cher sjálfa koma fram í uppklappinu á frumsýningu The Cher Show í gærkvöldi.
Tónlist Tengdar fréttir Kanye West og Mark Zuckerberg tóku þetta lag saman í karaoke Rapparinn Kanye West og Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, skellti sér í vikunni saman í karaoke. 15. nóvember 2018 16:00 Innlit í einkaþotuna sem Kim og Kanye ferðast um í Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sýndi fylgjendum sínum inn í einkaþotu sem hún ferðaðist í með Kanye West. 28. nóvember 2018 11:30 Kanye West kveðst hafa verið notaður til að dreifa pólitískum skilaboðum West hyggst draga sig í hlé í hinni pólitísku umræðu og þess í stað einbeita sér að listinni. 30. október 2018 22:38 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fékk veipeitrun Lífið Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning Fleiri fréttir „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Sjá meira
Kanye West og Mark Zuckerberg tóku þetta lag saman í karaoke Rapparinn Kanye West og Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, skellti sér í vikunni saman í karaoke. 15. nóvember 2018 16:00
Innlit í einkaþotuna sem Kim og Kanye ferðast um í Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian sýndi fylgjendum sínum inn í einkaþotu sem hún ferðaðist í með Kanye West. 28. nóvember 2018 11:30
Kanye West kveðst hafa verið notaður til að dreifa pólitískum skilaboðum West hyggst draga sig í hlé í hinni pólitísku umræðu og þess í stað einbeita sér að listinni. 30. október 2018 22:38