Kanye West kveðst hafa verið notaður til að dreifa pólitískum skilaboðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. október 2018 22:38 West hyggst draga sig í hlé í hinni pólitísku umræðu og þess í stað einbeita sér að listinni. Getty/Ron Sachs Bandaríski rapparinn Kanye West, sem nú gengur undir nafninu „Ye“, segist hafa verið notaður til að dreifa boðskap sem hann trúir ekki á. Hann hafi verið blekktur en nú sé hann með galopin augun. Þetta sagði rapparinn á Twitter-síðu sinni en hann ætlar að draga sig í hlé í umræðu um stjórnmál og einbeita sér að sköpun. Það olli miklu fjaðrafoki þegar rapparinn talaði um aðdáun sína á Donald Trump, Bandaríkjaforseta, í upphafi mánaðar. Hann setti upp derhúfu með áletruninni „Gerum Bandaríkin glæst á ný,“ og birti á samfélagsmiðlum en setningin er slagorð Trumps í forsetakosningunum 2016.Gerir grein fyrir skoðunum sínum West hætti á öllum samskiptamiðlum í kjölfarið en nú er hann kominn aftur á kreik. Í röð tísta sem hann birti í kvöld útskýrði hann fyrir fylgjendum sínum, í eins konar stefnuyfirlýsingu, það sem hann raunverulega stendur fyrir og trúir á. „Ég er hlynntur því að skapa störf og tækifæri fyrir fólk sem þarf mest á að halda. Ég styð umbætur á refsivörslukerfinu, ég er hliðhollur byssulöggjöf sem einkennist af almennri skynsemi og mun gera heiminn okkar öruggari,“ sagði West. „Ég styð þá sem hætta lífi sínu til að þjóna og vernda okkur og ég er hlynntur því að draga fólk til ábyrgðar sem misnotar valdheimildir sínar.“ West sagðist jafnframt trúa á ást og samkennd með hælisleitendum og foreldrum sem reyna að vernda börnin sín fyrir ofbeldi og stríði. „Ég vil koma á framfæri þökkum til fjölskyldunnar minnar, ástvina og samfélagsins fyrir að styðja RAUNVERULEGAR skoðanir mínar og sýn minni til að bæta heiminn,“ sagði West sem ætlar nú að halda sig til hlés í hinni pólitísku umræðu og einbeita sér að því að vera listamaður.My eyes are now wide open and now realize I've been used to spread messages I don't believe in. I am distancing myself from politics and completely focusing on being creative !!!— ye (@kanyewest) October 30, 2018 Tengdar fréttir Kanye fór úr einu í annað á „klikkaðasta fundi Hvíta hússins“ Tónlistarmaðurinn Kanye West mætti í Hvíta húsið í gær og ræddi þar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 12. október 2018 10:45 Reitir netverja enn og aftur til reiði með einkennilegri yfirlýsingu um þrælahald Það var ekki aðeins derhúfan sem vakti hneykslan netverja heldur einnig textinn sem West lét fylgja myndinni. 30. september 2018 22:06 Umdeildur Kanye West hverfur af samfélagsmiðlum: „Að vera með geðsjúkdóm afsakar ekki að láta eins og fáviti“ Aðdáendur rapparans Kanye West tóku eftir því í nótt að rapparinn hefur gert aðganga sína á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter óvirka. 7. október 2018 11:07 Kanye West kom fram í vatnsflöskubúning og flutti ræðu til stuðnings Trump Rapparinn Kanye West kom fram í þættinum Saturday Night Live í nótt. 30. september 2018 13:29 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Sjá meira
Bandaríski rapparinn Kanye West, sem nú gengur undir nafninu „Ye“, segist hafa verið notaður til að dreifa boðskap sem hann trúir ekki á. Hann hafi verið blekktur en nú sé hann með galopin augun. Þetta sagði rapparinn á Twitter-síðu sinni en hann ætlar að draga sig í hlé í umræðu um stjórnmál og einbeita sér að sköpun. Það olli miklu fjaðrafoki þegar rapparinn talaði um aðdáun sína á Donald Trump, Bandaríkjaforseta, í upphafi mánaðar. Hann setti upp derhúfu með áletruninni „Gerum Bandaríkin glæst á ný,“ og birti á samfélagsmiðlum en setningin er slagorð Trumps í forsetakosningunum 2016.Gerir grein fyrir skoðunum sínum West hætti á öllum samskiptamiðlum í kjölfarið en nú er hann kominn aftur á kreik. Í röð tísta sem hann birti í kvöld útskýrði hann fyrir fylgjendum sínum, í eins konar stefnuyfirlýsingu, það sem hann raunverulega stendur fyrir og trúir á. „Ég er hlynntur því að skapa störf og tækifæri fyrir fólk sem þarf mest á að halda. Ég styð umbætur á refsivörslukerfinu, ég er hliðhollur byssulöggjöf sem einkennist af almennri skynsemi og mun gera heiminn okkar öruggari,“ sagði West. „Ég styð þá sem hætta lífi sínu til að þjóna og vernda okkur og ég er hlynntur því að draga fólk til ábyrgðar sem misnotar valdheimildir sínar.“ West sagðist jafnframt trúa á ást og samkennd með hælisleitendum og foreldrum sem reyna að vernda börnin sín fyrir ofbeldi og stríði. „Ég vil koma á framfæri þökkum til fjölskyldunnar minnar, ástvina og samfélagsins fyrir að styðja RAUNVERULEGAR skoðanir mínar og sýn minni til að bæta heiminn,“ sagði West sem ætlar nú að halda sig til hlés í hinni pólitísku umræðu og einbeita sér að því að vera listamaður.My eyes are now wide open and now realize I've been used to spread messages I don't believe in. I am distancing myself from politics and completely focusing on being creative !!!— ye (@kanyewest) October 30, 2018
Tengdar fréttir Kanye fór úr einu í annað á „klikkaðasta fundi Hvíta hússins“ Tónlistarmaðurinn Kanye West mætti í Hvíta húsið í gær og ræddi þar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 12. október 2018 10:45 Reitir netverja enn og aftur til reiði með einkennilegri yfirlýsingu um þrælahald Það var ekki aðeins derhúfan sem vakti hneykslan netverja heldur einnig textinn sem West lét fylgja myndinni. 30. september 2018 22:06 Umdeildur Kanye West hverfur af samfélagsmiðlum: „Að vera með geðsjúkdóm afsakar ekki að láta eins og fáviti“ Aðdáendur rapparans Kanye West tóku eftir því í nótt að rapparinn hefur gert aðganga sína á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter óvirka. 7. október 2018 11:07 Kanye West kom fram í vatnsflöskubúning og flutti ræðu til stuðnings Trump Rapparinn Kanye West kom fram í þættinum Saturday Night Live í nótt. 30. september 2018 13:29 Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Sjá meira
Kanye fór úr einu í annað á „klikkaðasta fundi Hvíta hússins“ Tónlistarmaðurinn Kanye West mætti í Hvíta húsið í gær og ræddi þar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 12. október 2018 10:45
Reitir netverja enn og aftur til reiði með einkennilegri yfirlýsingu um þrælahald Það var ekki aðeins derhúfan sem vakti hneykslan netverja heldur einnig textinn sem West lét fylgja myndinni. 30. september 2018 22:06
Umdeildur Kanye West hverfur af samfélagsmiðlum: „Að vera með geðsjúkdóm afsakar ekki að láta eins og fáviti“ Aðdáendur rapparans Kanye West tóku eftir því í nótt að rapparinn hefur gert aðganga sína á samfélagsmiðlunum Instagram og Twitter óvirka. 7. október 2018 11:07
Kanye West kom fram í vatnsflöskubúning og flutti ræðu til stuðnings Trump Rapparinn Kanye West kom fram í þættinum Saturday Night Live í nótt. 30. september 2018 13:29